Fyrrum formaður kærður fyrir fjárdrátt

VHE þróar, framleiðir og smíðar vélbúnað í húsakynnum fyrirtækisins í …
VHE þróar, framleiðir og smíðar vélbúnað í húsakynnum fyrirtækisins í Hafnarfirði sem síðan er seldur um allan heim. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrrverandi formaður starfsmannafélags  hefur verið kærður til lögreglu vegna gruns um fjárdrátt. 

Þetta kemur fram í frétt Austurfréttar um málið en samkvæmt þeirra heimildum er talið að um milljónir króna sé að ræða. Þar er fullyrt að um fyrrverandi formann starfsmannafélags Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar sé að ræða.

Jónas Wilhelmsson Jensen yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi staðfestir í samtal við mbl.is að kæra vegna fjárdráttar hafi komið á borð lögreglunnar rétt fyrir helgi. Segir hann rannsókn málsins á frumstigi og að henni miði vel. Frekari upplýsingar sé ekki hægt að veita.

Í umfjöllun Austurfréttar segir að starfsmönnum hafi verið tilkynnt um málið á fundi fyrir helgi en að ekki séu grunsemdir um að starfsmaðurinn hafi dregið sér fé frá fyrirtækinu sjálfu.

mbl.is hefur áður fjallað um Vélaverkstæðið en fyrirtækið er orðið þekkt inn­an áliðnaðar­ins. VHE þróar, fram­leiðir og smíðar vél­búnað í húsa­kynn­um fyr­ir­tæk­is­ins í Hafnar­f­irði og sel­ur til ál­vera víðs veg­ar um heim­inn. Fyrst í stað smíðaði fyr­ir­tækið eina og eina vél fyr­ir ál­fyr­ir­tæk­in en nú býður það heild­ar­lausn­ir þar sem jafn­vel hús­in eru byggð und­ir vél­arn­ar. Í VHE sam­stæðunni starfa 650 manns víðs veg­ar um landið.

Frétt mbl.is: VHE orðið þekkt um allan heim

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert