Grafirnar eru mikið raskaðar

Uppgröftur á bílastæðinu við Landsímahúsið er í fullum gangi. Fundist …
Uppgröftur á bílastæðinu við Landsímahúsið er í fullum gangi. Fundist hefur fjöldi beinagrinda, enda er þarna elsti kirkjugarður Reykvíkinga. mbl.is/Golli

Fjöldi mannabeina frá fyrri öldum hefur komið í ljós við fornleifauppgröft á bílastæði Landsímahússins við Kirkjustræti.

Þetta kemur ekki á óvart því á lóðinni er hluti Víkurkirkjugarðs, elsta kirkjugarðs í Reykjavík. Til stendur að rífa hluta Landsímahússins og reisa hótel í staðinn. Inngangur að hótelinu verður við Fógetagarðinn, þar sem elsti hluti kirkjugarðsins er. Þar verður jafnframt aðalútisvæði fyrir hótelið.

Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, sem stjórnar rannsókninni segir að grafirnar sem komið hefur verið niður á beri menjar um það mikla rask sem orðið hefur á svæðinu á undanförnum áratugum vegna byggingarframkvæmda og ýmissa lagna í tengslum við þær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »