„Fullnaðarsigur íslenskra neytenda“

„Ágreiningurinn í fyrstu spurningunni snerist aðallega um það hvort væri eðlilegt og í samræmi við skyldur lánveitanda, þegar kæmi að upplýsingagjöf til neytenda, að miða við 0% verðbólgu í greiðsluáætlun fyrir lánið út allan lánstímann í staðinn fyrir að miða við þekkt verðbólgustig á lántökudegi,“ segir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður manns sem höfðaði mál gegn Landsbankanum.

Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna spurninga Héraðsdóms Reykjavíkur um verðtryggingu var birt í morgun. Spurningunum var beint til EFTA-dómstólsins vegna mál mannsins gegn Landsbankanum.

Björn Þorri telur að um fullnaðarsigur íslenskra neytenda sé að ræða og álitið muni hafa áhrif á lán umbjóðanda hans og annarra. 

Ríkisstjórnin sagði að bankinn hefði gert rétt

„Landbankinn taldi sér það heimilt [að miða við 0% verðbólgu í greiðsluáætlun fyrir lánið út allan lánstímann] og ríkisstjórn Íslands studdi þann málstað mjög einarðlega, að bankinn hefði gert allt rétt og hefði staðið fullkomnlega eðlilega að útreikningunum. Þetta gerði ríkisstjórn Íslands þrátt fyrir að sú stofnun í stjórnsýslunni, Neytandastofa, sem hefur vald til þess að úrskurða um þetta, væri búin að komast að allt annarri niðurstöðu,“ segir Björn Þorri í samtali við mbl.is.

Björn Þorri bætir við að Alþingi hafi þá þegar verið búið að breyta lögunum og skylda lánveitendur til að miða við verðbólgu í útreikningunum. „Þá kemur samt ríkisstjórn Íslands og segir að það sé tómt rugl, það sé í raun og veru miklu betra vegna allri óvissunni í kringum verðtryggingarinnar að miða við 0% verðbólgu. Þetta er auðvitað stórmerkilegt.“

„Niðurstaðan varðandi þetta meginálitamál er sú að það samræmist ekki skyldum lánveitanda samkvæmt tilskipun nr. 87/102 að miða við 0% verðbólgu, heldur ber lánveitendum að upplýsa lántaka um verðbólguáhrifin í upphafi,“ segir Björn Þorri um niðurstöðu EFTA-dómstólsins.

Lánveitandi í raun að blekkja neytendur

„Þetta er svo mikilvægt vegna þess að við erum á þessum sameiginlega neytendalánamarkaði og hugmyndafræðin á bak við þetta er sú að að lántakendur eigi að geta gengið á milli lánveitanda og borið saman lánstilboð út frá útreikningum um árlega hlutafallstölu kostnaðar, sem er samræmd útreikniaðgerð sem öllum lánveitendum ber að fara eftir,“ segir Björn Þorri.

„Um leið og lánveitandi ákveður að undanskilja einhvern kostnað, einhverja þætti kostnaðarins, er hann í rauninni að blekkja neytendur til að taka sínum tilboðum, vitandi betur, vitandi að kostnaður verður hærri.“

Niðurstaðan muni hafa áhrif á lánið

Björn Þorri telur augljóst að álitið muni hafa áhrif á lán umbjóðanda síns. „Við skulum ekki gleyma því að við erum nýbúin að fara í gegnum þessa miklu flóru gengislánamála og þar hefur verið staðfest að lánveitendur sem hafa tekið hærri gjöld, hærri kostnað af neytendum, þeim ber að skila því sem þeir hafa ranglega tekið af lántökum og þá með vöxtum skv. ákvæðum vaxtalaganna.“

„Mér sýnist einsýnt að verðtryggingin falli bara hreinlega út, ég held að það gangi ekki að lánveitandi sem hefur þá blekkt lántakanda til að taka lán eins og dómstóllinn sagði, látið líta út fyrir að lánið væri óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Vextirnir voru breytilegir en síðan, þrátt fyrir að vextirnir lækkuðu, þá hækkaði bæði afborgunin og höfuðstólinn vegna verðtryggingaráhrifa.“

Þá telur Björn Þorri einnig að álitið muni hafa áhrif á fleiri lán, ef atvikin eru með sambærilegum hætti. „Ég er mjög ánægður með þetta. Þetta er í rauninni fullnaðarsigur íslenskra neytenda þegar kemur að þessu álitaefni.“

Fréttir mbl.is:

Tekist á um lögmæli verðtryggingar

Í andstöðu við hagsmuni stjórnvalda

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

Í gær, 23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

Í gær, 21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

Í gær, 21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

Í gær, 21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

Styrktarmót knattspyrnukvenna

Í gær, 21:10 „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Meira »

Örlæti og hjartagæska

Í gær, 20:55 Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jólagjafaleiðangur til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn laugardag. Meira »

Að halda áfram og gefast ekki upp

Í gær, 20:32 „Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Meira »

Ánægja meðal verslunarfólks

Í gær, 20:18 „Það var aðeins smá lægð eftir þessa stóru daga,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, og á við stóra afsláttardaga á borð við Svartan föstudag. Síðan þá segir hún jólaverslunina hafa tekið vel við sér og stefni í svipaða sölu og var í fyrra sem var mikil. Meira »

Nokkur ár á teikniborðinu

Í gær, 20:03 „Ég reyni að hafa þetta einfalt, enda er það best og árangursríkast,“ segir Nökkvi Gunnarsson, einn fremsti golfkennari landsins sem gaf út bókina GæðaGolf á dögunum. Meira »

344 ný mál fyrstu 9 mánuðina

Í gær, 19:54 Fyrstu 9 mánuði þessa árs komu 344 ný mál á borð Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Alls komu 235 málanna frá Reykjavík, 33 frá Kópavogi, 31 frá Hafnarfirði, 18 frá Garðabæ, 6 frá Mosfellsbæ og 2 frá Seltjarnarnesi. Meira »

Reykvísk börn læri meira í forritun

Í gær, 19:30 Framboð forritunarnáms og forritunarkennslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar mun aukast, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða af fulltrúm allra flokka á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag. Meira »

Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

Í gær, 18:20 Dómur í enn einu dómsmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, kenndum við Subway eða félögum í hans eigu, féll á föstudaginn sl. Þá dæmdi Landsréttur Skúla til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur til þrotabúsins þrátt fyrir að hann hefði ekki haft formlega stöðu í félaginu. Skiptastjóri þrotabúsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir niðurstöðuna mjög sjaldgæfa. Meira »

Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

Í gær, 17:56 Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg en búast má við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Meira »

Suðurlandsvegur opinn á ný

Í gær, 17:54 Tveir voru fluttir slasaðir til aðhlynningar í Reykjavík eftir árekstur nærri gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar síðdegis. Lögregla hefur nú rannsakað vettvang slyssins og búið er að opna Suðurlandsveg á ný. Meira »

Hafði farið ránshendi um fríhafnir

Í gær, 17:42 Karlmaður var handtekinn um helgina af lögreglumönnum í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum en hann hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnandi og á Írlandi og síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Ný samgöngumiðstöð færist nær

Í gær, 17:01 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu meirihlutans þess efnis að efnt verði til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins í Vatnsmýri með það að markmiði að þar rísi alhliða samgöngumiðstöð, sem einnig geti þjónað sem flugstöð Reykjavíkurflugvallar. Meira »

Rannsókn vopnaðs ráns á frumstigi

Í gær, 16:23 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vopnuðu ráni sem var framið í verslun Iceland í Glæsibæ í gærmorgun er á frumstigi. Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavél verslunarinnar en vegna tækniörðugleika bárust þær upptökur ekki fyrr en í dag. Ræninginn talaði erlent tungumál segja heimildir mbl.is. Meira »
Bækurnar að vestan slá í gegn!
Hvaða nýju bækur skyldu þetta nú vera? Brautryðjendur fyrir vestan, Að fortíð s...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...