Stórstjarna á hátindi ferilsins

Nú þegar innan við vika er þangað til aðdáendur Justins Timberlake geta farið að dilla sér við tónlist hans er undirbúningur í fullum gangi fyrir tónleikana sem fara fram í Kórnum í Kópavogi. Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari Senu, lofar tónleikagestum miklu sjónarspili frá stórstjörnu sem er á hátindi ferils síns.

Timberlake kemur til landsins með um hundrað manna föruneyti en auk þess mun á sjötta hundrað manna vinna við að undirbúa tónleikana og beina vefútsendingu frá þeim. Ísleifur segir að hvernig sem á það sé litið séu tónleikarnir þeir umfangsmestu sem haldnir hafi verið hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert