Lögmenn horfist í augu við sjálfa sig

Frá aðalmeðferð í Al Thani-málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá aðalmeðferð í Al Thani-málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Eggert

Arnar Þór Jónsson, lektor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, telur aðspurður að dómurinn í Kaupþingsmálinu hafi ótvírætt fordæmisgildi. „Ég held að það sé enginn vafi á því. Málið er gríðarlega vel unnið af hálfu Hæstaréttar. Rétturinn hefur plægt í gegnum frumgögn málsins og byggir niðurstöðuna á mati á þeirri mynd sem þar birtist. Hæstiréttur hefur verkað þetta mál alveg ofan í kjölinn og velt við hverjum steini. Ég tel ljóst að við getum leyft okkur að draga þá ályktun að málið muni að sjálfsögðu hafa mikið vægi ef horft er til framtíðar.“

– Hvers vegna hefur málið mikið fordæmisgildi?

„Í fyrsta lagi varðar þetta mjög mikla hagsmuni og brotin teljast því með samsvarandi hætti sérlega alvarleg. Í öðru lagi er dómurinn sérlega vandaður og vel ígrundaður, svo sem ég nefndi áðan. Í þriðja lagi má ekki vanmeta þá staðreynd að hér hefur þetta stóra mál verið leitt til efnislegrar niðurstöðu. Ég vil skýra þetta síðasta atriði örlítið nánar. Dómsforsendurnar greina glögglega hvernig þess hefur verið freistað af hálfu ákærðu að leita allra ráða til að standa í vegi fyrir því að leyst verði efnislega úr þeim brotum sem þeim var gefið að sök að hafa framið. Út frá sjónarhóli ákærðu er það vissulega skiljanlegt og réttarríkið þarf vissulega að gæta þess að sakaðir menn fái haldið uppi réttmætum vörnum,“ segir Arnar Þór.

Arnar Þór Jónsson.
Arnar Þór Jónsson.

Standi undir meginverkefninu

Hann heldur áfram: „Að þessu sögðu skiptir ekki minna máli fyrir hagsmuni réttarríkisins að réttarkerfið geti staðið undir því meginverkefni sem því er ætlað, þ.e. að dómstólar leysi efnislega úr lagalegum ágreiningi þannig að bundinn sé endi á þrætuna. Ef dómstólar standa ekki undir þessu hlutverki þá getur það valdið margháttuðum skaða. Við getum horft margar aldir aftur í tímann þessu til staðfestingar. Nefna má Njálssögu til dæmis. Megingagnrýni höfundar Njálu á lögin og réttarkerfi þess tíma er að þau nái ekki utan um stærstu mál samtímans, sem fyrir vikið koðna niður í karp um tæknileg smáatriði. Dómur Hæstaréttar [í fyrradag] varðar með sanni eitt stærsta málið sem komið hefur upp í kjölfar bankahrunsins. Það er því mjög mikilvægt að fengist hafi efnisleg niðurstaða í málið. Það skiptir máli fyrir réttarkerfið í heild. Þetta hefur verið þolraun fyrir íslenska réttarkerfið sem ég tel að það hafi staðist.

Að lokum vil ég bæta því við að ég tel að Hæstiréttur Íslands hafi með dómi sínum í gær lyft spegli að ásjónu lögmannsstéttarinnar og ég tel að lögmenn geti ekki vikið sér undan því að horfa vel og lengi í þann spegil í þeim tilgangi að svara því gagnvart sjálfum sér og öðrum fyrir hvað þeir standa og hvað hugtakið ,,góðir lögmannshættir“ felur í reynd í sér,“ segir Arnar Þór.

Jókst eftir Baugsmálið

Hrafn Bragason, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur verjendur sakborninga í hrunmálum hafa gengið langt í málsvörn sinni. Sú framganga hafi færst í vöxt eftir að Baugsmálið komst í hámæli.

„Mér finnst sem eftir hrun hafi jafnvel bestu lögmenn, sem hafa alla virðingu manns, gengið ansi langt í sínum störfum fyrir menn sem hafa verið hafðir fyrir sök í þessum hrunsmálum,“ segir Hrafn.

Hrafn Bragason.
Hrafn Bragason.

Rifjaði Hrafn þá upp að þegar hann var dómari í Hæstarétti hafi Hafskipsmálið verið í algleymingi. Þá hafi borið á þeirri skoðun meðal lögmanna að lögfræðingar í málinu hafi gengið langt. Slík umræða hafi aftur komið upp í tengslum við Baugsmálið.

„Eftir hrunið og upp úr þessu Baugsmáli hefur þetta orðið algengara – og ég byggi þetta á engu nema tilfinningu – að menn hafi gengið dálítið langt í þessum stóru málum,“ segir Hrafn og nefnir tilraunir til að fá málum frestað, ellegar málsástæður fyrir frávísunarkröfum.

Hann telur aðspurður að slík framganga lögmanna sé ekki til framdráttar fyrir þjóðfélagið.

„Framganga af þessum toga er ekki gagnleg í hinu stóra samhengi. Ef lögmenn fara almennt að koma fram eins og upplýsingafulltrúar – og þetta fer að verða föst rútína fyrir þá sem er verið að verja – að þá held ég að gagnvart almenningi sé þetta ofurlítið erfitt. Hverju á almenningur sem er ekki inni í málum að trúa? Margir gera engan mun á lögmönnum og dómurum. Maður sér líka á skoðanakönnunum að tortryggni gætir gagnvart dómstólunum, sem ég held að sé engin ástæða til. Ég hef aldrei séð það gerast fyrir félaga mína [í dómarastétt] að þeir séu ekki að leggja sig fram fyrir dómstólana og komast að réttri niðurstöðu. Ég á því bágt með að átta mig á þessum viðhorfum og hvers vegna fólk virðist ekki treysta dómstólum. Traustið á þá virðist á niðurleið, samkvæmt skoðanakönnunum,“ segir Hrafn.

Megi aldrei villa fyrir um

Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, segir félagið og Lögmannafélag Íslands hafa fjallað um ýmis atriði sem lúta að störfum verjenda undanfarin ár. „Það hefur komið fram gagnrýni í röðum lögmanna á málsmeðferð fyrir dómstólum. Dómarar taka þessa gagnrýni alvarlega.

Þótt skipuðum verjanda beri að sjálfsögðu að gæta hagsmuna skjólstæðingsins til hins ýtrasta má það aldrei verða til þess að lögmaður taki þátt í að villa um fyrir dómstólum, eða að tefja fyrir greiðri málsmeðferð. Það er ein af skyldum lögmanna að stuðla að greiðri og góðri málsmeðferð, meðal annars í sakamálum. Það að tefja fyrir dómstólum við að leysa efnislega úr málum samrýmist ekki góðum lögmannsháttum. Ég get ekki lagt mat á það hvort um það var að ræða í þessu máli [Kaupþingsmálinu]. En auðvitað lá fyrir í því máli að tveir lögmenn voru sektaðir með vísan til þess að þeir hefðu tafið fyrir meðferð málsins,“ segir Skúli.

Skúli Magnússon.
Skúli Magnússon.

Ótvírætt fordæmisgildi dóms

• Lektor bendir á umboðssvikaákvæði Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, telur dóminn hafa ótvírætt fordæmisgildi.

„Það er mikilvægt að hafa í huga að allir dómar sem reyna með einhverjum hætti á umboðssvikaákvæðið kunna að vera mikilvægt fordæmi. Í umboðssvikaákvæðinu er að finna mjög sveigjanlega verknaðarlýsingu sem nær betur en önnur ákvæði hegningarlaga yfir það oft flókna viðskiptaferli sem liggur að baki efnahagsbrotum. Það er merkilegt hvað sagt er um athafnaskyldu stjórnenda bankans með hliðsjón af til að mynda umboðssvikaákvæðinu. Sigurður Einarsson er t.a.m. í raun dæmdur á grundvelli athafnaleysis,“ segir Jón Þór.

Horft til fjártjónshættu

„Annað sem er merkilegt er greining á því hver er aðalmaður í broti og hver er hlutdeildarmaður í broti. Síðan er beiting tilslökunarreglunnar, þ.e. sú lögfræðilega aðferðafræði að sakfella á grundvelli verulegrar fjártjónshættu, ávallt athygliverð frá refsiréttarlegu sjónarhorni. Það hafa mjög fáir dómar gengið um markaðsmisnotkun. Þar af leiðandi hlýtur niðurstaða Hæstaréttar varðandi túlkun á markaðsmisnotkunarákvæðinu að vera fordæmisgefandi að þessu leyti,“ segir Jón Þór.

Innlent »

Logi skilaði inn framboði

22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Reglur settar um álaveiðar

20:19 Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram. Meira »

Norðurljós og rafiðnaður

20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...