Ekki byrjað að rannsaka

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að rannsókn á kæru Samkeppniseftirlitsins á hendur ellefumenningunum hjá Eimskip og Samskipum vegna meintra brota á samkeppnislögum væri ekki hafin.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ólafur Þór að þegar kærur berist embættinu fari þær í greiningu sem snúi að því að ákveða hvort rétt sé að hefja rannsókn eða ekki. Sé rannsókn ákveðin fari málið til rannsóknarhóps.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Eimskip og Samskipum hefði verið tilkynnt tilvist kærunnar í sumar. „Samkeppniseftirlitinu er ekki kunnugt um hvaðan upplýsingarnar bárust Kastljósi. Eðlilega verðum við núna að ganga úr skugga um það að upplýsingarnar hafi ekki borist frá okkur,“ sagði Páll Gunnar. Eimskip hefur falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem óskað verður eftir rannsókn á meintum leka á gögnum til Ríkisútvarpsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert