Hluta Sæbrautar lokað vegna hjólreiðakeppni

Íslensku hjólreiðakonurnar María Ögn Guðmundsdóttir og Birna Björnsdóttir munu keppa …
Íslensku hjólreiðakonurnar María Ögn Guðmundsdóttir og Birna Björnsdóttir munu keppa í kvöld ásamt mörgföldum heimsmeistara Hanka Kupfernagel frá Þýskalandi. Þær hittust og fóru yfir málin í Hörpunni í gær.

Hluta Sæbrautar verður lokað þegar hjólreiðakeppnin Alvogegn Midnight Time Trial fer fram í kvöld. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, setur keppnina kl. 19 í kvöld við Hörpu.

Um 100 bestu hjólreiðamenn landsins munu taka þátt auk erlendra keppenda.

Sæbraut verður lokuð fyrir umferð á meðan keppnin stendur yfir, þ.e. frá Hörpu að gatnamótunum við Laugarnesveg, en keppninni á að ljúka um kl. 21 í kvöld.

Alvogen Midnight Time Trial er tileinkað réttindum barna og renna þátttökugjöld óskert til neyðarsöfnunar UNICEF til hjálpar börnum í Suður-Súdan. Að lokinni keppni munu hefjast styrktartónleikar Alvogen og UNICEF í Hörpu.

Nánari upplýsingar um keppnina.

mbl.is