Ræða fyrst við Akureyri

Velferðarráðherra horfir sérstaklega til Akureyrar varðandi viðtöku flóttamanna.
Velferðarráðherra horfir sérstaklega til Akureyrar varðandi viðtöku flóttamanna. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Eygló Harðardóttir velferðarráðherra gerir staðfastlega ráð fyrir því að rætt verði við Akureyri fyrst sveitarfélaga varðandi viðtöku flóttamanna.

„Við viljum gjarnan ræða fyrst við Akureyri. Það var það sveitarfélag sem steig fyrst fram í sumar og sýndi ákveðið frumkvæði í því að taka á móti flóttamönnum og við höfum heyrt það að Akureyringar séu þegar byrjaðir að undirbúa sig.“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að þeir tveir milljarðar sem áætlað er að verði úthlutað til málefna flóttamanna muni draga úr tekjuafgangi ríkissjóðs. Þá muni ekki koma til niðurskurðar í öðrum málaflokkum til að fjármagna milljarðana tvo, að því er fram kemur í umfjöllun um málefni flóttamanna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »