Nauðsynleg hreinsun átti sér stað

Heiða Kristín Helgadóttir segist ekki hafa gert upp hug sinn ...
Heiða Kristín Helgadóttir segist ekki hafa gert upp hug sinn um að sækjast eftir formannsembættinu, en Guðmundur Steingrímsson ætlar að láta af því embætti. mbl.is/Ómar

Heiða Kristín Helgadóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar og fyrrverandi stjórnarformaður flokksins, segist vera sátt með þá ákvörðun Guðmundar Steingrímssonar, formanns flokksins, að bjóða sig ekki fram á ný í formannsembættið á aðalfundi 5. september. Segir hún nauðsynlegt að hafa tekist á við þá gagnrýni sem var í flokknum. Heiða Kristín segist ekki enn hafa gert upp hug sinn varðandi mögulegt formannsframboð, en að hún muni hugsa um það næstu daga.

Ágætt að hlustað hafi verið á gagnrýnina

Björt framtíð hefur að undanförnu tapað miklu fylgi í skoðanakönnunum og gagnrýndi Heiða Kristín flokksforystuna harðlega og að gera þyrfti eitthvað í málinu. Í framhaldinu var haldinn flokksfundur og sagði Guðmundur í dag að hann ætlaði ekki að sækjast eftir áframhaldandi setu í formannsstól. „Það er ágætt að hlustað hafi verið á þá gagnrýni sem hefur komið fram bæði innan flokks og utan og að við höfum getað farið í gegnum ákveðið ferli sem er oft óþægilegt en skilaði sér í hreinskiptari samræðum,“ segir Heiða Kristín í samtali við mbl.is.

Hún segist sátt við ákvörðun Guðmundar og að hún hafi verið í anda þess sem fólk ræddi á flokksfundinum fyrr í mánuðinum. Segir hún að þar hafi greinilega komið vilji fólks að gera breytingar. „Það er hægt að segja að það hafi verið stemmning fyrir því að breyta og hleypa fleirum að,“ segir Heiða Kristín og bætir við „það þýðir ekkert að láta eins og hlutirnir séu ekki eins og þeir eru.“ Hún segir samt jákvætt a' unnið hafi verið í stöðunni og að það sé í farvegi.

Nauðsynleg hreinsun átt sér stað

Heiða Kristín staðfestir að eftir ákvörðun Guðmundar muni hún taka sæti Bjartar Ólafsdóttur, þingmanns flokksins, þegar hún fer í fæðingarorlof í haust. Áður hafði hún gefið út að hún ætlaði ekki að taka sætið meðan Guðmundur væri formaður. Aðspurð hvort ákvörðun hans núna hafi breytt stöðunni fyrir hana segir hún það hafa áhrif. „Það og allt ferlið eftir að þessi atburðarás fór í gang. Mér finnst að það hafi átt sér stað nauðsynleg hreinsun, bæði í orði og á borði.“

Aðspurð hvort ekki verði erfitt að starfa með Guðmundi í þingflokknum eftir undangengna atburði segir Heiða Kristín ekki telja svo vera. „Þetta snýst ekkert um persónulega óvild mína gagnvart Guðmundi. Hann hefur tekið að sér ákveðin embætti og gegna ákveðnu forystuhlutverki í því og mér fannst það vera frekar fullreynt. Við erum fullfær um að geta átt ágætis samskipti og laus við dramatík,“ segir hún. „Ég get tekið að mér að vera leiðinleg, það er ekkert mál. Það þarf alltaf einhver að vera í því.“

Enn mikið verk framundan

Heiða Kristín segir að búið sé að takast á við hluta þeirrar gagnrýni sem hafi komið fram. Hún segir þó enn mikið verk framundan og að bretta þurfi upp ermar þannig að kjósendur fái  áhuga á flokknum á ný. Meðal þeirra mála sem Heiða Kristín segist leggja áherslu á er borgarmiðuð framtíðarsýn og að gera borgina samkeppnishæfa við aðrar erlendar borgir.

Bendir hún á að stór ástæða sem hafi rekið hana og þá sem stofnuðu Besta flokkinn á sínum tíma út í pólitík væri að búa til flokk sem væri laus við hagsmunatengsl. Það sé mikilvægt að halda þeirri stefnu áfram þannig að til sé pólitísk afl sem sé laust við áralanga sögu alls konar tengsla sem hafa áhrif á ákvarðanatöku.

Ekki tekið ákvörðun um formannsslag

Þá segir hún nauðsynlegt að halda áfram að opna pólitík upp fyrir fólki „Það er ekki beint mín upplifun af því að hafa starfað í stjórnmálum að þau geri líf manns hræðilegt. Það er mjög margt gott við að kynnast því að starfa í pólitík“

Aðspurð um mögulegt framboð sitt til formanns flokksins segir hún að hún hafi enn ekki tekið ákvörðun um það. Segist hún ætla að velta því fyrir sér á næstu dögum, en tiltekur sérstaklega að hún telji að konur þurfi að stíga fram í flokknum og taka meira pláss og ábyrgð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rykmökkur frá Sahara á leiðinni

07:57 „Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Meira »

Snjókoma á Egilsstöðum

07:10 Í nótt nálguðust hitaskil landið úr austri. Fremst í skilunum er úrkoman ýmist snjókoma eða slydda og sem dæmi má nefna að í veðurathugun nú kl. 6 var snjókoma bæði á Egilsstöðum og Dalatanga. Meira »

Sóttu veikan sjómann

06:49 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Meira »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Katrín í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

Í gær, 22:31 Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki samstilltum árásum eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Tvö ár á leiðinni til Þorbjargar

Í gær, 21:12 „Við fórum í göngutúr í fjörunni á Mýrum í Borgarfirði fyrir neðan Akra. Við vorum þarna í sumarbústað,“ segir Þorbjörg Erla Jensdóttir. Í göngutúrnum fannst flöskupóstur frá sex ára stúlku og var hann ritaður á norsku. Sendandinn er fundinn, en skeytið var sent fyrir tveimur árum. Meira »

Sex vikna leysingar á tíu dögum

Í gær, 21:10 „Þetta er óvenjulega snemmt, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er ennþá verið að ganga á snjó,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við mbl.is um snöggan leysing í Jökulsárgljúfri nálægt Dettifossi. Meira »

Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

Í gær, 18:59 Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn. Meira »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

Í gær, 17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

Í gær, 17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

Í gær, 17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »

Kveðst hafa haft samráð við AFL

Í gær, 17:03 Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða ehf., segist hafa haft gott samráð við stéttarfélagið AFL í öllum þeim breytingum sem voru gerðar á samningum starfsmanna í síðustu viku. Meira »

Umferðin inn í Reykjavík þyngist

Í gær, 16:30 Umferðin ætti að þyngjast inn í Reykjavík núna síðdegis og með kvöldinu. Veður var gott í dag þannig að ætla má að fólk hafi staldrað lengur við en ella í sumarbústöðum til að njóta sólarinnar. Meira »

Dísa farin til dýpkunar

Í gær, 15:47 Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina en eins og kom fram fyrr í dag er dýpið í höfninni minnst um 3,7 metr­ar en Herjólf­ur rist­ir 4,2 metra. Meira »
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Bridgestone dekk
Bridgestone 4 sumardekk til sölu Notuð aðeins síðasta sumar. 16 tommu. 195/50 R ...