Hafna alfarið „óbilgjörnum kröfum“

Herjólfur
Herjólfur Ómar Óskarsson

„Kröfur Sjómannafélagsins jafngilda því að föst laun bátsmanna hækki að lágmarki um 160 þúsund krónur á mánuði. Samtök atvinnulífsins geta ekki og munu ekki fallast á slíkar kröfur,“ segir í tilkynningu frá SA vegna kjaraviðræðna samtakanna og Sjómannafélags Íslands vegna undirmanna á Herjólfi.

Samtök atvinnulífsins fara með samningsumboð Eimskips, eins og annarra aðildarfyrirtækja sinna, og hafa með öllu hafnað „þeim óbilgjörnu kröfum sem Sjómannafélagið hefur lagt fram og sagt ófrávíkjanlegar. Það skilar því litlu að beina spjótum að Eimskip, rekstraraðila skipsins. Eimskip er, eins og einstaklingar og fyrirtæki í Vestmannaeyjum, ekki í aðstöðu til að leysa vinnudeiluna.“

Samtökin segja að Sjómannafélagið hafi í upphafi viðræðna sett fram kröfu um rúmlega 40% hækkun launa og ekkert hafi verið slegið af þeirri kröfu. Auk þess skyldu laun hækka árið 2014 með sama hætti og laun farmanna. „Meðallaun bátsmanna á Herjólfi eru nú um 400 þúsund krónur á mánuði m.v. 46 klukkustunda vinnuviku sem byggist á vaktavinnu. Kröfur Sjómannafélagsins jafngilda því að föst laun bátsmanna hækki að lágmarki um 160 þúsund krónur á mánuði. Samtök atvinnulífsins geta ekki og munu ekki fallast á slíkar kröfur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert