Nauðsynleg hreinsun átti sér stað

Heiða Kristín Helgadóttir segist ekki hafa gert upp hug sinn ...
Heiða Kristín Helgadóttir segist ekki hafa gert upp hug sinn um að sækjast eftir formannsembættinu, en Guðmundur Steingrímsson ætlar að láta af því embætti. mbl.is/Ómar

Heiða Kristín Helgadóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar og fyrrverandi stjórnarformaður flokksins, segist vera sátt með þá ákvörðun Guðmundar Steingrímssonar, formanns flokksins, að bjóða sig ekki fram á ný í formannsembættið á aðalfundi 5. september. Segir hún nauðsynlegt að hafa tekist á við þá gagnrýni sem var í flokknum. Heiða Kristín segist ekki enn hafa gert upp hug sinn varðandi mögulegt formannsframboð, en að hún muni hugsa um það næstu daga.

Ágætt að hlustað hafi verið á gagnrýnina

Björt framtíð hefur að undanförnu tapað miklu fylgi í skoðanakönnunum og gagnrýndi Heiða Kristín flokksforystuna harðlega og að gera þyrfti eitthvað í málinu. Í framhaldinu var haldinn flokksfundur og sagði Guðmundur í dag að hann ætlaði ekki að sækjast eftir áframhaldandi setu í formannsstól. „Það er ágætt að hlustað hafi verið á þá gagnrýni sem hefur komið fram bæði innan flokks og utan og að við höfum getað farið í gegnum ákveðið ferli sem er oft óþægilegt en skilaði sér í hreinskiptari samræðum,“ segir Heiða Kristín í samtali við mbl.is.

Hún segist sátt við ákvörðun Guðmundar og að hún hafi verið í anda þess sem fólk ræddi á flokksfundinum fyrr í mánuðinum. Segir hún að þar hafi greinilega komið vilji fólks að gera breytingar. „Það er hægt að segja að það hafi verið stemmning fyrir því að breyta og hleypa fleirum að,“ segir Heiða Kristín og bætir við „það þýðir ekkert að láta eins og hlutirnir séu ekki eins og þeir eru.“ Hún segir samt jákvætt a' unnið hafi verið í stöðunni og að það sé í farvegi.

Nauðsynleg hreinsun átt sér stað

Heiða Kristín staðfestir að eftir ákvörðun Guðmundar muni hún taka sæti Bjartar Ólafsdóttur, þingmanns flokksins, þegar hún fer í fæðingarorlof í haust. Áður hafði hún gefið út að hún ætlaði ekki að taka sætið meðan Guðmundur væri formaður. Aðspurð hvort ákvörðun hans núna hafi breytt stöðunni fyrir hana segir hún það hafa áhrif. „Það og allt ferlið eftir að þessi atburðarás fór í gang. Mér finnst að það hafi átt sér stað nauðsynleg hreinsun, bæði í orði og á borði.“

Aðspurð hvort ekki verði erfitt að starfa með Guðmundi í þingflokknum eftir undangengna atburði segir Heiða Kristín ekki telja svo vera. „Þetta snýst ekkert um persónulega óvild mína gagnvart Guðmundi. Hann hefur tekið að sér ákveðin embætti og gegna ákveðnu forystuhlutverki í því og mér fannst það vera frekar fullreynt. Við erum fullfær um að geta átt ágætis samskipti og laus við dramatík,“ segir hún. „Ég get tekið að mér að vera leiðinleg, það er ekkert mál. Það þarf alltaf einhver að vera í því.“

Enn mikið verk framundan

Heiða Kristín segir að búið sé að takast á við hluta þeirrar gagnrýni sem hafi komið fram. Hún segir þó enn mikið verk framundan og að bretta þurfi upp ermar þannig að kjósendur fái  áhuga á flokknum á ný. Meðal þeirra mála sem Heiða Kristín segist leggja áherslu á er borgarmiðuð framtíðarsýn og að gera borgina samkeppnishæfa við aðrar erlendar borgir.

Bendir hún á að stór ástæða sem hafi rekið hana og þá sem stofnuðu Besta flokkinn á sínum tíma út í pólitík væri að búa til flokk sem væri laus við hagsmunatengsl. Það sé mikilvægt að halda þeirri stefnu áfram þannig að til sé pólitísk afl sem sé laust við áralanga sögu alls konar tengsla sem hafa áhrif á ákvarðanatöku.

Ekki tekið ákvörðun um formannsslag

Þá segir hún nauðsynlegt að halda áfram að opna pólitík upp fyrir fólki „Það er ekki beint mín upplifun af því að hafa starfað í stjórnmálum að þau geri líf manns hræðilegt. Það er mjög margt gott við að kynnast því að starfa í pólitík“

Aðspurð um mögulegt framboð sitt til formanns flokksins segir hún að hún hafi enn ekki tekið ákvörðun um það. Segist hún ætla að velta því fyrir sér á næstu dögum, en tiltekur sérstaklega að hún telji að konur þurfi að stíga fram í flokknum og taka meira pláss og ábyrgð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Dæmdur fyrir að taka vörur út í óleyfi

12:26 Héraðsdómur Vestfjarða dæmi í dag karlmann á nítjánda aldursári í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nýta viðskiptakort fyrirtækis í eigin þágu í heimildarleysi. Meira »

„Urðu ekki aðeins fyrir andlegum skaða“

12:06 Engin könnun hefur farið fram á því hvernig sanngirnisbæturnar sem voru greiddar til þeirra sem dvöldu sem börn á stofnunum eða heimilum nýttust þeim sem þær fengu. Meira »

Ólíklegt að samningar takist

11:33 „Okkar mat á stöðunni núna er að það sé ólíklegt, svo ekki sé nú meira sagt, að það náist að ganga frá nýjum kjarasamningum fyrir áramót,“ segir Flosi Eiríksson, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Lukku Láki og Ástríkur fá endurgreitt

11:24 Fyrsta grein frumvarps um stuðnings við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í morgun með 59 atkvæðum gegn tveimur. Allsherjar- og menntamálanefnd lagði til nokkrar breytingar á frumvarpi menntamálaráðherra; meðal annars að ritraðir séu skilgreindar sem bók, ekki tímarit. Meira »

Styrkir Mæðrastyrksnefndir og Fjölskylduhjálp Íslands

11:18 Mjólkursamsalan styrkir Mæðrastyrksnefndir og Fjölskylduhjálp Íslands fyrir jólin sem nemur um tveimur milljónum króna í formi vöruúttektar. Meira »

Miðflokkurinn tapar mestu fylgi

11:12 Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist sem fyrr með mest fylgi ís­lenskra stjórn­mála­flokka sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un MMR. Flokk­ur­inn er með tæp­lega 23% fylgi sem er um einu prósentustigi meira en í síðustu könnun. Samfylkingin er með næstmest fylgi, eða 16,9% og Píratar eru með 14,4% fylgi. Meira »

3 milljarðar til 1.200 einstaklinga

11:10 Greiddar hafa verið sanngirnisbætur til hátt í 1.200 einstaklinga og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna lokaskýrslu um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn. Meira »

Ósáttur við sumt í málflutningi Veganfólks

10:59 Þorgeir Arnórsson segist ósáttur við sumt af því sem þeir sem lifa eftir Vegan-lífsstílnum halda fram um ástæður þess að fólk ætti að gerast Vegan. Birkir-Vegan hefur annað slagið mætt í Ísland vaknar og kynnt sjónarmið sín varðandi lífsstílinn. Meira »

47 milljónir vegna myglu á skrifstofu

10:54 Gerð er tillaga um 30 milljóna króna aukafjárveitingu til Alþingis sem að langmestu leyti skýrist af ófyrirséðum útgjöldum vegna viðgerðar á skrifstofuhúsnæði við Kirkjustræti 10. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við fjáraukalög. Meira »

Veittu Umhyggju hálfa milljón í jólagjöf

10:25 Securitas afhenti Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, 500 þúsund krónur í jólagjöf, en fyrirtækið ákvað í samvinnu við viðskiptavini sína að styrkja gott málefni fyrir hátíðirnar. Meira »

„Framtíð tungumálsins á ábyrgð okkar allra“

10:21 „Það er á táknrænt hversu margar aðgerðir í þingsályktunartillögunni tengjast menntamálum," segir menntamálaráðherra um þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, sem hún hefur lagt fram á Alþingi. Meira »

Lokaskýrsla um sanngirnisbætur kynnt

10:19 Blaðamannafundur verður haldinn í dómsmálaráðuneytinu klukkan 14.30 í dag þar sem kynnt verður lokaskýrsla um sanngirnisbætur. Meira »

Flest með færri en tíu starfsmenn

10:15 Flest fyrirtæki landsins eru með færri en tíu starfsmenn samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands fyrir árið 2017 eða 94% þeirra. Meira »

Bjóða þeim sem eru einir á jólum í mat

09:52 „Þetta var hugmynd hjá pabba mínum,“ segir Viktor Joensen í samtali við mbl.is. Hann og pabbinn, Bergleif Joensen, eru meðal þeirra sem skipuleggja jólamat á aðfangadagskvöld á Orange Café Espresso Bar í Ármúla fyrir þá sem eru einmana um jólin. Meira »

Siðfræðistofnun veitir stjórnvöldum ráðgjöf

09:16 Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum næstu tvö ár. Samstarfssamningur þess efnis var undirritaður í gær af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Jón Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, og Vilhjálmi Árnasyni, stjórnarformanni Siðfræðistofnunar. Meira »

26 fái ríkisborgararétt

08:41 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að 26 verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að nefndinni bárust alls 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþinginu. Meira »

Jólaskraut ekki á borð lögreglu

08:18 Ekki virðist jólaskreytingaæði landans, sem Morgunblaðið greindi frá í gær, hafa gengið það langt að nágrannar sem telja sig hafa orðið fyrir ónæði hafi kært til lögreglu. Meira »

Áhafnir uppsjávarskipanna í jólafrí

07:37 Langt er komið með að veiða kolmunnaheimildir ársins og er búið að landa yfir 275 þúsund tonnum í ár. Alls er Íslendingum heimilt að veiða tæplega 315 þúsund tonn að meðtöldum sérstökum úthlutunum og flutningi á milli ára. Meira »

Lægðin tekur völdin

06:49 Djúp lægð nálgast landið og þegar líður á daginn tekur hún yfir stjórnina á veðrinu á landinu og hún verður einnig við stjórnartaumana á morgun. Það er því von á hvassviðri og rigningu síðar í dag. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik fyrir fjölskyldur og erlenda gesti. Einn...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...