Jóakim og Marie koma á morgun

Marie og Jóakim prins
Marie og Jóakim prins Ljósmynd/Kongehuset

Jóakim Danaprins og eiginkona hans Marie prinsessa koma til Íslands á morgun og taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára afmæli Dansk-Is­landsk Sam­fund en til­gang­ur samtakanna er að styrkja tengsl ríkj­anna.

Jóakim er yngri son­ur Mar­grét­ar Þór­hild­ar Dana­drottn­ing­ar.

Þau hjónin munu dvelja á Íslandi í tvo daga og samkvæmt fréttatilkynningu á vef dönsku konungsfjölskyldunnar munu þau fara í bíltúr á föstudagsmorgun um Reykjavík og skoða áhrif dansks arkitektúrs. Eins heimsækja þau Hörpu og verslunina Epal.

Upplýsingar um Íslandsferðina á vef dönsku konungsfjölskyldunnar

Danska konungsfjölskyldan
Danska konungsfjölskyldan Vefur dönsku konungsfjölskyldunnar
Jóakim Danaprins, ásamt Marie eiginkonu sinni.
Jóakim Danaprins, ásamt Marie eiginkonu sinni. www.kongehuset.dk
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert