Kynna mannvirkjagerð og skipulagsmál

Frá opnun sýningarinnar. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra klippir …
Frá opnun sýningarinnar. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra klippir á borða. Ljósmynd/Verk og vit

Sýningin Verk og vit 2016 hófst síðdegis í dag í Laugardalshöllinni. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra opnaði sýninguna formlega en um 90 aðilar, sem tengjast byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum, munu kynna vörur sínar og þjónustu í Laugardalshöll næstu þrjá daga.

Meðal þeirra sem taka þátt í sýningunni eru byggingarverktakar, verkfræðistofur, tæknifyrirtæki, tækjaleigur, fjármálafyrirtæki, orkufyrirtæki, skólar, ráðagjafarfyrirtæki og sveitarfélög samkvæmt fréttatilkynningu. Fyrstu tvo dagana, 3. og 4. mars, verður sýningin opin fyrir fagaðila en um helgina, 5. og 6. mars, verður almenningur einnig boðinn velkominn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert