Carcary mættur í Hæstarétt

Scott James Carcary huldi sig við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi.
Scott James Carcary huldi sig við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi. mbl.is

Scott James Carcary var sjálfur mættur í Hæstarétt í morgun þar sem mál hans verður tekið fyrir. Carcary var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra fyrir að hafa orðið fimm mánaða gamalli dóttur sinni að bana 17. mars 2013. Þá var honum gert að greiða íslenskri móður barnsins þrjár milljónir króna í bætur.

Scott James Carcary var ákærður fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás með því að hrista dótt­ur sína svo harka­lega að hún hlaut blæðingu í heila sem leiddi til dauða henn­ar. Ítar­lega var fjallað um aðalmeðferð máls­ins á mbl.is og má finna um­fjöll­un­ina hér.

Sam­kvæmt því sem kom fram við aðalmeðferð máls­ins fór móðir barns­ins til nokk­urra klukku­stunda vinnu rétt fyr­ir sex sunnu­dag­inn 17. mars 2013. Eft­ir rúma klukku­stund leitaði Scott James til ná­granna sinna þar sem barnið var meðvit­und­ar­lítið.

Rík­is­sak­sókn­ari sagði að við mat á sönn­un skipti máli framb­urður sér­fræðilækn­is sem fram­kvæmdi aðgerð á barn­inu að kvöldi 17. mars. Hann hafi séð að bláæðar voru rofn­ar í höfði barns­ins og bláæðateng­ing­ar voru einnig í sund­ur. „Þegar þær teng­ing­ar eru rofn­ar þá safn­ast blæðing­in fyr­ir og æðarn­ar fara í sund­ur um leið og barnið er hrist,“ sagði Sig­ríður J. Friðjóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari.

Þá kom fram að það væri mat lækn­is­ins að þegar barnið var hrist svona harka­lega og fékk þenn­an áverka þá hafi ekki liðið nema nokkr­ar mín­út­ur þar til meðvit­und þess skert­ist. Óum­deilt sé í mál­inu að Scott James var einn með dótt­ur sína þessa klukku­stund, því komi ekki aðrir til greina.

Carcary fer fram á það fyrir Hæstarétti að hann verði sýknaður af öllum kröfum en til vara að refsingin verði lækkuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert