Ýmsar hækkanir um áramótin

Verð á vegabréfum hækkaði um 2.000 krónur um áramótin.
Verð á vegabréfum hækkaði um 2.000 krónur um áramótin. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gjaldskrár hækkuðu víða um áramótin og þurfa landsmenn því að leggja meira til fyrir ákveðna þjónustu. Sem dæmi má nefna hækkun Rarik á dreifingu á rafmagni í dreifbýli um 4,5% og þá hækkar vörugjald á bensíni og díselolíu um 3%.

Innritunargjald í ríkisrekna háskóla hækkar um 25%, eða úr 60.000 krónum í 75.000 krónur og þá hækkar útvarpsgjald og sóknargjald einnig. Útvarpsgjaldið hækkar úr 18.800 krónum í 19.400 krónur og hækka sóknargjöld úr 8.736 krónum í 9.000 krónur. Verð á vegabréfum hækkar um 2.000 krónur, og fer því úr 8.200 krónum í 10.200 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina