Pawel fær frelsisverðlaun Kjartans

mbl.is/Hjörtur

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur ákveðið að veita Pawel Bartoszek og Rannsóknarsetri um Nýsköpun og Hagvöxt, RNH, Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar 2014. SUS hefur afhent verðlaunin á hverju ári frá árinu 2007. Þau hljóta einn einstaklingur og einn lögaðili, sem að mati stjórnar SUS hafa aukið veg frelsishugsjónarinnar á Íslandi.

Í rökstuðningi segir að Pawel Bartoszek séu veitt verðlaunin fyrir áralanga frelsisbaráttu sína. „Pistlaskrif Pawels hafa vakið verðskuldaða athygli og honum tekist að hafa mikil og góð áhrif á opinbera umræðu. Óhætt er að segja að frelsisunnendur eigi fáa eins góða málsvara og Pawel. Hann hefur verið óhræddur við að taka slaginn á opinberum vettvangi, sama hvort málstaðurinn teljist vera vinsæll eða óvinsæll, og er traustur málsvari einstaklingsfrelsisins.

Pawel, sem er Íslendingur af pólskum uppruna, á einnig þakkir skildar fyrir skrif sín um æskuárin sín í Póllandi. Þar varpar hann á skemmtilegan hátt ljósi á kommúnistastjórn Wojceicj Jaruzelski, síðasta leiðtoga Alþýðuveldisins Póllands.“

Þá er Rannsóknarsetri um nýsköpun og hagvöxt veitt Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar fyrir hið öfluga starf sem rannsóknarsetrið hefur unnið í þágu frelsisins undanfarin ár. Í rökstuðningi segir að tilgangur RNH sé að rannsaka hvað örvi og hindri nýsköpun og hagvöxt. Í rannsóknum stofnunarinnar sé sérstaklega beint sjónum að því, hvernig menn geti með sjálfsprottinni samvinnu, viðskiptum í stað valdboðs, fullnægt þörfum sínum og bætt kjörin.

„RNH hefur staðið fyrir fjölmörgum ráðstefnum og erindum, og fengið til landsins marga erlenda fræðimenn og áhugamenn um frelsi til þess að flytja erindi fyrir Íslendinga um gildi frelsisins. Þá sinnir RNH einnig rannsóknastarfi á sviðum sem tengjast sköttum og tekjudreifingu, auðlindanýtingu og umhverfisvernd og nýsköpun og framkvæmdamenn. Auk þess hefur RNH fjallað á öflugan hátt um minningu fórnarlambanna, þeirra sem létust vegna alræðisstefna 20. aldar.“

Fyrri verðlaunahafar:

2007: Andri Snær Magnason og Andríki

2008: Margrét Pála Ólafsdóttir og Viðskiptaráð Íslands

2009: Davíð Scheving Thorsteinsson og Hugmyndaráðuneytið

2010: Brynjar Nielsson og InDefence

2011: Ragnar Árnason og Advice

2012: Hannes Hólmsteinn Gissurarson og AMX

2013: Gunnlaugur Jónsson og Samtökin '78

Pawel Bartoszek
Pawel Bartoszek
mbl.is

Innlent »

Sækist eftir embætti 2. varaforseta ASÍ

09:14 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, gefur kost á sér í embætti 2. varaforseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í næstu viku. Meira »

Landsmenn stefna í 436 þúsund

09:07 Ætla má að íbúar landsins verði 436 þúsund árið 2067 samkvæmt miðspá Hagstofunnar um þróun mannfjöldans. Til samanburðar var mannfjöldinn 348 þúsund 1. janúar 2018. Meira »

Ráðgjafanefnd um blóðabankaþjónustu

08:57 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu.  Meira »

Bjarg óskar eftir samstarfi við sveitarfélög

08:50 Bjarg íbúðafélag hefur óskað eftir viðræðum við Garðabæ, Mosfellsbæ, Kópavog og Seltjarnarnes um lóðir og stofnframlag vegna byggingar almennra íbúða í bæjarfélögunum. Bjarg er húsnæðissjálfseignastofnun, stofnuð af ASÍ og BSRB. Meira »

Níða Jón Steinar á lokuðu vefsvæði

08:35 „Þetta er fólk sem greinilega kýs að taka enga ábyrgð á skoðunum sínum og tjáningu jafnvel þó að einhverjar þúsundir manna hlusti á,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar fer hann yfir ummæli sem hafa fallið á lokuðu vefsvæði á Facebook um hann. Meira »

Herskip NATO áberandi í höfnum

08:18 Herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins, NATO, eru um þessar mundir áberandi í höfnum á höfuðborgarsvæðinu. Eru skipin hingað komin vegna Trident Juncture, umfangsmestu heræfingar Atlantshafsbandalagsins frá árinu 2015, sem haldin verður á Norður-Atlantshafi og í Noregi á næstunni. Meira »

Óraunhæfar launakröfur hafi veikt gengið

07:57 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir tilkynningar frá áhyggjufullum félagsmönnum streyma inn út af veikingu krónu. Meira »

Lægra þorskverð en krafa um hærri laun

07:37 „Stórsókn er hafin af hálfu verkalýðshreyfingarinnar í baráttu fyrir hækkun lágmarkslauna,“ sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í ræðu á aðalfundi í gær. Meira »

Engin skotfæri leyfð á æfingunni

07:19 Lögreglan á Suðurlandi segir að í dag og á morgun muni hópar bandarískra hermanna vera með gönguæfingar í Þjórsárdal. Hermenn þessir verða klæddir í hermannafatnað og bera vopn, óhlaðin, en engin skotfæri eru leyfð á þessari æfingu. Meira »

Spá allt að 40 m/s

06:58 Varað er við miklu hvassviðri í nótt og á morgun. Útlit er fyrir suðvestan 15-23 metra á sekúndu en vindhviður til fjalla, einkum á Vestfjörðum, Tröllaskaga og á Austfjörðum, geta náð allt að 40 m/s seint annað kvöld. Meira »

34% keyptu kókaín

05:30 Verð á sterkum verkjalyfjum „á götunni“ hefur lækkað undanfarna mánuði. Þetta kemur fram í mánaðarlegri könnun SÁÁ á verðlagi á ólöglegum vímuefnum. Meira »

Hættir að þjónusta göng um Húsavíkurhöfða

05:30 Vegagerðin hefur tilkynnt sveitarstjórn Norðurþings að hún muni hætta að þjónusta göngin um Húsavíkurhöfða um næstu mánaðamót. Verður því væntanlega slökkt á lýsingu í göngunum og enginn snjór mokaður í vetur. Meira »

Yfir 5.000 farþegar frá Bretlandi

05:30 Breska ferðaskrifstofan Super Break mun meira en tvöfalda flugframboð sitt frá Bretlandi til Akureyrar í vetur. Hún fjölgar ferðum þannig að ferðatímabilið verður lengra og notar einnig heldur stærri flugvélar. Meira »

Brunatrygging lausafjár gegn náttúruhamförum

05:30 Mikilvægt er að fólk sé með lausafé brunatryggt vilji það fá bætt tjón á innbúi og lausafé vegna náttúruhamfara.  Meira »

Geiteyri eignast Haffjarðará

05:30 Einkahlutafélagið Geiteyri hefur eignast eina þekktustu laxveiðiá landsins, Haffjarðará á Snæfellsnesi, að fullu.   Meira »

Tvær þyrlur á nýju ári

05:30 Landhelgisgæsla Íslands tekur á móti tveimur nýlegum leiguþyrlum á næsta ári. Þyrlurnar koma frá Noregi og eru af gerðinni Airbus H225 Super Puma, en þær munu koma í staðinn fyrir TF-GNA og TF-SYN. Meira »

Icelandair taldi gengið ósjálfbært

05:30 „Við höfum gert ráð fyrir að staða krónunnar undanfarin ár væri ósjálfbær. Við höfum átt von á einhverri veikingu. Hún er að koma fram núna,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group. Meira »

„Dónaskapur“ að fresta framkvæmdum

Í gær, 22:02 Bæjarráð Kópavogs hefur lýst yfir vonbrigðum með nýja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2033 og segir frestun á framkvæmdum við Arnarnesveg til ársins 2024 vera dónaskap. Meira »

„Algjörlega óboðleg vinnubrögð“

Í gær, 21:39 „Ég átta mig ekki á því hvort þetta sé einskært þekkingarleysi, eða hvort þeim finnist einfaldlega í lagi að breyta lögunum að eigin vild. Þetta eru náttúrulega algjörlega óboðleg vinnubrögð, í félagi sem fer með hagsmunagæslu okkar og á að starfa í umboði okkar, að það sé ekki meira gegnsæi til staðar.“ Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í okt ( kemur eftir cirka 4 vikur ) annars 329.000
Er á leiðinni færð á Tilboði 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eft...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...