Nígería bjargaði vertíðinni

Makrílveiðar á Vigra RE 71.
Makrílveiðar á Vigra RE 71. mbl.is/Árni Sæberg

Opnun Nígeríumarkaðar liðkaði mjög fyrir sölu á makríl á nýliðinni vertíð. „Ég tel að almennt hafi gengið vel að selja á vertíðinni og verðið hafi verið ágætt,“ segir Teitur Gylfason, sölustjóri hjá Iceland Seafood.

Mikilvægasti markaðurinn er í Austur-Evrópu. Segir Teitur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að sala þangað hafi gengið ágætlega. „Ég hygg að enn séu einhverjar birgðir til en tel að ekki verði vandamál að selja þær á næstu tveimur til þremur mánuðum.“

Framboð af makríl jókst mjög vegna aukinna veiða í kjölfar samninga Norðmanna, Evrópusambandsins og Færeyinga. Teitur telur að salan hafi gengið vonum framar, miðað við þá staðreynd. Það hjálpaði mikið upp á sakirnar að þegar innflutningur var heimilaður á ný til Nígeríu, í lok júlí, voru allar birgðir þar uppseldar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert