Í þyrlu á meðan aðrir greiði bílalán

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

„Þarna eru einstaklingar sem við vitum að brutu gegn samfélaginu og hefur verið refsað. Þeir hafa fengið miklar afskriftir og eru með eignir í skattaskjólum, en eru svo að dingla sér í þyrlunni sinni á meðan við hin erum með bílana okkar á bílalánum,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í þætt­in­um Viku­lok­in á Rás 1.

Katrín sagði umræðu síðustu daga eftir slys þyrlu í eigu Ólafs Ólafssonar sýna að þjóðin er enn í sárum eftir bankahrunið 2008. „Við erum ekki búin að gera þetta hrun nægilega upp og það er mjög stutt í reiðina,“ sagði hún.

Katrín ræddi fréttir vikunnar í þættinum ásamt Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, og Willum Þór Þórssyni, þingmanni Framsóknarflokksins. Þyrluslysið bar þar m.a. á góma og breytingar á lögum um fullnustu refsinga.

Fólk verði ekki að betri manneskjum eftir fangelsisvist

Drífa sagði að sín afstaða væri sú að forðast ætti að stinga fólki inn í fangelsi eins og unnt væri þar sem fangelsisvist gerði fólk ekki að betri manneskjum. Samfélagsþjónusta væri fýsilegri kostur. „En ef breytingar á lögum hafa verið sérsniðnar að ákveðnum einstaklingum þá er það ekki í lagi,“ sagði hún.

Willum Þór var fljótur að bregðast við og sagði að lagabreytingarnar hafi síður en svo verið sniðnar að ákveðnum einstaklingum. Um almennar aðgerðir hafi verið að ræða, sem sátt hafi verið um í þinginu. „Það er sorglegt ef umræðan er komin þangað,“ sagði hann.

Katrín tók undir með Drífu um að hún teldi fólk ekki verða að betri manneskjum eftir fangelsisvist. Þá væri gríðarlegt álag á íslenskum fangelsum og fólk þyrfti að bíða lengi eftir að komast inn. „Á meðan erum við að brjóta þetta fólk niður,“ sagði hún og benti á að breytingin á lögunum væri ein leið til að losna við þessa löngu biðlista. „Auðvitað var það ekki þannig að þetta væri sérsniðið að þessum aðilum, en ég skil reiðina.“

Afleiðingar hrunsins sitja enn í fólki

Þá sagði Katrín að Samfylkingin væri dæmi um flokk sem nái ekki að líta nægilega vel til framtíðar og þung mál eins og bankahrunið og afleiðingar þess sætu enn í fólki. Sagði hún að það gæti tekið tvær kosningar til viðbótar fyrir flokkinn að jafna sig. Þá talaði hún fyrir því að allir ferlar yrðu gerðir gagnsærri, svo ekki væri hætta á því að ákveðinn hópur fengi sérmeðferð.

Willum sagði að mikilvægt væri að átta sig á því að um ferli væri að ræða. „Til að breyta hefðum getum við sett reglur en það sem er jafnmikilvægt gerist samhliða og það er viðhorfsbreyting sem er gildislæg,“ sagði hann.

Krafa mótmælenda ekki að Sigmundur Davíð færi í mánaðarfrí

Þá var staða þingflokkanna m.a. rædd og komandi kosningar í haust. Sagði Drífa að hún hefði töluverðar áhyggjur af því að verið væri að draga í land með kosningarnar. „Krafa mótmælenda við Austurvöll var ekki sú að Sigmundur Davíð færi í mánaðarfrí. Krafan var skýr um það að stokka upp og fara í það uppgjör sem hefur leitt okkur til þess að í umgjörðinni er hneigð til að setja peninga hærra en fólk.“

Willum Þór sagði það persónulega skoðun sína að ekki ætti að kjósa í haust, en að hann ætti samt von á því að það yrði gert. Þá sagðist Katrín hafa efast um það um tíma að kosningarnar færu fram í haust og að tími væri kominn til þess að stjórnarflokkarnir gæfu upp dagsetningu á kosningum. „Ég er farin að hallast að því að ef þessi dagsetning fer ekki að koma þá þurfi að grípa til gömlu skotgrafaraðgerðanna,“ sagði hún.

Skoða þyrfti LÍN-frumvarpið mjög vel

LÍN-frumvarpið var einnig rætt og voru Drífa og Katrín sammála um það að í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu hefði frumvarpið verið látið líta betur út en raun bæri vitni. „Þetta var sykurhúðaðasta fréttatilkynning sem ég hef séð. Það hljómaði allt voða vel og fyrirsagnirnar voru flottar en svo þegar maður fór að lesa það sem stóð undir fyrirsögnunum sá maður t.d. að verið er að hækka vextina,“ sagði hún.

Voru viðmælendurnir allir sammála um að skoða þyrfti frumvarpið vel, en Drífa sagði að með því væri síður tekið tillit til stöðu hvers og eins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

4% atvinnuleysi í janúar

09:23 Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 203.500 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í janúar 2018, sem jafngildir 81,7% atvinnuþátttöku. Meira »

3,7 jarðskjálfti á Öxarfirði

09:07 Skjálfti af stærð 3,7 varð úti á Öxarfirði um hálfáttaleytið í morgun um 15 km vestsuðvestur af Kópaskeri. Hafa minni skjálftar orðið í kjölfarið að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Náttúruvársérfræðingur segir skjálftann mögulega tengjast Grímseyjarhrinunni. Meira »

Morgunblaðið langvinsælast á timarit.is

08:18 Morgunblaðið er eins og jafnan áður langvinsælasti titillinn á vefnum timarit.is þar sem safnað hefur verið saman rúmlega 1.100 titlum af prentuðum blöðum og tímaritum frá upphafi. Meira »

Vilja óháða matsmenn í veggjatítluhúsið

07:57 Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar mælir með að fengið verði álit fleiri og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið við Austurgötu 36 í Hafnarfirði, sem dæmt var ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítla og myglu, teljist í raun ónýtt eða hvort hægt sé að bjarga því frá niðurrifi. Meira »

Rikka, Logi og Rúnar Freyr í nýjum morgunþætti

07:37 Nýr morgunþáttur hefur göngu sína 1. mars næstkomandi á K100. Mun hann bera heitið „Ísland vaknar“ og mun hann fylgja hlustendum inn í virka daga vikunnar milli 6.45 og 9.00. Meira »

Hlýindin munu vinna vel á klakanum

07:29 „Ef við reynum að finna góðar fréttir fyrir einhverja í veðurspá dagsins, þá standa vonir til þess að hlýindin sem fylgja storminum á morgun muni ná að vinna vel á klakanum,“ segir veðurfræðingur Veðurstofunnar. Meira »

Fjörutíu útköll vegna vatns

06:12 Í nógu var að snúast hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær er kröpp lægð gekk yfir landið með tilheyrandi úrkomu. Sinnti slökkviliðið fjörutíu útköllum vegna vatns, því síðasta um miðnætti. Meira »

Sýkna hafi blasað við allt frá 1977

07:18 Guðjón Skarphéðinsson, einn fimmmenninganna sem fengu endurupptöku mála sinna fyrir Hæstarétti eftir að hafa verið dæmdir fyrir sléttum 38 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hafði reiknað með því að settur ríkissaksóknari myndi krefjast sýknu. Meira »

Úrkomutíð í vændum

06:05 Í dag er spáð sunnanhvassviðri eða -stormi austast á landinu með talsverðri eða mikilli rigningu. Á morgun fer hins vegar að hvessa fyrir hádegi og síðdegis má búast við stormi. Meira »

Stefnir í fjölgun innbrota á þessu ári

05:30 Tilkynnt var um 895 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi innbrota 849 og hafði ekki verið minni síðan 2009 þegar tilkynnt var um 2.883 innbrot til lögreglunnar. Meira »

Framtalsskilum flýtt um mánuð

05:30 Embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að ljúka álagningu einstaklinga mánuði fyrr en áður hefur verið eða 31. maí nk. Verður það í annað sinn á þremur árum sem álagningunni er flýtt. Meira »

Skoða réttarstöðu sína

05:30 Líklegast er talið að veikleiki í einangrun Vestmannaeyjastrengs 3 hafi orsakað bilun í strengnum. Viðgerð á strengnum var sú dýrasta í sögu Landsnets, kostaði 630 milljónir króna, og er fyrirtækið nú að skoða rétt sinn gagnvart framleiðandanum. Meira »

Ríkir og rosknir vilja rafbíla

05:30 42% Íslendinga sem hyggjast kaupa sér nýjan bíl innan þriggja ára vilja helst að bíllinn sé knúinn rafmagni sem aðalorkugjafa. Meira »

Geta smakkað 300 bjóra á hátíðinni

05:30 Hin árlega íslenska bjórhátíð verður sett í sjöunda sinn á Kex Hostel síðdegis í dag. Hátíðin stendur í þrjá daga og munu 5-600 manns fagna 29 ára afmæli þess að bjórbanninu var aflétt hér á landi. Meira »

Lenti á sandbing í höfninni

Í gær, 22:50 Línuskipið Tjaldur SH hafnaði á sandbing í höfninni á Rifi. Björgunarskipið Björg frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg reynir að toga skipið að bryggjunni. Meira »

Lagt fram í fjórtánda sinn

05:30 „Þetta mál er gríðarlega mikilvægt og mikilvægara nú en oft áður. Við sjáum að þessi mál hafa verið að hreyfast í ranga átt víða í heiminum. Það er verið að ræða um endurnýjun í kjarnorkubúrum í Bandaríkjunum og víðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Meira »

Skipa starfshóp þriðja hvern dag

05:30 Á fyrstu þremur árum yfirstandandi kjörtímabils hefur Reykjavíkurborg skipað 351 starfshóp innan stjórnkerfisins. Á þetta bendir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Von á svipaðri lægð á föstudag

Í gær, 22:41 Enn eimir eftir austanlands af stormi sem gengið hefur yfir landið í dag. Mikil rigning er suðaustanlands og upp á sunnanverða firðina og gaf Veðurstofan út viðvörun vegna þess um klukkan hálfsjö í kvöld. Í samtali við mbl.is segir veðurfræðingur auknar líkur á skriðum og ofanflóðum austanlands. Meira »
Anne-Gaëlle et Benjamin
Le plus beau des voyages c'est celui que nous accomplissons désormais, celui qui...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 3/9, 1/10, 29/10, 26/11: 4 weeks...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...