Íslenskur sigur á Evrópumótinu

Þuríður Erla Helgadóttir, Fríða Dröfn Ammendrup, Ingunn Lúðvíksdóttir, Davíð Björnsson, …
Þuríður Erla Helgadóttir, Fríða Dröfn Ammendrup, Ingunn Lúðvíksdóttir, Davíð Björnsson, Daði Hrafn Sveinbjarnarson og James William Goulden á mótinu í Danmörku.

Íslendingar stóðu sig frábærlega á Evrópumótinu í CrossFit sem nú fer fram í Danmörku. Annie Mist varð Evrópumeistari í einstaklingskeppni kvenna og CrossFitSport fór með sigur af hólmi í liðakeppni. 

Þetta þýðir að Annie Mist mun keppa á heimsleikunum sem verða haldnir í Kaliforníu í lok júló og eins þau Þuríður Erla Helgadóttir, Fríða Dröfn Ammendrup, Ingunn Lúðvíksdóttir, Davíð Björnsson, James William Goulden og Daði Hrafn Sveinbjarnarson en þau skipa sigurliðið CrossFitSport.

En það voru fleiri Íslendingar sem gerðu það gott í keppninni í ár þar sem Björk Óðinsdóttir, sem keppti fyrir sænska CrossFit stöð hafnaði í öðru sæti í kvennaflokki á eftir Annie Mist Þórisdóttur. Björgvin Karl Guðmundsson var síðan í þriðja sæti í karlaflokki en hann keppnir fyrir CrossFit Hengill í Hveragerði.

Keppnin hefur staðið yfir í þrjá daga og komust einungis þrjátíu lið í Evrópukeppnina en það eru þau lið sem komust upp úr undankeppninni sem var haldin fyrir tveimur mánuðum. Íslendingar áttu fjögur lið í liðakeppninni og að sögn Ingunnar Lúðvíksdóttur standa Íslendingar mjög framarlega í CrossFit í Evópu og það sé hægt að þakka Annie Mist fyrir þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa sýnt á CrossFit.

Ingunn var gjörsamlega í skýjunum með árangur liðsins þegar mbl.is náði tali af henni.

Lið hennar var með forystu allan tímann og var með 17 stiga forskot á næsta lið þegar keppni lauk áðan. 

Hún segir liðið hafa verið mjög duglegt að æfa saman undanfarið enda skiptir liðið máli ekki einstaklingarnir. „Þetta er í raun fyrsta keppnin þar sem allir í liðinu þurfa að gera jafn mikið og ekki hægt að fela einhverja veikleika,“ segir Ingunn.

Nú taki við tveggja mánaða tímabil þar sem verulega verður tekið á við æfingarnar en að sögn Ingunnar eru þau öll sex í liðinu með brennandi áhuga á CrossFit og starfa öll sem CrossFit þjálfarar í Sporthúsinu. Það fari því saman hjá þeim vinnan og áhugamálið.

BJÖRGVIN KARL GUÐMUNDSSON

Tekið á því á Evrópumótinu
Tekið á því á Evrópumótinu
íslenskur sigur í höfn á Evrópumótinu
íslenskur sigur í höfn á Evrópumótinu
CrossFitSport hópurinn
CrossFitSport hópurinn
Daði, Kolbrún James, Fríða, Davíð og Þuríður, eru Evrópumeistarar í …
Daði, Kolbrún James, Fríða, Davíð og Þuríður, eru Evrópumeistarar í CrossFit.
Annie Mist í Vogue.
Annie Mist í Vogue. Ljósmynd/Vogue
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert