Hellisheiði opnuð aftur

Skafrenningur hefur verið á Hellisheiði.
Skafrenningur hefur verið á Hellisheiði. mbl.is/Malín Brand

Hellisheiði hefur verið opnuð aftur fyrir bílaumferð. Henni var lokað fyrr í kvöld vegna slæmra ökuskilyrða.

Skafrenn­ing­ur hef­ur verið á Hell­is­heiðinni og skyggnið slæmt.  

Í sam­tali við Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing í dag kom fram að vind­ur­inn myndi ná há­marki í kvöld.

Vegfarendur eru beðnir um að fylgjast vel með veðurspám og tilkynningum frá Vegagerðinni.

Upplýsingar um færð og veður er að finna á síðu Vegagerðarinnar og í síma 1777.

Frétt mbl.is: Búið að loka Hellisheiðinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert