Neita að setja drengi í sokkabuxur

Ari Jónsson er flottur og frambærilegur dansari. Hann er átta ...
Ari Jónsson er flottur og frambærilegur dansari. Hann er átta ára og æfir ballett hjá Balletskóla Sigríðar Ármann. Þórður Arnar Þórðarson

Ballett hefur hér á landi allajafna þótt kvenlæg íþrótt. Að mati fagfólks virðist ástæðan geta verið fordómar en einnig sé umgjörðin fremur kvenlæg. Brynja Scheving, skólastjóri Ballettskóla Eddu Scheving, segist stundum heyra til feðra sem neiti að setja drengi sína í sokkabuxur. „En ég held að viðhorfið sé að breytast, þó að það halli vissulega á drengi,“ segir hún.

Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands tekur í sama streng. Hann segist ekki geta sagt að skólinn fái mikið af strákum en það komi þó í bylgjum. Ástæðuna telur hann vera að samfélagið ali gjarnan á fordómum. „Ég veit ekki hvort þetta sé einhver hræðsla eða hvað, en það eru fordómar.“

Drengjaleysið í ballett hér á landi á þó yfirleitt ekki við um mörg önnur lönd, enda töluvert meiri ballettmenning þar. „Miklu meira er um að drengir sæki í ballett erlendis. Þar er tekið inntökupróf og valið inn í skólana. Það þykir voða flott að fá inn enda oft erfitt að komast að,“ segir Brynja.

Vilja laga ballettumhverfið betur að strákum

„Því miður er ekki mikið um drengi í ballett. Það er yfirleitt talað um ballett á Íslandi sem listgrein fyrir stúlkur og ballettinn hefur ekki almennilega náð athygli strákanna, sem er svolítið skrítið því það eru svo margir strákar í samkvæmisdansi,“ segir Ásta Björnsdóttir, skólastjóri Balletskóla Sigríðar Ármann. „Ballett er mjög krefjandi íþrótt og þeir þurfa að vera mjög sterkir, með góðan stökkkraft og vel á sig komnir líkamlega.“ Ásta hefur kennt strákum í knattspyrnuflokkum. Þar kynntust þeir teygjum og uppbyggjandi fótaæfingum sem þeir höfðu bæði gagn og gaman af.

„Líklega þarf að laga ballettumhverfið betur að strákunum. Það þarf kannski að matreiða þetta öðruvísi og hafa ballettinn uppsettan á þann hátt sem höfðar betur til þeirra. En vonandi á þetta eftir að breytast. Ég hugsa að það þyrfti ekki nema bara eitthvert trend – að þetta kæmist í tísku og þætti svolítið svalt,“ segir Ásta. 

Guðmundur segir það lengi hafa verið draum hjá sér að koma á fót sérstöku kynningarnámskeiði fyrir drengi. Það velti þó mikið á peningum og tíma. „Þar til af því getur orðið eru strákar samt velkomnir í almennt nám við skólann,“ segir hann.

Ítarlegri umfjöllun birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Miklu meira er um að drengir sæki í ballett erlendis ...
Miklu meira er um að drengir sæki í ballett erlendis og þykir voða flott að fá inn í skóla enda erfitt að komast að. Eggert Jóhannesson

Bloggað um fréttina

Innlent »

Freyja aðstoðar Loga

10:39 Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmála- og upplýsingaráðgjafi, hefur verið ráðin pólitískur ráðgjafi Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Meira »

Tímabært að bjóða alvöru valkost

10:38 „Viðræðuferlið hefur gengið ótrúlega vel. Ég held að fólkið sem kom sér saman að um leita þessarar leiðar, að bjóða fram sameiginlegt framboð, sé meira og minna allt á sömu línunni hvað það er sem brennur á í Garðabæ,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir hjá Viðreisn. Meira »

Miði er möguleiki

09:52 Fyrir þá sem ekki fengu miða á Ísland Argentína þá er reyndar enn möguleiki. Það er reyndar háð því að maður eigi barn sem fæddist á árunum 2004-2007. Meira »

Rómantík í rafmagnsleysi

09:30 Þau komu víða við í morgunspjallinu í Ísland vaknar, enda nývöknuð eins og við flest. Töluvert var rætt um snúrur og hvað ætti að gera við gamlar loftnetssnúrur og hvað hefði orðið um DVD-spilara okkar. Meira »

Húsin standa á súlum

09:18 Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar á lóðinni við Keilugranda 1-11 í Vesturbæ Reykjavíkur. Þarna mun húsnæðissamvinnufélagið Búseti reisa alls 13 hús, stór og smá, með samtals 78 íbúðum. Meira »

Fasteignaviðskipti 20% minni en í fyrra

09:16 Í febrúar voru viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu töluvert minni bæði með fjölbýli og sérbýli en næstu mánuði þar á undan. Hluta af því má væntanlega skýra með því hve stuttur febrúarmánuður er, en engu að síður var fjöldi viðskipta nú í febrúar rúmlega 20% minni en var í febrúar í fyrra. Meira »

Geta tekið út hálfan ellilífeyri 65 ára

07:57 Sveigjanleiki hefur verið aukinn á töku ellilífeyris og verður 65 ára og eldri gert kleift á þessu ári að taka út hálfan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins á móti hálfum lífeyri hjá lífeyrissjóði. Meira »

Hvetja foreldra að taka upplýsta ákvörðun

09:00 Í tilefni alþjóðadags Downs-heilkennis í dag 21. mars er fólk hvatt til að klæðast mislitum sokkum til að auka vitund og minnka aðgreiningu. Í fyrra tóku fjölmargir þátt og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum eins og íslenska karlalandsliðið í fótbolta og forseti Íslands svo dæmi séu tekin. Meira »

Nýtt framboð í Garðabæ

07:57 Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir ætla að taka höndum saman í sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Garðabæ í vor. Meira »

Handtekinn á fæðingardeildinni

07:51 Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri í nótt. Maðurinn kom fyrst inn á biðstofu á slysadeild og gekk þar berserksgang áður en hann lagði leið sína inn á sjúkrahúsið og komst inn á fæðingardeildina. Meira »

„Leiðindaveður“ í kortunum

07:03 Í dag og á morgun verður víða vætusamt og milt veður á landinu samfara suðlægum áttum. Þá mun norðaustanáttin ná inná vestanverðan Vestfjarðakjálkann með slyddu eða snjókomu annað kvöld Meira »

Ók utan í lögreglubíl á flótta

06:43 Um klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að verið væri að reyna að brjótast inn í fyrirtæki á Stórhöfða. Er lögreglan kom á vettvang voru meintir þjófar í bifreið sem ekið var um Stórhöfða. Ökumanninum var gefið merki um að stöðva bílinn en þá var honum ekið áfram og utan í lögreglubíl sem á móti kom. Meira »

Lögðu hald á skotvopn

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skotvopn og ætluð fíkniefni í húsleit í íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar koma ekki fram frekari upplýsingar um málið. Meira »

Umdeild próf ekki birt að sinni

05:30 „Við munum hlíta þessum úrskurði og gerum prófin opinber. Við munum birta sjálf prófin á heimasíðunni okkar. Svo erum við að skoða tæknilega útfærslu á því að birta niðurstöður nemenda eins og þær koma út úr prófakerfinu okkar.“ Meira »

Fasteignagjöld hækkuðu um 35%

05:30 Dæmi eru um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 35% á árunum 2016 til 2018.  Meira »

Metsala á lúxusíbúðum

05:30 Líklegt er að nýtt sölumet hafi verið sett á íslenskum fasteignamarkaði í Bríetartúni 9-11. Íbúðirnar fóru í sölu í síðustu viku og er nú tæplega helmingur seldur. Meira »

Íslendingar leita sannleikans í DNA

05:30 Íslendingar eru góðir kúnnar danska fyrirtækisins DNAtest.dk, en um fimm Íslendingar eru vikulega í viðskiptum við fyrirtækið. Meira »

Tekjulágir fái persónuafslátt

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að endurskoðun tekjuskattskerfisins sé nú að hefjast hjá hópi sérfræðinga, samanber yfirlýsingu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika í tilefni af mati á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Meira »
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...