Neita að setja drengi í sokkabuxur

Ari Jónsson er flottur og frambærilegur dansari. Hann er átta ...
Ari Jónsson er flottur og frambærilegur dansari. Hann er átta ára og æfir ballett hjá Balletskóla Sigríðar Ármann. Þórður Arnar Þórðarson

Ballett hefur hér á landi allajafna þótt kvenlæg íþrótt. Að mati fagfólks virðist ástæðan geta verið fordómar en einnig sé umgjörðin fremur kvenlæg. Brynja Scheving, skólastjóri Ballettskóla Eddu Scheving, segist stundum heyra til feðra sem neiti að setja drengi sína í sokkabuxur. „En ég held að viðhorfið sé að breytast, þó að það halli vissulega á drengi,“ segir hún.

Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands tekur í sama streng. Hann segist ekki geta sagt að skólinn fái mikið af strákum en það komi þó í bylgjum. Ástæðuna telur hann vera að samfélagið ali gjarnan á fordómum. „Ég veit ekki hvort þetta sé einhver hræðsla eða hvað, en það eru fordómar.“

Drengjaleysið í ballett hér á landi á þó yfirleitt ekki við um mörg önnur lönd, enda töluvert meiri ballettmenning þar. „Miklu meira er um að drengir sæki í ballett erlendis. Þar er tekið inntökupróf og valið inn í skólana. Það þykir voða flott að fá inn enda oft erfitt að komast að,“ segir Brynja.

Vilja laga ballettumhverfið betur að strákum

„Því miður er ekki mikið um drengi í ballett. Það er yfirleitt talað um ballett á Íslandi sem listgrein fyrir stúlkur og ballettinn hefur ekki almennilega náð athygli strákanna, sem er svolítið skrítið því það eru svo margir strákar í samkvæmisdansi,“ segir Ásta Björnsdóttir, skólastjóri Balletskóla Sigríðar Ármann. „Ballett er mjög krefjandi íþrótt og þeir þurfa að vera mjög sterkir, með góðan stökkkraft og vel á sig komnir líkamlega.“ Ásta hefur kennt strákum í knattspyrnuflokkum. Þar kynntust þeir teygjum og uppbyggjandi fótaæfingum sem þeir höfðu bæði gagn og gaman af.

„Líklega þarf að laga ballettumhverfið betur að strákunum. Það þarf kannski að matreiða þetta öðruvísi og hafa ballettinn uppsettan á þann hátt sem höfðar betur til þeirra. En vonandi á þetta eftir að breytast. Ég hugsa að það þyrfti ekki nema bara eitthvert trend – að þetta kæmist í tísku og þætti svolítið svalt,“ segir Ásta. 

Guðmundur segir það lengi hafa verið draum hjá sér að koma á fót sérstöku kynningarnámskeiði fyrir drengi. Það velti þó mikið á peningum og tíma. „Þar til af því getur orðið eru strákar samt velkomnir í almennt nám við skólann,“ segir hann.

Ítarlegri umfjöllun birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Miklu meira er um að drengir sæki í ballett erlendis ...
Miklu meira er um að drengir sæki í ballett erlendis og þykir voða flott að fá inn í skóla enda erfitt að komast að. Eggert Jóhannesson

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Ávísun á stórfellda réttaróvissu“

13:30 Hagsmunasamtök heimilanna vekja á heimasíðu sinni athygli á dómi Landsréttar þar sem veðskuldabréf Landsbankans sem gefið var út vegna fasteignaláns er ógilt. Meira »

Hundruð mótmæla framferði ríkisstjórnar

13:10 Á níunda hundrað hafa boðað komu sína á Austurvöll í dag þar sem mótmæla á framferði ríkisstjórnarinnar í málefnum ljósmæðra. Þá hafa 3.500 aðrir áhuga á viðburðinum, sem nefnist Mótmæli: VAKNIÐ RÍKISSTJÓRN! og hefst klukkan 15 í dag. Meira »

Stöðvar gjaldtöku Isavia

12:08 Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið bráðabirgðaákvörðun þar sem Isavia ohf. er gert að stöðva tímabundið gjaldtöku á ytri rútustæðum (fjarstæðum) við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Telur eftirlitið sennilegt að Isavia hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með óhóflegri verðlagningu. Meira »

Rúmlega tvöföldun eldis í Dýrafirði

12:03 Arctic Sea Farm stefnir að því að auka laxeldisframleiðslu sína í Dýrafirði um 123%. Þetta kemur fram í drögum fyrirtækisins að frummatsskýrslu, þar sem umhverfisáhrif framleiðsluaukningarinnar eru metin. Áform fyrirtækisins miða að því að framleiðsla laxeldisins í firðinum skili tíu þúsund tonnum. Meira »

Innsæið ekki öllum gefið

11:50 „Þetta var náttúrlega samblanda af heppni og einhverju smá innsæi. Þetta er ekki öllum gefið, svona innsæi,“ segir Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson á Sauðárkróki, sem stóð uppi sem sigurvegari í HM-tippleik fjölmiðla Árvakurs. Að launum hlýtur Guðbrandur hægindastól frá ILVA, af gerðinni Stressless. Meira »

Fangarnir skelltu sér í sjósund

11:18 Fangar á Kvíabryggju nýttu góða veðrið í gær líkt og aðrir íbúar á Suður- og Vesturlandi til að skella sér í sjósund.  Meira »

Styrkveitingin afturhvarf til fortíðar

10:45 Átta íslenskir bókaútgefendur gagnrýna styrki sem forsætisnefnd Alþingis, skipuð fulltrúum allra flokka, hefur lagt til að Alþingi veiti Hinu íslenska bókmenntafélagi til útgáfu tveggja rita. Þetta gera bókaútgefendur í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Enginn fannst með eggvopn

10:26 Leit lögreglu að manni, sem sagður var hafa sést á gangi um Laugardalinn í Reykjavík með eggvopn, bar engan árangur. Þetta segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglu bárust tilkynningar um ferðir manns í gærkvöldi við verslunarkjarnann Glæsibæ og kom lögreglan á svæðið á tíunda tímanum í gærkvöldi. Meira »

Dagur íslenska fjárhundsins á Árbæjarsafni

10:19 Dagur íslenska fjárhundsins verður haldinn hátíðlegur í Árbæjarsafni á morgun, miðvikudag. Það verða nokkrir hundar á staðnum ásamt eigendum sínum, sem munu glaðir svara spurningum gesta og gangandi um íslenska fjárhundinn. Meira »

Malbikun í Ártúnsbrekku

08:55 Stefnt er að því í dag að malbika innstu akrein í Ártúnsbrekku, frá Höfðabakkabrú og niður að mislægum gatnamótum við Réttarholtsveg/Skeiðarvog. Meira »

Egill tapaði máli sínu fyrir MDE

08:39 Íslenska ríkið braut ekki gegn Agli Einarssyni með dómi í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn konu árið 2012. Þetta kemur fram í úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu, sem kveðinn var upp í morgun. Meira »

Níu og hálft tonn af rusli

07:00 Sjálfboðaliðar söfnuðu níu og hálfu tonni af rusli í Bolungarvík á Hornströndum í tveimur ferðum þangað í sumar, en þangað fara þeir nú árlega í þeim tilgangi. Er það met því áður höfðu safnast um það bil fimm tonn í hverri hreinsunarferð. Meira »

Hlýjast á Suðurlandi í dag

06:51 Veðurstofan spáir 10 til 18 stiga hita í dag. Hlýjast verður á Suðurlandi en á Norðausturlandi á morgun.  Meira »

Fleiri skrá heimagistingu

06:10 Tíðni skráninga á heimagistingu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist talsvert frá því að samningur um eflingu Heimagistingavaktar við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var undirritaður 27. júní sl. Meira »

Eru ekki að gefast upp

05:30 „Við erum ekkert að gefast upp í baráttunni. Við erum eins og kona í fæðingu þegar barnið er alveg að koma – fáum einhvern aukakraft. Þannig er hljóðið í okkur núna,“ segir Hallfríður Kristín Jónsdóttir ljósmóðir. Meira »

Sektir eða fangelsi reynist dýrið friðað

05:30 Umdeilt dráp hvalsins sem talið er að gæti verið steypireyður gæti haft afleiðingar í för með sér fyrir Hval hf. reynist hvalurinn vera steypireyður, sem er alfriðuð tegund. Meira »

Einungis fimm fíkniefnahundar standa vaktina hér á landi

05:30 „Það hefur nær engin umgjörð verið í kringum þennan málaflokk,“ segir Heiðar Hinriksson lögreglumaður, sem umsjón hefur með fíkniefnahundi lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Meira »

1.300 tonn fylgja Guns N' Roses

Í gær, 22:20 Margvíslegur búnaður verður fluttur til landsins vegna tónleika Guns N' Roses, sem fram fara á Laugardalsvelli 24. júlí. Vegur búnaðurinn alls um 1.300 tonn, en 65 metra breitt svið verður smíðað á þjóðarleikvanginum og sérstakt gólf lagt yfir grasið. Meira »

Fullt hús á fundi ljósmæðra

Í gær, 22:03 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir mikinn samhug ríkja meðal ljósmæðra en þær funduðu í kvöld í húsnæði BHM. Hún fullyrðir í samtali við mbl.is að kröfur ljósmæðra muni ekki koma til með að hafa launaskrið í för með sér. Meira »
Aupair í Bandaríkjunum
Við óskum eftir aupair til að aðstoða við að reka heimilið. Vinnan felst fyrst o...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Husqvarna 401 Svartpilen árg. 2018
Eigum á lagert til afgreiðslu strax Husqvarna 401 Svartpilen. A2 réttindi, 45hp....
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...