Bergvin í leyfi frá hverfisráði Grafarvogs

Bergvin Oddsson.
Bergvin Oddsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bergvin Oddsson hefur tímabundið látið af störfum fyrir hverfisráð Grafarvogs, en beiðni hans þar af lútandi var samþykkt á fundir borgarráðs í gær. Bergvin er formaður Blindrafélagsins, en á miðvikudaginn var greint frá því að stjórn félagsins hefði samþykkt van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur honum. Vísaði hann þeim ásökunum á bug. Bergvin var formaður hverfisráðsins.

Stjórn Blindrafélagsins telur að formaðurinn hafi brugðist trausti ungs fé­lags­manns og þar með sýnt af sér siðferðilegt dómgreind­ar­leysi. Seg­ir stjórn­in máls­at­vik með þeim hætti að formaður fé­lags­ins hafi nýtt sér vett­vang fé­lags­ins til að véla ung­an fé­lags­mann til að leggja allt sitt spari­fé í fast­eigna­brask hon­um tengt. Málið sé komið í hend­ur lög­manns.

Bergvin hafn­ar al­farið þeim ásök­un­um sem á hann hafa verið born­ar af stjórn fé­lags­ins í tilkynningu sem hann gaf út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert