Skrifa undir innan fárra daga

Ólafur segir samninginn í takt við þá sem gerðir hafa …
Ólafur segir samninginn í takt við þá sem gerðir hafa verið hjá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands. Sigurður Bogi Sævarsson

Vonast er til þess að hægt verði að skrifa undir kjarasamning á milli Sjómannafélags Íslands og Eimskips á næstu dögum. Óformlegar viðræður hafa verið í gangi síðustu daga og liggur samkomulag nánast fyrir. Þetta segir Ólafur Willam Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, í samtali við mbl.is.

Ólafur segir samninginn í takt við þá sem gerðir hafa verið hjá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands.

Jón­as Garðars­son, formaður Sjómannafélag Íslands, greindi frá því í samtali við mbl.is á föstudaginn að samkomulagið væri tilbúið til undirritunar og bjóst við að skrifað yrði undir á mánudaginn.

Kjara­deil­unni var vísað til Rík­is­sátta­semj­ara í janú­ar á þessu ári. Í fe­brú­ar voru svo boðaðar verk­fallsaðgerðir frá og með 5. mars. Þegar þeim hafði verið beitt í þrjár vik­ur samþykkti Alþingi lög sem kveða á um frek­ari verk­fallsaðgerðum á Herjólfi verði frestað til og með 15. sept­em­ber.

mbl.is