Auglýsa eftir presti í Mosfellsbæ

Mosfellsbær
Mosfellsbær Sigurður Bogi Sævarsson

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti prests í Mosfellsprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi, frá 1. mars 2016. Um er að ræða stöðu sem sr. Skírnir Garðarsson gegndi þar til í desember á síðasta ári en þá var hann skipaður héraðsprestur. Hæfni í mannlegum samskiptum verður lögð til grundvallar. 

Þegar er hafin und­ir­skrifta­söfn­un um al­menna prests­kosn­ingu um embætti prests í Mos­fell­sprestakalli. Það er stuðnings­hóp­ur sr. Arn­dís­ar G. Bern­h­arðsdótt­ur Linn sem stend­ur fyr­ir söfn­un­inni en hún hef­ur starfað við sókn­ina í fjölda ára.

Þriðjung­ur at­kvæðabærra sókn­ar­barna þarf að skrifa und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu svo kosn­ing fari fram, eða tvö þúsund manns í þessu til­viki. Staðan hef­ur ekki verið aug­lýst á vef þjóðkirkj­unn­ar.

Frétt mbl.si: Vilja kjósa um prest í Mosfellsbæ

Vilja hæfni í mannlegum samskiptum 

Sr. Skírnir og sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur voru send í leyfi síðla síðasta árs vegna sam­skipta­örðug­leika þeirra. Bisk­up Íslands leysti úr mál­inu með því að búa til nýtt embætti héraðsprests fyr­ir Skírni en staðan nýja var ekki aug­lýst.

Sérstaklega er tekið fram í auglýsingu biskups um embættið að við val á presti verði lögð sérstök áhersla á reynslu af fjölbreyttu safnaðarstarfi og helgihaldi. Einnig verði hæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni lögð til grundvallar. 

Embætti sóknarprests á Reynivöllum var einnig auglýst laust til umsóknar í gær en í þeirri auglýsingu er ekki tekið fram að hæfni í mannlegum samskiptum verði lögð til grundvallar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert