Stefán felldi sitjandi formann

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru heildarsamtök framangreindra starfsstétta.
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru heildarsamtök framangreindra starfsstétta. Eggert Jóhannesson

Stefán Pétursson, sjúkraflutningamaður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, felldi sitjandi formann á þingi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í dag. Tveir voru í framboði, Stefán og Sverrir Björn Björnsson sem gegnt hefur embættinu í tæplega tíu ár. 

Sextánda þing sambandsins fór fram í dag og í gær, föstudag. 

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru heildarsamtök framangreindra starfsstétta.

Fagfélagið Landssamband slökkviliðsmanna L.S.S. var stofnað þann 12. maí 1973. Stofnfundinn sátu 73 félagar frá 22 slökkviliðum víðsvegar að af landinu. Félagið var samband Brunavarðafélaga. Fagstéttarfélagið Landssamband slökkviliðsmanna LSS, var stofnað þann 2 maí árið 1992 í Munaðarnesi í Borgarfirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert