Áforma uppbyggingu á Suðurlandsbraut

Um hríð var starfræktur nytjamarkaður í gamla Fálkahúsinu. Á Suðurlandsbraut …
Um hríð var starfræktur nytjamarkaður í gamla Fálkahúsinu. Á Suðurlandsbraut 10 er nú m.a. veitingahúsið Fylgifiskar. mbl.is/Júlíus

Eik fasteignafélag undirbýr endurbyggingu á tveimur skrifstofuhúsum á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Hugmyndir eru um að hækka bæði húsin upp í sex hæðir.

Vinningstillagan að húsunum er hönnuð af Arkís arkitektum. Skal tekið fram að þetta eru drög að útliti húsanna.

Um er að ræða Suðurlandsbraut 8 og 10 en í báðum húsum eru verslanir á jarðhæð og skrifstofur á efri hæðum. Húsin eru áberandi og snúa til norðurs með útsýni yfir Esjuna og sundin.

Frétt mbl.is: Hafa trú á Suðurlandsbrautinni

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert