SIF kölluð heim vegna Bárðarbungu

TF-SIF hefur verið kölluð heim til að hafa eftirlit með …
TF-SIF hefur verið kölluð heim til að hafa eftirlit með stöðu mála í norðanverðum Vatnajökli. mbl.is/Árni Sæberg

Landhelgisgæslan hefur ákveðið að kalla eftirlitsflugvélina TF-SIF heim frá útlöndum vegna aðstæðna í norðanverðum Vatnajökli. Flugvélin er nú við landamæragæslu í sunnanverðu Miðjarðarhafi, en er væntanleg til landsins eftir hádegi á morgun, þriðjudag.

TF-SIF er búin ratsjám, myndavélum og öðrum tækjabúnaði sem hentar mjög vel til eftirlits með gosvirkni og hefur sá búnaður sannað gildi sitt við eldsumbrot, að sögn Gæslunnar.

mbl.is