Vörnuðu lásasmiði inngöngu

Mikið fjaðrafok hefur verið við Ýmishúsið í morgun.
Mikið fjaðrafok hefur verið við Ýmishúsið í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Félagar í Menningarsetri múslima vörnuðu í morgun lásasmiði inngöngu í Ýmishúsið í Skógarhlíð.

Bera átti Menningarsetur múslima út úr húsinu klukkan 10 í samræmi við úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í byrjun mánaðarins.

Núverandi forsvarsmaður Menningarsetursins, ímaminn Ahmad Seddeeq, hefur rætt við fulltrúa lögreglu og sýslumanns. Fer hann fram á að félagsmenn setursins fái fjóra daga til að yfirgefa húsið vegna þess að þeim hafi aðeins verið gefinn tveggja daga frestur til þess.

Frétt mbl.is: Bornir út úr Ýmishúsinu í fyrramálið

Lögreglan við Ýmishúsið.
Lögreglan við Ýmishúsið. mbl.is/Árni Sæberg

Menningarsetrið hyggst halda málinu til streitu fyrir Hæstarétti Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert