Skipið laust af strandstað

Frá strandstað í dag.
Frá strandstað í dag. mbl.is/Albert Kemp

Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer á flot nú í dag stuttu fyrir klukkan 11 en skipið strandaði í Fáskrúðsfirði þann 17. september. 

Var olíu dælt úr skipinu til þess að létta það. Í gær var gerð tilraun til þess að losa skipið af strandstaðnum en tókst það ekki. Það var því ákveðið að reyna aftur í dag og í þetta skiptið hafðist það. 

Verður skipið skoðað úti á firðinum og olíu dælt aftur á skipið áður en það verður dregið til hafnar. 

Skipið verður dregið til hafnar seinna í dag þegar olíu …
Skipið verður dregið til hafnar seinna í dag þegar olíu hefur verið dælt á það. mbl.is/Albert Kemp
mbl.is/Albert Kemp
mbl.is

Bloggað um fréttina