Tekist á um vélabrögð í Hæstarétti

Úr dómsal í morgun.
Úr dómsal í morgun. mbl.is/Alexander

Tekist var á um merkingu orðanna „véla“ og „fasteignabrask“ í Hæstarétti í morgun þegar tekið var fyrir mál Bergvins Oddssonar, fyrrverandi formanns Blindrafélagsins, gegn fyrrverandi stjórnarmönnum félagsins, þeim Halldóri Sævari Guðbergssyni, Baldri Snæ Sigurðssyni, Rósu Maríu Hjörvar, Lilju Sveinsdóttur, Guðmundi Rafni Bjarnasyni og Rósu Ragnarsdóttur.

Bergvin var formaður Blindrafélagsins frá árinu 2014 og þar til stjórn félagsins samþykkti vantraust á hann í september 2015. Í vantraustsyfirlýsingunni sagði að Bergvin hefði „vélað ungan félagsmann [Blindrafélagsins] til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask honum tengt“.

Bergvin stefndi stjórnarmönnum fyrir ærumeiðandi ummæli og krafðist þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk og dæmdi héraðsdómur Bergvin í vil í júlí í fyrra. Þá var stjórnarmönnunum fyrrverandi gert að greiða Bergvin 900 þúsund krónur í miskabætur með vöxtum og 750 þúsund krónur í málskostnað.

Sagði Bergvin hafa haft af sér fé

Forsaga málsins er sú að Bergvin átti ásamt föður sínum fasteignafélag. Ungur maður, sem nýverið hafði misst nær alla sjón og sat sem varamaður í stjórn Blindrafélagsins leitaði ráða hjá Bergvin um fjárfestingnar, en maðurinn, sem var 19 ára á þeim tíma, átti sparifé sem hann vildi ráðstafa.

Bergvin Oddsson.
Bergvin Oddsson. Kristinn Ingvarsson

Í málflutningi lögmanns stjórnarinnar kemur fram að Bergvin hafi ráðlagt drengnum að leggja féð í eigið fasteignafélag, sem hann gerði. Hann leitaði síðar til Bergvins og hafði áhyggjur af rekstri fasteignafélagsins sem hann taldi ekki vera í samræmi við það sem hann hafði ætlað.

Taldi hann að sér hefði einungis borið að leggja fram fé við stofnun fasteignafélagsins en að ekki yrði um frekari greiðslur að ræða af hans hálfu enda hefði hann þegar ráðstafað öllu sparifé sínu.

Þegar Bergvin hafi síðan krafið hann um tvær greiðslur í júlí og ágúst 2015 og boðað frekari fjárútlát hafi hann orðið áhyggjufullur út af fjárframlagi sínu og viljað losna úr félaginu, en Bergvin hafi ekki veitt honum fullnægjandi svör. Leitaði drengurinn þá til stjórnar Blindrafélagsins með fyrrgreindum afleiðingum

Drengurinn var látinn leggja upphæðina inn á persónulegan reikning Bergvins en ekki félagsins og sagði lögmaður stjórnarinnar að engar trúverðugar skýringar hefðu fengist á þeim gjörningi.

Markmiðið að hrekja Bergvin úr starfi

Í fundargerð stjórnar Blindrafélagsins frá september 2015, þar sem vantrauststillagan á Bergvin var borin upp og samþykkt, er sagan rakin en Bergvin sat einnig þann fund og greindi frá sinni hlið á málinu. Hann hafði þó eðli málsins samkvæmt ekki gögn til að leggja fram á staðnum, en fór heldur ekki fram á frest til að leggja fram slík gögn og sagðist ekki telja að þetta kæmi stjórn Blindrafélagsins við. Samdægurs var vantraust á Bergvin sem formann samþykkt.

Í málflutningi lögmanns Bergvins kom fram að Bergvin hefði verið kjörinn formaður árið 2014 og haft þar betur gegn Rósu Maríu Hjörvar með einu atkvæði, en hún átti einmitt sæti í stjórn félagsins. Ljóst væri að öfl innan Blindrafélagsins hefðu viljað losna við Bergvin og hafi yfirlýsing stjórnarinnar verið sett fram með það að markmiði að kasta rýrð á æru stefnda og hrekja hann frá starfi.

Þá sagði lögmaður Bergvins að ekki mætti skilja sögnina véla öðruvísi en svo að hún feli í sér lögbrot og því hafi stjórnin ásakað Bergvin um lögbrot. Ekki væri um gildisdóm að ræða. Máli sínu til stuðnings vísaði lögmaðurinn í íslenska orðabók þar sem sögnin er sögð merkja svíkja eða pretta.

Þess má geta að í Jónsbók er ákvæði um kvennagiftingar og segir þar „vélakaup skal at vettugi hafa“.

Þessu andmælti Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður stjórnar. Hann sagði málsatvik óumdeild. Bergvin hefði reynt að fá drenginn til að leggja fé í fasteignafélag sitt, en orðalagið „véla til fasteignabrasks“ væri einfaldlega gildishlaðin lýsing, sett fram til að lýsa vanþóknun á gjörningnum.

Máli sínu til stuðnings vísaði lögmaðurinn í aðra meiðyrðadóma sem hafa fallið í Hæstarétti svo sem árið 2001 þegar dómstóllinn sýknaði mann sem hafði sagt annan mann stunda „skattasniðgöngu“ enda hefði það orð enga lagalega merkingu. Sama gilti um bæði orðin véla og fasteignabrask.

Bergvin bauð sig aftur fram til formennsku í mars árið 2016 og fékk 25% atkvæða en Sigþór U. Hallfreðsson var kjörinn formaður með 60% atkvæða og hefur gegnt embættinu síðan.

mbl.is

Innlent »

Vilja nútímavæða sjávarútveginn

17:15 „Sjávarútvegurinn hefur verið tiltölulega íhaldssöm atvinnugrein og hefur ekki tileinkað sér aðferðafræði sem hefur þekkst í fjármálakerfinu undanfarna áratugi. Við erum að reyna að koma þannig hugsun og aðferðafræði inn í sjávarútveginn,“ segir dr. Jón Þrándur Stefánsson, stjórnarformaður Sea Data Center, í samtali við mbl.is. Meira »

Tók ekki öskrandi á móti fólki

17:00 Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, segist ekki muna eftir fundi með leikmönnum kvennalandsliðsins í knattspyrnu vegna þáverandi landsliðsþjálfara liðsins, Þórðar Lárussonar, þar sem hann hafi öskrað á þær en það kom fram í fyrirlestri Þóru B. Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu. Meira »

Birtir erindi framkvæmdastjóra KVH

16:19 „Á fundi forsætisnefndar sem var að ljúka rétt í þessu sá ég mig knúna til að leggja fram tölvuskeyti frá framkvæmdastjóra Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Ég hef því að fullu upplýst hvaðan ég fékk upplýsingarnar,“ segir Vigdís Hauksdóttir í tölvupósti til fjölmiðla í dag. Meira »

Hlaupandi fólk um allan bæ

16:04 „Það verður hlaupandi fólk um allan bæ á morgun fram eftir degi,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur og kveður skráningu og áheitasöfnun fyrir Reykjavíkurmaraþonið, sem haldið er á morgun, ganga mjög vel. Meira »

Forsetinn gaf frumkvöðlum heillaráð

15:35 Fjárfestadagur Startup Reykjavik var haldinn í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem níu sprotafyrirtæki kynntu viðskiptahugmyndir sínar fyrir innlendum og erlendum fjárfestum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hóf daginn með því að gefa frumkvöðlum tvö heillaráð fyrir komandi áskoranir. Meira »

Fer lengra ef söfnunin gengur vel

15:02 „Við völdum að hlaupa fyrir Kraft því systir okkar þriggja, Ólöf, greindist með heilaæxli þegar hún var einungis þrítug,“ segir Unnur Lilja Bjarnadóttir. Hún og fjölskylda hennar hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings Krafti. Meira »

„Verið að gera úlfalda úr mýflugu“

14:54 „Það er tiltölulega ný farið að tala um að glýfosat sé mögulega krabbameinsvaldur, en það hefur verið lengi notað og í miklu magni. Sé það mikill skaðvaldur er sennilegt að vísbendingar hefðu komið fram fyrir löngu,“ segir Kristín Ólafsdóttir, doktor í lífefnafræði. Meira »

Síðasta kæran felld niður

14:24 Búið er að fella niður áttundu og síðustu kæruna sem barst á hendur karlmanni sem starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, en hann var sakaður um að beita börn grófu kynferðislegu ofbeldi. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við mbl.is. Meira »

Smáralind rýmd vegna vatnsleka

14:07 Verslunarmiðstöðin Smáralind var rýmd um hádegisbil vegna vatnsleka. Þetta staðfestir Sveinn Stefánsson, umsjónarmaður Smáralindar. Vatnsrör sem tengist brunakerfi Smáralindar fór í sundur um klukkan 11:15 á athafnasvæði verslana, sem er í kjallara í suðurhluta verslunarmiðstöðvarinnar. Meira »

Fyrsta lag Baldurs úr Hjartasteini

14:00 Baldur Einarsson, ungur leikari og tónlistarmaður sem lék í myndinni Hjartasteini, spjallaði um myndina og næstu tónlistarverkefni sín á K100 í vikunni. Þar var lagið hans, On my Mind, frumflutt, en Einar Örn Jónsson, faðir hans og tónlistarmaður, samdi. Feðgarnir unnu lagið og myndbandið saman. Meira »

Hafa fundið makríl í Smugunni

13:58 Bjarni Ólafsson AK stefnir nú hraðbyri í Smuguna en þar hefur verið nokkur makrílveiði síðustu daga, á sama tíma og rólegt hefur verið yfir makrílveiðunum við Íslandsstrendur. Meira »

Skólabækurnar ódýrastar hjá Heimkaup

13:56 Töluverður verðmunur er á skólabókum fyrir framhaldsskólanema á milli verslana og gætu nemendur sparað sér töluverðar fjárhæðir með því að kaupa bækurnar þar sem þær eru ódýrastar. Allt að 5.349 kr. verðmunur var á einstakri bók í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var þann 15. ágúst. Meira »

Úr Réttó í menntamálaráðuneytið

13:25 Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri við Réttarholtsskóla, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Jón Pétur hefur starfað að skólamálum um árabil, nú síðast sem skólastjóri Réttarholtsskóla. Meira »

Ölfusár­brú opin á ný

13:18 Búið er að opna Ölfusárbrú fyrir umferð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Upphaflega var gert ráð fyrir að hún myndi ekki opna fyrr en á mánudag. Opnun fyrir áætlaðan tíma er sagt góðu skipulagi og samvinnu þeirra sem koma að verkinu að þakka. Meira »

Ræddu málið í morgunmatnum

12:50 „Ég get tekið undir hvert orð sem hún segir,“ segir Guðlaug Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, um fyrirlestur Þóru B. Helgadóttur á ráðstefnunni „Gender and Sport“ í gær. Meira »

Sækja um að hjóla til Parísar

12:10 „Það eru þó nokkuð margir búnir að sækja um,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, fjölmiðlafulltrúi Team Rynkeby á Íslandi. Frestur til að sækja um þátttöku í góðgerðarhjólreiðum frá Kaupmannahöfn til Parísar rennur út í dag. Meira »

Sofandi í hengirúmum við flugstöðina

11:41 Það hafa örugglega einhverjir flugvallargestir á Keflavíkurflugvelli talið sig vera enn að dreyma er þeir gengu í morgunsárið fram á tvo ferðalanga, sem voru sofandi svefnpokum í hengirúmum á yfirbyggðu gönguleiðinni sem liggur milli flugstöðvarinnar og bílastæðisins. Meira »

Fiskidagurinn á topp 10 hjá Bubba

10:47 Bubbi Morthens var óvæntur gestur á lokatónleikum Fiskidagsins mikla á Dalvík. Í Magasíninu, síðdegisþætti K100, sagðist Bubbi hafa komist óséður alla leið á sviðið íklæddur veiðigalla. Meira »

Fékk flugvélarhurð á sig og slasaðist

10:17 Flugvirki á Keflavíkurflugvelli sem var að vinna við hurð aftast á flugvél slasaðist í vikunni er hurð var skyndilega opnuð og lenti á andliti hans með þeim afleiðingum að hann hlaut nokkra áverka og vankaðist. Meira »
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...