Nauðgunarleiðbeinandi ekki velkominn

Skjáskot af Facebook

Maður sem lýsir sér sem leiðbeinanda annarra karla varðandi „löglegar nauðganir“ fær væntanlega ekki að koma til Ástralíu eftir að ráðherra innflytjendamála, Peter Dutton, ýjaði að því að honum yrði ekki veitt vegabréfsáritun til landsins.

Tæplega 72 þúsund hafa skrifað undir áskorun um að honum verði ekki heimilað að koma til Ástralíu.

Sjá nánar hér

Daryush Valiza­deh sem kall­ar sig Roosh V, höf­und­ur seríu kyn­lífs­ferða-hand­bóka, átti að koma til Sidney um næstu helgi, en samkvæmt fréttum hefur hann einnig boðað stuðningsmenn sína á sinn fund við Hallgrímskirkju um næstu helgi. Báðir fundirnir eiga að fara fram á laugardag, annar í Sydney og hinn í Reykjavík.

Vefur þar sem skrif Valizadeh varðandi hvernig hann nauðgaði tveimur konum á Íslandi eru gagnrýnd.

Vefur Roosh V

Mótmæla fundi nauðgunarsinna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert