Lýður og Sigurður sýknaðir

Lýður Guðmundsson.
Lýður Guðmundsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Lýð Guðmundsson og Sigurð Valtýsson af öllum kröfum ákæruvaldsins í svokölluðu VÍS-máli. Þeir voru báðir sakaðir um brot á lögum um hlutafélög og Lýður var ákærður fyrir umboðssvik, en hann var sakaður um að stefna fé VÍS í verulega hættu.

Sérstakur saksóknari ákærði þá Lýð og Sigurð 11. október á síðasta ári.

Lýður var ákærður fyrir brot á lögum um hlutafélög með því að hafa á árinu 2009, sem stjórnarformaður og prókúruhafi hlutafélagsins Vátryggingarfélag Íslands, látið félaga veita Sigurði, sem var þáverandi stjórnarmaður VÍS, óheimilt lán að fjárhæð 58,6 milljónir króna. Þann 3. febrúar 2009 var andvirði lánsins greitt inn á reikning Sparisjóðabanka Íslands þaðan sem fjármunum var veitt áfram inn á reikning Kaupthing Bank í Lúxemborg til lækkunar á skuld Sigurðar við þann banka. Þá samþykkti Lýður framlengingu á láninu sex sinnum, að því er segir í ákærunni. 

Lýður kvað fyrir dómi rangt að hann hefði látið VÍS veita Sigurði lánið. Í dómi héraðsdóms segir, að verknaðarlýsing í fyrsta kafla ákærunnar hafi ekki á stoð í gögnum málsins að nægi gegn neitun Lýðs og framburði vitnis til þess að ákæruvaldið hafi axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli. Þykir ákæruvaldið hvorki hafa fært sönnur á þær fullyrðingar sínar að Lýður hafi á árinu 2009 látið VÍS lána Sigurði óheimilt lán að fjárhæð 58,6 milljónir né samþykkt framlengingu á láninu sex sinnum. 

Sigurður var ákærður fyrir brot á lögum um hlutafélög með því að hafa sem stjórnarformaður og prókúruhafi VÍS ítrekað látið félagið veita einkahlutafélaginu Korki óheimil lán. Fram kom í ákærunni, að Korkur hefði verið beint og síðar óbeint í helmingseigu Lýðs auk þess sem Lýður gegndi stöðu framkvæmdastjóra Korks allan tímann sem ákæran tekur til. Sigurður lét m.a. VÍS veita Korki lán í sex skipti sem hljóðuðu upp á 15 til 50 milljónir króna.

Sigurður neitaði fyrir dómi að hann hefði tekið ákvörðun um sex lán til Korks og greindi frá því að annar maður, Bjarni Brynjólfsson, sem er  fyrrverandi framkvæmdastjóri eigin viðskipta Exista, hefði tekið ákvörðun um lánin. Bjarni mætti sem vitni og útilokaði hann ekki að hafa tekið ákvörðum um og gengið frá lánunum til Korks án þess að spyrja nokkurn annan að því. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að Sigurður hafi átt þátt í lánveitingunum eins og lýst sé í ákærunni. Það er því mat dómsins að verknaðarlýsing í öðrum kafla ákærunnar hafi ekki þá stoð í gögnum málsins að nægi gegn neitun Sigurðar og framburði vitnisins til að ákæruvaldið hafi axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli.

Þá var Lýður ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa í janúar 2009 misnotað aðstöðu sína, sem stjórnarformaður og prókúruhafi VÍS, þegar hann fór út fyrir heimildir sínar og stefndi fé VÍS í verulega hættu með því að láta VÍS kaupa skuldabréf af svila Sigurðar fyrir 24 milljónir króna, þrátt fyrir að kaupin gengju gegn fjárfestingarstefnu VÍS, væru í andstöðu við hagsmuni félagsins og án þess að stjórn VÍS væri upplýst um kaupin. 

Lýður neitaði fyrir dómi að hafa gefið heimild fyrir kaupum á skuldabréfinu. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að verknaðarlýsingin í þriðja kafla ákærunnar hafi ekki þá stoð í gögnum málsins að nægi gegn neitun Lýðs og framburðum þriggja vitna til að ákæruvaldið hafi axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvílir.

Lýð var ennfremur ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa í febrúar 2009 misnotað aðstöðu sína þegar hann fór út fyrir heimildir sína og stefndi fé VÍS í verulega hættu með því að láta VÍS kaupa skuldabréf af einkahlutafélagi, sem var í eigu Svila Sigurðar, að fjárhæð 34,7 milljónir, þrátt fyrir að kaupin gengju gegn fjárfestingarstefnu VÍS.

Lýður bar fyrir dómi að hann vissi ekkert um kaup VÍS á skuldabréfinu og hefði ekki vitað neitt um félagið, eignir þess eða skuldir. Héraðsdómur kemst enn og aftur að sömu niðurstöðu, þ.e. að verknaðarlýsing í þessu kafla ákærunnar hafi ekki þá stoð í gögnum málsins að nægi gegn neitun Lýðs og framburðum tveggja vitna til að ákæruvaldið  hafi axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli.

Þá var Lýður ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa í október 2009 misnotað aðstöðu sína er hann fór út fyrir heimildir sínar og stefndi fé VÍS í verulega hættu með því að láta VÍS kaupa samtals 40% hlutafjár í fyrrgreindu einkahlutafélagi fyrir 150 milljónir króna, þrátt fyrir að kaupverðið væri of hátt miðað við stöðu félagsins. Þá gengu kaupin gegn fjárfestingarstefnu VÍS og voru í andstöðu við hagsmuni VÍS.  

Í dómi héraðsdóms segir, að hvorki verði ráðið af framburði vitna fyrir dómi né af gögnum málsins að Lýður hefði í krafti stöðu sinnar hjá VÍS látið VÍS kaupa 40% hlutafjár í félaginu fyrir 150 milljónir með því að hafa misnotað aðstöðu sína og farið út fyrir sínar heimildir. Það er því mat dómsins að verknaðarlýsingin í ákærunni fái ekki stoð í gögnum málsins að nægi gegn neitun Lýðs og framburði þriggja vitna til að ákæruvaldið hafi axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli.

Ekki hefur verið tekið ákvörðun hvort ákæruvaldið áfrýi dómnum til Hæstaréttar.

Sigurður Valtýsson.
Sigurður Valtýsson.
mbl.is

Innlent »

Plast á víð og dreif um urðunarstöð

18:40 Í myndskeiði af urðunarstöð í Fíflholti á Mýrum má sjá plast á víð og dreif. Framkvæmdastjóri urðunarstöðvarinnar segir að það sé vanalegt en að það sé engu að síður vandamál. Meira »

14.500 tonna aukning verði í áföngum

18:29 Skipulagsstofnun telur að efni séu til að kveða á um að framleiðsluaukning laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði verði gerð í áföngum. Framleiðslan verði þannig aukin í skrefum og að reynsla af starfseminni og niðurstöður vöktunar stýri ákvörðunum um að auka framleiðslu frekar. Meira »

Spyr hvort þvinga eigi orkupakkann í gegn

18:21 Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar furðuðu sig á því að umræða um útlendinga og lagafrumvarp dómsmálaráðherra um alþjóðlega vernd og brottvísunartilskipun hafi verið tekið af dagskrá þingfundar, einungis rúmum klukkutíma eftir að greidd voru atkvæði um dagskrá þingfundar. Meira »

„Allir bestu vinir á Múlalundi“

17:52 „Það eru allir bestu vinir á Múlalundi, þetta er svo góður félagsskapur,“ segir Þórir Gunnarsson, starfsmaður á Múlalundi en vinnustofan fagnar nú 60 ára afmæli. Vinnustaðurinn leikur stórt hlutverk í lífi margra og fjölmargir gestir mættu í afmælisveislu sem haldin var í dag. Meira »

Endurupptökubeiðnin hefur verið send

17:04 Íslenska ríkið hefur sent yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu beiðni um að Landsréttarmálið svokallaða verði endurskoðað. Ekki verður gripið til frekari aðgerða í málinu fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort yfirdeild MDE taki málið upp að nýju. Meira »

Sagði stoðir alþjóðlegs samstarfs titra

16:47 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir spurði Katrínu Jakobsdóttur að því, í óundirbúnum fyrirspurnatíma, hvernig Katrín ætlaði að beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar fyrir því að „úrtöluraddir um þátttöku Íslands í dýrmætu alþjóðasamstarfi“ næðu ekki yfirhöndinni með „vafasömum áróðri“. Meira »

Fleiri fengu fyrir hjartað eftir hrun

16:24 Efnahagshrunið hafði áhrif á hjartaheilsu Íslendinga. Bæði hjá körlum og konum en meiri hjá körlum. Áhrifin voru bæði til skemmri tíma og til lengri tíma eða allt að tveimur árum eftir hrun. Meira »

Halldór Blöndal endurkjörinn formaður SES

16:11 Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis, var endurkjörinn formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna á aðalfundur SES sem fram fór 8. maí síðastliðinn. Halldór hefur setið sem formaður SES síðan árið 2009. Meira »

Ein málsástæðna Sigurjóns nóg

15:55 Einungis er tekin afstaða til einnar af mörgum málsástæðum sem endurupptökubeiðandinn Sigurjón Þorvaldur Árnason teflir fram í beiðnum hans um endurupptöku vegna hæstaréttarmála sem hann var dæmdur í í október 2015 og febrúar 2016. Meira »

Breytt fjölmiðlafrumvarp lagt fram

15:35 Fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur verið lagt fram á Alþingi. Ráðherra mun mæla fyrir frumvarpinu á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að nokkru frábrugðið frumdrögum þess á fyrri stigum málsins. Meira »

„Kemur verulega á óvart“

15:30 „Þetta kemur mér verulega á óvart. Mér fannst mjög skemmtilegt að vera tilnefnd, en átti alls ekki von á því að vinna enda flottar bækur tilnefndar til verðlaunanna í ár – sem helgast af því að 2018 var mjög sterkt ljóðaár, “ segir Eva Rún Snorradóttir sem fyrr í dag hlaut Maístjörnuna. Meira »

Áfrýjar dómi fyrir brot gegn dætrum

15:29 Karlmaður sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni og dóttur í Héraðsdómi Reykjaness í apríl hefur áfrýjað 6 ára dómi sínum til Landsréttar. Eiginkona hans hefur ekki enn áfrýjað dóminum. Meira »

„Ég hef verið heppinn“

15:05 „Ég er þakklátur og glaður og ég hef verið heppinn. Það hefur gengið nokkuð vel og ég hef aldrei orðið fyrir manntjóni og það er ekki sjálfgefið,“ segir Ólafur Helgi Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli, sem látið hefur af störfum eftir fjörutíu ár um borð í skipinu. Meira »

Eftir að taka skýrslu af 5 farþegum

15:00 Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á rútuslysinu á Suðurlandsvegi í Öræfum 16. maí síðastliðinn miðar vel. Búið er að taka skýrslu af öllum farþegum og ökumanni að undanskildum fimm einstaklingum vegna rannsóknarinnar. Meira »

Níu hljóta styrk frá Fulbright

14:59 Fulbright-stofnunin á Íslandi veitir á ári hverju styrki til íslenskra og bandarískra náms- og fræðimanna. Móttaka íslenskum styrkþegum til heiðurs var haldin í dag í Ráðherrabústaðnum að viðstaddri Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Meira »

16 ára á 120 með mömmu í farþegasætinu

14:39 Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði 16 ára dreng á tæplega 120 km hraða skammt austan við Vík síðastliðinn laugardag. Var móðir drengsins í farþegasætinu og ungt barn í aftursætinu, að því er fram kemur í Facebook-færslu lögreglunnar. Meira »

Þrír ákærðir fyrir nauðgun

14:36 Þrír karlmenn hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir að nauðga stúlku í febrúar 2017 í þremur herbergjum húsnæðis í Reykjavík. Í ákæru kemur fram að mennirnir hafi beitt stúlkuna ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand hennar og yfirburðastöðu sína. Meira »

Hatarar spenntir að snúa heim

14:35 Íslenski Eurovision-hópurinn er lentur á Heathrow-flugvelli og bíður þess í ofvæni að taka flugið heim til Íslands, segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins Meira »

„Vekjaraklukka sem ætti að vekja okkur öll“

14:23 Skólastjórnendur segja leyfisóskum foreldra vegna fría hafa aukist á síðustu árum, foreldrar hafa of rúmar heimildir til að fá leyfi fyrir börn sín og þeir eru hlynntir því að sett verði viðmið um fjölda daga um leyfisveitingu vegna fría á skólatíma. Þetta kemur fram í nýrri könnun á skólasókn grunnskólanemenda. Meira »
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
fágætar bækur til sölu
til sölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum ...
Vor í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...