Sjáðu óveðrið „í beinni“

Lægðin fikrar sig nær landinu.
Lægðin fikrar sig nær landinu. Skjá­skot af nullschool.net

Skil óveðurslægðarinnar í suðvestri fara yfir landið í dag og með þeim hvessir og með hríðarveðri um nánast allt land. Hægt er að fylgj­ast með lægðinni sem veld­ur þess­u veðri „í beinni“.

Frétt mbl.is: Hvass vindur og hríð um allt land

Sér­stök at­hygli er vak­in á því að á Reykja­nes­braut­inni er reiknað með mjög hvöss­um hliðar­vindi, á milli kl. 14 og 17 að telja. Veðurhæð þá 22-25 m/​s og allt að 35 m/​s í hviðum. 

Á kort­i á vefsíðunni www.nullschool.net er sýnt með mynd­ræn­um hætti hvernig lægðin fær­ist yfir landið.  At­hugið að gott get­ur verið að end­ur­hlaða síðunni annað slagið til að sjá breyt­ingu á staðsetn­ingu lægðar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert