Björk og Aronofsky í náttúruvernd

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir ásamt hópi listamanna krefst þess að náttúruverndarlög, sem samþykkt voru í fyrra og áttu að taka gildi í apríl, standi. Þetta sagði hún á kynningarfundi vegna náttúruverndartónleika sem verða í Hörpu hinn 18. mars en þar koma m.a. Lykke Li og Patti Smith fram.

Þennan sama dag verður sérstök frumsýning á Noah, nýjustu mynd Darrens Aronofskys, sem var að miklu leyti mynduð hér á landi, í Sambíóunum í Egilshöll. Leikstjórinn var einnig viðstaddur fundinn í dag og þar kom fram að litatónarnir sem notaðir eru í myndinni eru allir byggðir á litum íslenskrar náttúru, sem hann segir hafa haft djúpstæð áhrif á sig. 

Frumsýningin í Sambíóunum Egilshöll verður kl. 17:30 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20:30 en húsið verður opnað 30 mínútum fyrr. Takmarkað magn miða er í boði á bæði kvikmyndasýninguna og tónleikana. Allir listamenn gefa vinnu sína og allur ágóði rennur til Náttúruverndarsamtaka Íslands og Landverndar.

Þeir tónlistamenn sem fram koma eru: Highlands, Patti Smith, Of Monsters and Men, Samaris, Retro Stefson, Björk, Mammút og Lykke Li.

Manifesto fyrir náttúruvernd - Stopp Gætum garðsins

Tónleikarnir nefnast Stopp gætum garðsins og eftirfarandi yfirlýsing var lesin upp á fundinum í dag:

Um heim allan hefur náttúru og umhverfi verið fórnað á altari þróunar sem aldrei getur talist sjálfbær. Regnskógum er eytt, vatnsföll stífluð, landi eytt, vatn og höf menguð, loftslagi jarðar breytt og höfin súrna ört. Á Íslandi hefur Kárahnjúkavirkjun orðið táknmynd þeirrar eyðileggingar sem ógnar tilvist mannsins á jörðinni. Það er skylda okkar að vernda íslenska náttúru og skila henni heilli til framtíðarkynslóða.

Hálendi Íslands, stærsta víðerni í Evrópu þar sem ósnortin og lítt snortin náttúra fá enn notið sín, er ekki bara athvarf og fjársjóður okkar sem erfðum og munum erfa þetta land heldur heimsins alls. Hvergi annars staðar er að finna Mývatn, Þjórsárver, Sprengisand, Skaftafell og Langasjó.

Við krefjumst þess að Þjórsárver, víðernin vestan Þjórsár og fossarnir í Þjórsá verði verndaðir til allrar framtíðar. Við mótmælum harðlega áformum umhverfis- og auðlindaráðherra um breytt friðlandsmörk í Þjórsárverum til að skapa rými fyrir Norðlingaölduveitu eða annað miðlunarlón við Þjórsárver. Sú lagatúlkun ráðherra að allir virkjunarkostir eða náttúrusvæði séu undir í hverjum nýjum áfanga rammaáætlunar er aðför að náttúru landsins og stenst vart lög.

Við höfum einstakt tækifæri núna til að gera hálendið allt að einum þjóðgarði með lögum frá Alþingi. Þar með verði hálendi Íslands sett undir eina skipulagsstjórn og skýrt afmarkað. Þar með heyri öll áform um lagningu raflína, vegagerð eða önnur mannvirki sem kljúfa eða sundra dýrmætum landslagsheildum hálendisins sögunni til.

Við vörum eindregið við hvers kyns áformum um virkjun jarðvarma við Mývatn. Bygging Bjarnarflagsvirkjunar er ekki áhættunnar virði. Hvergi í heiminum er annað Mývatn til. Ábyrgð okkar er því mikil.

Við krefjumst þess að einstök náttúra Reykjaness verði vernduð með stofnun eldfjallaþjóðgarðs og að allar nýjar raflínur verði lagðar í jörð.

Við teljum afar brýnt að ríkisvaldið tryggi landvörslu og verji dýrmæt náttúrusvæði gegn sívaxandi ágangi ferðamanna.

Við mótmælum sérstaklega aðför yfirvalda að náttúruverndarfólki, þar sem fordæmalaus yfirgangur lögreglu og ákærur gagnvart þeim sem vilja vernda Gálgahraun var grimmur og óþarfur. Við minnum á að réttur almennings til að mótmæla náttúruspjöllum hvarvetna um heim allan er heilagur og grunnforsenda þess að mannkyni takist að forða tortímingu mannlífs á jörðinni.

mbl.is

Innlent »

Drífa á þingi Evrópusambands verkalýðsfélaga

16:29 Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði þing Evrópusamband verkalýðsfélaga (ETUC) í gær þar sem rætt var um þann kafla í aðgerðaráætlun ETUC sem fjallar um „Traustara lýðræði og betri framtíð í Evrópu fyrir vinnandi fólk“. Meira »

Datt aldrei í hug að þagga niður

16:23 Þingmenn Miðflokksins þökkuðu starfsfólki Alþingis fyrir að hafa staðið vaktina vel undanfarna daga og nætur. Þetta kom fram undir liðnum störf þingsins en umræða um þriðja orkupakkann stóð yfir í alla nótt og fram undir morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson óskaði eftir betri tímastjórn. Meira »

Málsmeðferð harðlega gagnrýnd

15:44 Liðsmenn Sigur Rósar greiddu 76,5 milljónir króna vegna álagsbeitingar ríkisskattstjóra eftir að breytingar voru gerðar á opinberum gjöldum þeirra undir lok síðasta árs. Meira »

Þungbært að sitja undir ásökunum

15:30 „Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár,“ segir í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis í tilefni af umræðu á þingfundi í gær þar sem því hafi verið haldið fram að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur Friðriksson alþingismaður hefði dregið sér almannafé. Meira »

Öll félög samþykktu nema eitt

14:45 Öll aðildarfélög Samiðnar hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga nema Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samiðn. Meira »

Tafir vegna fræsunar og malbikunar

14:30 Töluverðar umferðartafir hafa orðið vegna fræsunar og malbikunar fráreinar af Skeiðarvogi niður á Miklubraut til austurs.  Meira »

Mun fleiri orðið fyrir ofbeldi

14:30 „Hlutfall barna sem hefur orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi [er] mun hærra en ég held að almenningur og samfélagið gera sér grein fyrir,“ segir Hjördís Þórðardóttir, hjá UNICEF um rannsókn á ofbeldi í lífi barna sem kynnt var í dag. Samtökin vilja sjá tölurnar nýttar í aðgerðir. Meira »

„Það þarf sterka vöðva til að stjórna þessu!“

14:25 Langar biðraðir mynduðust á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi þegar fimm DC-3 vélar voru sýndar almenningi.   Meira »

Ræddi um uppgang öfgaafla í Evrópu

13:58 Uppgangur öfgaafla í Evrópu og það pólitíska umhverfi sem slík öfl hafa sprottið úr var á meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjallaði um í ræðu sinni á opnun alþjóðlegrar ráðstefnu á sviði kynjafræða í dag. Meira »

Ástráður meðal umsækjenda um dómarastöðu

13:53 Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn þeirra sem sóttu um embætti landsréttardómara. Embættið var auglýst laust eftir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu í byrjun mánaðarins vegna aldurs. Ástráður staðfestir þetta við mbl.is. Meira »

Efling vill ábendingar um vanefndir

13:43 Efling – stéttarfélag hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmiss konar hlunnindi. Meira »

Féll sex metra í vinnuslysi

13:15 Karlmaður um tvítugt féll hátt í sex metra í vinnuslysi í Kópavogi um ellefuleytið í morgun.  Meira »

Sumarið er komið því malbikun er hafin

13:09 „Þegar sólin fer að skína og hlýnar í veðri þá fer þetta af stað. Allt mjög hefðbundið,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur og verkefnastjóri viðhalds hjá Vegagerðinni, spurður um malbikunarvinnu sumarsins. Meira »

Skuldir ekki flokkaðar eftir loftförum

12:03 Skuldir flugrekenda við Isavia eru ekki flokkaðar eftir loftförum. Það þýðir að Isavia getur ekki sagt nákvæmlega hver skuld hverrar og einnar flugvélar er við félagið, heldur þyrfti matsgerð til að finna út úr því. Þetta kom fram í máli Gríms Sigurðssonar, lögmanns Isavia, í héraðsdómi í dag. Meira »

„Sig­ur fyr­ir lífs­kjör allra Íslend­inga“

11:59 „Ég er mjög ánægður með það skref sem peningastefnunefnd stígur í dag. Það er mjög mikilvægt,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti komið upp „réttarfarsklessa“

11:51 Grímur Sigurðsson, lögmaður Isavia, fer fram á að aðfararbeiðni flugvélaleigufyrirtækisins ALC gegn Isavia verði vísað frá dómi. Telur hann að sú staða geti komið upp að Landsréttur og héraðsdómur komist að mismunandi niðurstöðu í sama málinu. Væri þá komin upp eins konar „réttarfarsklessa“. Meira »

„Gríðarlega ánægjuleg tíðindi“

11:50 „Þetta eru bara gríðarlega ánægjuleg tíðindi og er það vægt til orða tekið,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is vegna ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka vexti í 4% úr 4,5%. Meira »

Hæstiréttur hafnar beiðni Steinars Berg

11:43 Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Steinars Berg Ísleifssonar eftir leyfi dómstólsins til að áfrýja dómi Landsréttar sem í apríl sýknaði Ríkisútvarpið af kröf­um Stein­ars. Hann krafði RÚV um miska­bæt­ur og af­sök­un­ar­beiðni vegna end­ur­varps á um­mæl­um tón­list­ar­manns­ins Bubba Mort­hens í þætt­in­um Popp- og rokk­saga Íslands. Meira »

EasyJet fækkar Íslandsferðum

11:42 Flugfélagið EasyJet hefur fækkað ferðum sínum til Keflavíkur. Frá þessu er greint á ferðavefnum Túrista, sem segir stjórnendur félagsins skrifa ákvörðunina á dýrtíðina á Íslandi. British Airways og Wizz Air eru aftur á móti sögð fjölga ferðum frá London til Íslands í vetur. Meira »
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
ANTIK HORNSKÁPUR OGSÝNINGARSKÁP 869-2798
FANNEGUR HORNSKÁPUR Á 33,000KR MÁLIN H204X68X40 CM OGFLOTTUR GLERSKÁPUR MEÐ LJÓ...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - Naust
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...