Tekist á um vélabrögð í Hæstarétti

Úr dómsal í morgun.
Úr dómsal í morgun. mbl.is/Alexander

Tekist var á um merkingu orðanna „véla“ og „fasteignabrask“ í Hæstarétti í morgun þegar tekið var fyrir mál Bergvins Oddssonar, fyrrverandi formanns Blindrafélagsins, gegn fyrrverandi stjórnarmönnum félagsins, þeim Halldóri Sævari Guðbergssyni, Baldri Snæ Sigurðssyni, Rósu Maríu Hjörvar, Lilju Sveinsdóttur, Guðmundi Rafni Bjarnasyni og Rósu Ragnarsdóttur.

Bergvin var formaður Blindrafélagsins frá árinu 2014 og þar til stjórn félagsins samþykkti vantraust á hann í september 2015. Í vantraustsyfirlýsingunni sagði að Bergvin hefði „vélað ungan félagsmann [Blindrafélagsins] til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask honum tengt“.

Bergvin stefndi stjórnarmönnum fyrir ærumeiðandi ummæli og krafðist þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk og dæmdi héraðsdómur Bergvin í vil í júlí í fyrra. Þá var stjórnarmönnunum fyrrverandi gert að greiða Bergvin 900 þúsund krónur í miskabætur með vöxtum og 750 þúsund krónur í málskostnað.

Sagði Bergvin hafa haft af sér fé

Forsaga málsins er sú að Bergvin átti ásamt föður sínum fasteignafélag. Ungur maður, sem nýverið hafði misst nær alla sjón og sat sem varamaður í stjórn Blindrafélagsins leitaði ráða hjá Bergvin um fjárfestingnar, en maðurinn, sem var 19 ára á þeim tíma, átti sparifé sem hann vildi ráðstafa.

Bergvin Oddsson.
Bergvin Oddsson. Kristinn Ingvarsson

Í málflutningi lögmanns stjórnarinnar kemur fram að Bergvin hafi ráðlagt drengnum að leggja féð í eigið fasteignafélag, sem hann gerði. Hann leitaði síðar til Bergvins og hafði áhyggjur af rekstri fasteignafélagsins sem hann taldi ekki vera í samræmi við það sem hann hafði ætlað.

Taldi hann að sér hefði einungis borið að leggja fram fé við stofnun fasteignafélagsins en að ekki yrði um frekari greiðslur að ræða af hans hálfu enda hefði hann þegar ráðstafað öllu sparifé sínu.

Þegar Bergvin hafi síðan krafið hann um tvær greiðslur í júlí og ágúst 2015 og boðað frekari fjárútlát hafi hann orðið áhyggjufullur út af fjárframlagi sínu og viljað losna úr félaginu, en Bergvin hafi ekki veitt honum fullnægjandi svör. Leitaði drengurinn þá til stjórnar Blindrafélagsins með fyrrgreindum afleiðingum

Drengurinn var látinn leggja upphæðina inn á persónulegan reikning Bergvins en ekki félagsins og sagði lögmaður stjórnarinnar að engar trúverðugar skýringar hefðu fengist á þeim gjörningi.

Markmiðið að hrekja Bergvin úr starfi

Í fundargerð stjórnar Blindrafélagsins frá september 2015, þar sem vantrauststillagan á Bergvin var borin upp og samþykkt, er sagan rakin en Bergvin sat einnig þann fund og greindi frá sinni hlið á málinu. Hann hafði þó eðli málsins samkvæmt ekki gögn til að leggja fram á staðnum, en fór heldur ekki fram á frest til að leggja fram slík gögn og sagðist ekki telja að þetta kæmi stjórn Blindrafélagsins við. Samdægurs var vantraust á Bergvin sem formann samþykkt.

Í málflutningi lögmanns Bergvins kom fram að Bergvin hefði verið kjörinn formaður árið 2014 og haft þar betur gegn Rósu Maríu Hjörvar með einu atkvæði, en hún átti einmitt sæti í stjórn félagsins. Ljóst væri að öfl innan Blindrafélagsins hefðu viljað losna við Bergvin og hafi yfirlýsing stjórnarinnar verið sett fram með það að markmiði að kasta rýrð á æru stefnda og hrekja hann frá starfi.

Þá sagði lögmaður Bergvins að ekki mætti skilja sögnina véla öðruvísi en svo að hún feli í sér lögbrot og því hafi stjórnin ásakað Bergvin um lögbrot. Ekki væri um gildisdóm að ræða. Máli sínu til stuðnings vísaði lögmaðurinn í íslenska orðabók þar sem sögnin er sögð merkja svíkja eða pretta.

Þess má geta að í Jónsbók er ákvæði um kvennagiftingar og segir þar „vélakaup skal at vettugi hafa“.

Þessu andmælti Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður stjórnar. Hann sagði málsatvik óumdeild. Bergvin hefði reynt að fá drenginn til að leggja fé í fasteignafélag sitt, en orðalagið „véla til fasteignabrasks“ væri einfaldlega gildishlaðin lýsing, sett fram til að lýsa vanþóknun á gjörningnum.

Máli sínu til stuðnings vísaði lögmaðurinn í aðra meiðyrðadóma sem hafa fallið í Hæstarétti svo sem árið 2001 þegar dómstóllinn sýknaði mann sem hafði sagt annan mann stunda „skattasniðgöngu“ enda hefði það orð enga lagalega merkingu. Sama gilti um bæði orðin véla og fasteignabrask.

Bergvin bauð sig aftur fram til formennsku í mars árið 2016 og fékk 25% atkvæða en Sigþór U. Hallfreðsson var kjörinn formaður með 60% atkvæða og hefur gegnt embættinu síðan.

mbl.is

Innlent »

Kóprabjalla og lirfur finnast  í hundafóðri

15:58 Kóprabjalla og lirfur hafa fundist í innfluttu hundafóðri og vekur Matvælastofnun athygli á þessi á vef sínum. Um er að ræða kóprabjöllur (Necrobia rufibes) og lirfur þeirra, sem fundist hafa í tveimur lotum af Hill's gæludýrafóðrinu Prescription Diet, Canine Z/D. Meira »

Taki aðstöðu nemenda til endurskoðunar

15:57 Fræðsluráð Hafnafjarðar vill að stjórnendur Áslandsskóla taki til endurskoðunar aðstöðu nemenda í matarhléum. Þetta kemur fram í svari fræðslustjóra Hafnafjarðarbæjar, sem segir erindi umboðsmanns barna um mataraðstöðu barna í skólanum verða tekið fyrir á næsta fundi skólaráðs Áslandsskóla. Meira »

Minna álag með styttri vinnuviku

14:58 Stytting vinnuvikunnar hefur almennt haft jákvæð áhrif á starfsfólk Reykjavíkurborgar og ríkisins, en viðmælendur í skýrslu sem unnin var fyrir BSRB fundu almennt fyrir jákvæðum áhrifum á líkamlega og andlega líðan. Þá gerði stytting vinnuviku starf á vinnustöðum markvissara og dró úr veikindum. Meira »

Fái upplýsingar um lífshættulegt ástand

14:41 Ef nýtt frumvarp um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, nær fram að ganga, verður hægt að nálgast einstaklinga að fyrra bragði og veita þeim upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra sem kemur í ljós við vísindarannsóknir eða við framkvæmd gagnarannsókna. Meira »

Dæmdur fyrir að hóta lögreglu ítrekað

14:13 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta ítrekað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa ekið bifreið undir áhrifum vímuefna, en hann mældist með amfetamín, MDMA og slævandi lyf í blóði sínu. Meira »

Harmar alvarlegar ásakanir

14:03 Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar alvarlegar ásakanir sem hún segir hafa komið í garð félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin hefur sent fjölmiðlum en þar segir hún Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem boðað hefur framboð í komandi formannskosningum félagsins, hafa farið fram með órökstuddum staðhæfingum um að félagið hafi brotið gegn félagsmönnum. Meira »

Ætla að bæta stöðu barna innflytjenda

13:58 Tillaga um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfinu var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Tvær keimlíkar tillögur um þetta efni voru á dagskrá borgarstjórnar í gær, ein frá Sjálfstæðisflokki og önnur frá meirihluta borgarstjórnar. Að lokum náðist sátt um eina. Meira »

Stöldrum við á hamstrahjólinu

12:30 Félagslegur stöðugleiki er gríðarlega mikilvægur og jafnmikilvægur og efnahagslegur stöðugleiki. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Meira »

„Eðalsíld sem er þarna á ferðinni“

12:11 „Við fengum aflann í fjórum holum á einum sólarhring. Tvo hol gáfu 450 tonn, eitt 350 og eitt um 250. Aflinn fékkst norðaustast í færeysku lögsögunni og það er eðalsíld sem er þarna á ferðinni,“ segir Óli Hans Gestsson, stýrimaður á Berki NK, en von er á skipinu til Neskaupstaðar með 1.500 tonn af síld núna í hádeginu, eftir að hafa lagt af stað af síldarmiðunum í gærmorgun. Meira »

„Svei þér Eyþór Arnalds“

11:51 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það geri hana hrygga og hissa, en líka alveg „ótrúlega brjálaða“ að hlusta á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, „hamast“ á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna braggamálsins svokallaða á meðan hann er í veikindaleyfi. Meira »

Baldur: „Winter is coming“

11:50 „Winter is coming,“ eða vetur kemur, sagði Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi í gær, þegar hann lagði til óháða úttekt á framkvæmdum við Hlemm. Þar vísaði hann til þess að fara þyrfti yfir mörg mál þar sem framúrkeyrsla í framkvæmdum borgarinnar yrði skoðuð. Meira »

Aðeins tveir fengið skattskrána

11:45 Einungis tveir aðilar hafa fengið skattskrá allra Íslendinga yfir 18 ára afhenta frá ríkisskattstjóra og koma þannig til greina sem aðilar á bak við vefsíðuna tekjur.is „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá starfsmönnum ríkisskattstjóra þá hafa bara tveir aðilar fengið þetta á pappír.“ Meira »

Staða geðsjúkra fanga grafalvarleg

11:40 „Í fyrsta lagi held ég að þetta ástand sé grafalvarlegt og búið að vera mjög lengi,“ segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, um stöðu geðsjúkra fanga. Hann hefur gert forsætisráðherra viðvart vegna skorts á skýrum svörum frá dóms­mála- og heil­brigðisráðuneyt­i vegna málsins. Meira »

Fulltrúi ráðuneytis á fund vegna skýrslu

11:32 Starfshópur sem vann áfangaskýrslu um störf og starfshætti Samgöngustofu kom á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær til að fara yfir skýrsluna og þær athugasemdir sem settar eru fram í henni. Meira »

Eiga bætt kjör bara við suma?

11:19 „Yfirskrift þingsins er bætt kjör, betra samfélag,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í opnunarávarpi sínu á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Hún sagði að BSRB vildi gera allt til að bæta lífskjör launafólks í landinu. Meira »

32 milljónir fyrir aðkeypta vinnu

11:00 Forsætisráðuneytið hefur gert verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnisstjórn við 23 aðila frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við. 8. október síðastliðinn hafði ráðuneytið greitt 32.646.798 kr. vegna þessara verkefna. Meira »

Allt að 19 mánaða bið eftir svari

10:46 Lengsti tími sem embætti umboðsmanns Alþingis hefur þurft að bíða eftir svörum ráðuneytis við fyrirspurnum sínum við úrvinnslu kvartana frá almenningi er eitt ár og sjö mánuðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis. Meira »

Varað við óviðeigandi mannaferðum

10:33 Á Facebook-síðu Seltjarnarnesbæjar er varað við óviðeigandi mannaferðum sem sést hefur til á undanförnum dögum í bænum. Segir að þar hafi menn skimað inn í garða, götur og innkeyrslur og tekið ljósmyndir, jafnvel í rökkri. Meira »

Kvörtunum fækkar milli ára

10:09 389 kvartanir og erindi bárust umboðsmanni Alþingis í fyrra og eru það 6,9% færri mál en árið á undan. Kvörtunum hefur fækkað síðustu ár en á árunum 2011 til 2014 voru kvartanir að jafnaði í kringum 500. Langalgengasta umkvörtunarefnið, líkt og fyrri ár, er tafir á afgreiðslu mála hjá hinu opinbera eða rúmur fimmtungur. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...