Gerði Úranus meira spennandi

Mynd sem Björn vann af Úranusi sem sýnir meiri smáatriði ...
Mynd sem Björn vann af Úranusi sem sýnir meiri smáatriði en áður var hægt að greina. Hringurinn á miðju reikistjörnunnar er suðurpóll hennar en hún snýst á hliðinni miðað við hinar reikistjörnurnar. NASA/JPL-Caltech/Björn Jónsson

Ísrisinn Úranus er miklu meira spennandi en menn töldu þegar fyrstu myndir af honum bárust frá Voyager 2 árið 1986 þökk sé meðal annars myndvinnslu íslenska tölvunarfræðingsins Björns Jónssonar. Hann hefur unnið hátt í 30 ára gamlar myndir með tækni sem ekki var til þegar þær voru fyrst teknar.

Þegar Voyager 2, könnunarfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, flaug fram hjá Úranusi í janúar árið 1986 sendi það fyrstu nærmyndirnar af reikistjörnunni til jarðarinnar. Þær voru mönnum hins vegar töluverð vonbrigði. Þær sýndu fölbláleita kúlu sem skorti litrík og lagskipt einkenni gasrisanna Júpíters og Satúrnusar. Ekki var hægt að greina nein smáatriði í þokukenndum lofthjúpnum.

„Tölvur voru náttúrulega mjög frumstæðar á þessum tíma. Þá voru birtar myndir sem voru unnar á tölvum og með hugbúnaði þess tíma. Síðan núna undanfarin ár hef ég og ýmsir áhugamenn hér og þar um heiminn unnið þessar myndir upp á nýtt með nútímatölvum og hugbúnaði sem er margfalt öflugari en á þessum tíma. Með nýjum myndvinnsluaðferðum sem hafa uppgötvast á síðustu þrjátíu árum höfum við getað búið til miklu betri útgáfur af þessum myndum en var hægt að gera,“ segir Björn.

Útkoman er mynd sem sýnir mun fleiri smáatriði í lofthjúpi Úranusar en menn gátu greint á upphaflegu myndunum.

„Eftir þetta sáust ljós og dökk ský í lofthjúpnum greinilegar en áður en líka ský sem höfðu ekki sést áður,“ segir Björn.

Skrifaði eigin forrit til að leiðrétta fyrir snúningi Úranusar

Björn lagði saman um tuttugu myndir sem teknar voru á tíu klukkustunda tímabili dagana 16. og 17. janúar árið 1986. Þannig fæst skýrari mynd af einkennum lofthjúpsins en það kostaði hins vegar töluverða vinnu. Til þess að fá út eina mynd úr myndum sem teknar voru yfir langt tímabil þar sem bæði reikistjarnan og lofthjúpurinn var að snúast þurfti Björn að leiðrétta fyrir möndulsnúningi Úranusar og þekktum vindhraða í lofthjúpnum.

Alls áætlar hann að hafa eytt um 20-40 klukkustundum yfir nokkurra vikna tímabil af frítíma sínum í að vinna myndirnar. Margt gat hann gert í myndvinnsluforritinu Photoshop en hann skrifaði einnig sín eigin forrit til þess að gera sérhæfða hluti eins og að leiðrétta fyrir möndulsnúningnum.

Á svipuðum tíma og Björn vann í myndunum beitti stjörnufræðingur við Arizona-háskóla aðeins frábrugðinni og flóknari aðferð til að vinna gamlar Voyager 2-myndir af Úranusi sem sýndi töluvert meira á sumum svæðum lofthjúpsins en það sem kom fram hjá Birni. Vinna þeirra beggja hefur nú breytt hugmyndum manna um reikistjörnuna.

„Úranus er miklu meira spennandi í útliti en leit út fyrst. Fyrst leit þetta mjög óspennandi út og sást eiginlega ekkert á myndunum. Það kemur í ljós við þessa vinnslu að það er þvert á móti heilmikið að sjá þarna,“ segir Björn. 

Úranus er sjöunda reikistjarnan í sólkerfi okkar, talið frá sólinni, og sú þriðja stærsta á eftir Júpíter og Satúrnusi. Eitt það forvitnilegasta við reikistjörnuna er að möndulhalli hennar er 98°. Það þýðir að hún snýst á hliðinni ólíkt hinum reikistjörnunum. Talið er að risaárekstur snemma í sögu sólkerfisins hafi velt Úranusi um koll.

Skýrasta myndin af stóra rauða blettinum

Myndirnar af Úranusi eru ekki þær einu sem Björn hefur unnið. Hann vann meðal annars nákvæmustu mynd sem gerð hefur verið af stóra rauða blettinum á Júpíter, stærstu reikistjörnu sólkerfis okkar, upp úr myndum sem Voyager 1 tók árið 1979.

Sú mynd var meðal annars notuð í stuttmynd Svíans Eriks Wernquist „Ferðalöngum“ sem birt var hér á mbl.is fyrir stuttu.

„Þessar gömlu myndir höfðu ekki áður verið unnar upp á nýtt í nútímatölvum og hugbúnaði en síðan hafa nokkrar myndir verið unnar, bæði af mér og fleirum,“ segir Björn.

Grein Björns um vinnslu sína á myndum af Úranusi á vef Planetary Society

Grein á Stjörnufræðivefnum um reikistjörnuna Úranus

Myndirnar sem Voyager 2 sendi til baka frá Úranusi sýndu ...
Myndirnar sem Voyager 2 sendi til baka frá Úranusi sýndu einsleitan og tilbrigðalausan fölbláan hnött. NASA/JPL/Voyager
Mynd Voyager 1 af stóra rauða blettinum sem Björn vann ...
Mynd Voyager 1 af stóra rauða blettinum sem Björn vann frekar. Hún er sú skýrasta sem fengist hefur af þessu helsta kennileiti gasrisans. NASA/JPL/Björn Jónsson
mbl.is

Innlent »

Sagður hafa rekið Eflingu af lóð hótelsins

08:33 Sólarhringsverkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti í nótt. Stéttarfélagið Efling vekur athygli á því á Facebook-síðu sinni nú í morgun að Ingólfur Haraldsson hótelstjóri Hótel Nordica hafi rekið Eflingu og hótelstarfsfólk út af lóð hótelsins. Meira »

Flug- og strætóferðum aflýst

08:25 Flugferðum innlands hefur verið aflýst og eins falla niður ferðir hjá Strætó vegna mjög slæmrar veðurspár. Aftakaveðri er spáð víða á landinu og mikilli röskun á samgöngum. Meira »

Verslun í Norðurfirði í vor

08:18 „Það er talsverður áhugi á þessu. Það bárust sex til átta umsóknir og fyrirspurnir eftir að við þreifuðum fyrir okkur á Facebook, en nú ætlum við að birta formlega auglýsingu í blöðununum og þá skýrist betur hve margir hafa áhuga á þessu starfi,“ segir Arinbjörn Bernharðsson, stjórnarformaður Verzlunarfjelags Árneshrepps. Meira »

Þungt högg í humarveiðum og -vinnslu

07:37 Mikill samdráttur í humarveiðum hefur mikil áhrif á rekstur fyrirtækja á Höfn í Hornafirði, Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum. Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf., sem stundar humarveiðar frá Þorlákshöfn og vinnslu í landi, segir ljóst að höggið sé þungt. Meira »

Lokað vegna óveðurs

06:58 Fjarðarheiði er lokuð vegna óveðurs og hið sama gildir um Hófaskarð, Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi víða um land. Meira »

Aftakaveður á leiðinni

06:46 Kröpp og óvenjudjúp lægð skammt suður af landinu hreyfist allhratt norðaustur. Lægðin sú arna veldur norðan- og norðaustanstormi eða -roki og blindhríð fyrir norðan og austan. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð mikilli snjókomu síðdegis og það geti haft áhrif á umferðina. Meira »

4.100 unglingar á einum stað

06:16 Stærsta unglingaskemmtun landsins fer fram í Laugardalshöll um helgina þegar 4.100 unglingar og 400 starfsmenn úr félagsmiðstöðvum landsins koma saman til þess að skemmta sér á SamFestingnum, árlegri hátíð Samfés. Meira »

Leituðu gluggagægis

05:56 Lögreglunni barst tilkynning um gluggagægi í hverfi 111 en þrátt fyrir leit að manninum fannst hann ekki. Bifreið var bakkað ofan í húsgrunn í hverfi 203 en engin slys urðu á fólki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Metfjöldi í Landgræðsluskóla SÞ

05:30 Alls er nú 21 nemandi skráður í Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem hófst fyrir skömmu, en um er að ræða árlegt sex mánaða námskeið. Aldrei fyrr hafa jafn margir nemendur verið skráðir á námskeiðið. Meira »

Hægja á uppbyggingunni

05:30 Fjárfestar hafa hægt á markaðssetningu nýrra íbúða í miðborg Reykjavíkur. Með því hafa þeir brugðist við óvissu í efnahagsmálum. Kjaramálin og erfið staða flugfélaganna vega þar þungt. Meira »

Boðvald stéttarfélaga nær til félagsmanna

05:30 „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur að geyma ákvæði um félagafrelsi. Í því felst að þú getur verið í því félagi sem þú vilt og staðið utan þess félags sem þú vilt,“ segir Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. Hann sagði að hluti rútubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu væri hvorki félagar í Eflingu né VR. Meira »

Kvörtuðu undan óþægindum

05:30 „Þetta byrjaði með því að starfsmenn kvörtuðu undan óþægindum og urðu sumir þeirra veikir. Í kjölfar þess var ákveðið að láta skoða málið,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Önnur flugfélög að falla á tíma

05:30 Sérfræðingar á flugmarkaði voru tregir til að koma fram undir nafni til að ræða viðræður Icelandair og WOW air. Þeir voru sammála um að öll sund væru að lokast fyrir WOW air. Meira »

Verkfallið er hafið

00:04 Verkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra, sem stendur yfir í sólarhring, hófst núna á miðnætti.  Meira »

MAX í lykilhlutverki í ákvörðuninni

Í gær, 23:40 „Það að Icelandair séu tilbúnir að taka þráðinn upp að nýju er augljóslega keyrt áfram af óvissunni í kringum MAX-inn,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair, um viðræður Icelandair um aðkomu að rekstri WOW air sem hafnar eru að nýju. Meira »

Hugsað sem meira stuð

Í gær, 22:03 Fyrsta 4cross-hjólreiðamótið sem haldið hefur verið í Hlíðarfjalli fer fram á laugardag en Ágúst Örn Pálsson mótsstjóri segir að brautin sé stutt og að keppnisfyrirkomulag eigi að vera skemmtilegt, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Meira »

Freista þess að keyra flugfarþega

Í gær, 21:44 „Við erum búin að undirbúa okkur og gerum ráð fyrir að vinna eftir plani,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segir vonbrigði að ekki hafi tekist að aflýsa verkföllunum. Meira »

Icelandair hefur viðræður við WOW air

Í gær, 21:22 Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Meira »

Fá lóðir fyrir 153 íbúðir

Í gær, 20:53 Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, og Búseti húsnæðissamvinnufélag fá lóðir fyrir 153 íbúðir í næsta áfanga í Bryggjuhverfinu. Bæði félögin eru óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í mars/april í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum pot...