Hjólaði til vinnu í morgun: myndskeið

Skjáskot af YouTube.

Elvar Örn Reynisson, matreiðslu- og hjólreiðamaður, lét ekki storminn stöðva sig í morgun. Hann hjólaði til vinnu eins og aðra morgna og gekk ferðin án vandræða. Á vefsíðu sinni segir hann oft koma til tals að ekki sé hægt að hjóla allan ársins hring og vill hann sýna að svo þarf ekki að vera. 

Hér má sjá færslu Elvars Arnar. 

Hér er myndband frá ferðinni í morgun sem gekk án vandræða og var Elvar Örn ekki mikið lengur á ferðinni en venjulega. 

Hér má sjá leið vaska hjólreiðamannsins í vinnuna í morgun: 

mbl.is