Mun „alls ekki“ kæra stúlkuna

Mennirnir voru sýknaðir af ákæru um hópnauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur …
Mennirnir voru sýknaðir af ákæru um hópnauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Erlendur Þór Gunnarsson, verjandi eins af mönnunum sem sýknaður var af hópnauðgun í héraðsdómi Reykjavíkur í gær, segir að skjólstæðingur sinn hafi aldrei íhugað að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir. „Og það mun hann alls ekki gera.“

Þetta kemur fram í frétt Vísis.

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins mannsins, sagðist hins vegar gera ráð fyrir að piltarnir myndu sækja rétt sinn vegna gæsluvarðhalds sem þeir sátu í og hugsanlega kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir, líkt og fram kemur í frétt Vísis.

Fimm menn voru í gær sýknaðir af hópnauðgun í Héraðsdómi Reykja­vík­ur en einn þeirra var hins veg­ar dæmd­ur í 30 daga skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir að mynda at­vikið. Hon­um var einnig gert að greiða stúlk­unni 500 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur auk vaxta. Pilt­arn­ir eru í dag á aldr­in­um 18-20 ára en at­vikið átti sér stað í íbúð í Breiðholti í Reykja­vík í maí á síðasta ári. Stúlk­an er 18 ára í dag en var 16 ára þegar at­vikið varð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert