Dýrbítur gekk laus á Snæfellsnesi í sex daga

Dautt sauðfé. Svo virðist sem lömbin hafi flúið út í …
Dautt sauðfé. Svo virðist sem lömbin hafi flúið út í vatn til að verja sig.

Hundur drap að minnsta kosti sex lömb og særði fleiri á Snæfellsnesi í nýliðinni viku.

Hundurinn, sem var af tegundinni Husky, hafði komið af höfuðborgarsvæðinu en slapp frá eigendum sínum þegar þeir hleyptu honum út til að pissa á leið sinni um Snæfellsnes á sunnudaginn fyrir viku. Hundurinn hafði því gengið laus í sex daga þegar hann náðist síðasta laugardag.

Þóra Sif Kópsdóttir sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum í Borgarbyggð átti féð sem hundurinn drap. „Við vissum ekkert af því að hundurinn hefði sloppið þarna laus. En á miðvikudeginum finnst lamb dautt úti í miðjum læk í undarlegri stellingu. Það datt engum í hug að það væri eftir hund en sama dag sjáum við að það er auglýst á Facebook eftir hundi sem hafði hlaupið frá eigendum sínum á sunnudaginn nálægt því svæði sem féð okkar er á. Á föstudaginn kemur tengdafaðir minn að þar sem lamb er að skríða upp úr læk blóðugt á hálsinum,“ segir Þóra. Hún segir að þau hafi þá farið að leita að hundinum en ekki fundið hann, þau létu líka lögregluna vita.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »