Farþegaþota Loftleiða á suðurskautinu

Farþegaþota Loftleiðir Icelandic á suðurskautinu.
Farþegaþota Loftleiðir Icelandic á suðurskautinu.

Farþegaþota Loftleiða Icelandic, sem er dótturfélag Icelandair Group, lenti á Suðurskautslandinu í dag (fimmtudag), n.t.t. við Union Glacier. Þetta er í fyrsta sinn sem slík vél lendir þar, en hún er af gerðinni Boeing 757.

Um er að ræða samstarfsverkefni Loftleiða Icelandic, Antarctic Logistics & Expeditions (ALE) og NAS Corporation Limited (NAS).

Tilgangurinn var að kanna möguleikann á því hvort farþegaþotur gætu lent á Union Glacier, en verið er að skoða notkun á slíkum vélum í verkefnum á vegum ALE á svæðinu.

Hingað til hefur verið flogið með farþega og varning frá Punta Arensa í Síle til aðalbúða ALE á Union Glacier í vélum af gerðunum Lockheed Hercules L-382G og Ilyushin IL76-TD.

ALE skoðar nú hvort hægt sé að nota hefðbundnar farþegaþotur til að flytja farþega, en ALE flytur á bilinu 400 til 500 farþega til suðurskautsins. Flestir koma þangað til að klífa fjallið Vinson, sem er hæsti tindur álfunnar.

Nánar hér

mbl.is