Verð á eldsneyti lækkar fljótlega

Von er á nokkurri lækkun eldsneytisverðs hér á landi að sögn Huga Hreiðarssonar, markaðsstjóra Atlantsolíu, en viðskiptaþvingunum á Íran vegna kjarnorkuframleiðslu þeirra hefur nú verið aflétt eftir tíu ár í gildi.

Hugi segir lækkunina þó takmörkunum háða og að þróun á eldsneytisverði síðustu ár hafi þar áhrif.

„Eins og alþjóð veit hefur verðið lækkað síðustu mánuði og er komið í það sama og var í kringum árið 2003. Verðið lækkar þó ekki endalaust og nær einhverju lágmarki,“ segir Hugi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert