Erla kjörin sóknarprestur í Keflavíkurkirkju

sr. Erla Guðmundsdóttir
sr. Erla Guðmundsdóttir

Í dag fór fram almenn prestskosning um embætti sóknarprests í Keflavíkurprestakalli. Í kjöri var einn umsækjandi, sr. Erla Guðmundsdóttir. Samkvæmt tilkynningu frá Biskupsstofu voru 4,577 sóknarbörn á kjörskrá.

Alls voru 939 atkvæði greidd sem er 21% kjörsókn en auðir og ógildir seðlar voru 15. Erla Guðmundsdóttir fékk 924 atkvæði og er réttkjörinn sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli. Biskup Íslands skipar í embættið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka