„Shaken-baby“-máli vísað frá

Hæstiréttur Íslands féllst í dag á kröfu saksóknara um að …
Hæstiréttur Íslands féllst í dag á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptöku á svokölluðu „shaken baby“-máii. mbl.is/Golli

Hæstiréttur hafnaði í morgun endurupptöku á svokölluðu  „shaken-baby“-máli. Sveinn Andri Sveins­son, lögmaður Sig­urðar Guðmunds­son­ar sem dæmd­ur var fyr­ir að hafa valdið dauða ung­barns á dag­gæslu í Kópa­vogi árið 2001, segir það miður að málið komist ekki til efnislegrar meðferðar. Sigurður var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. 

End­urupp­töku­nefnd samþykkti árið 2015 beiðni Sig­urðar um end­urupp­töku 18 mánaða dóms sem hann hlaut í Hæsta­rétti í apríl 2003 fyr­ir að eiga að hafa verið vald­ur dauða níu mánaða barns með því að hrista það. Byggði nefnd­in ákvörðun sína á niður­stöðu dóm­kvadds mats­manns, dr. Waney Squier, og um­sögn rétt­ar­meina­fræðings­ins Þóru Stef­fen­sen sem krufði barnið á sín­um tíma. Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur dregið þá niður­stöðu í efa.

Eftir að ákvörðun Hæstaréttar lá fyrir sagði Sveinn Andri að það sé hins vegar engin ástæða til að stoppa núna. Næstu skref eru hins vegar óákveðin að hans sögn en hann á eftir að kynna sér úrskurðinn í heild sinni.

Sakarkostnaður vegna málsins, alls þrjár milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert