ÍAV hætti við að leggja niður störf

Framkvæmdir hafa staðið yfir við uppbyggingu kísilvers í Helguvík.
Framkvæmdir hafa staðið yfir við uppbyggingu kísilvers í Helguvík. Ljósmynd/Hilmar Bragi

Litlu munaði að um 200 starfsmenn verktakafyrirtæksins ÍAV við kísilver United Silicon í Straumsvík legðu niður vinnu vegna ágreinings um reikninga og greiðslur United Silicon til ÍAV upp á hundruð milljóna króna.

Málið var leyst á fundi í gærkvöldi  en til stóð að starfsmenn legðu niður störf í hádeginu í dag.

„Það varð lending í málinu. Þegar menn lenda svona máli eru báðir hæfilega ósáttir,“ segir Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV.

Tafir urðu á framkvæmdum ÍAV við kísilverið og neitaði United Silicon því að borga. ÍAV veitti United Silicon frest til miðnættis til að greiða reikninga sem voru útistandandi, annars myndu þeir leggja niður störf. Að sögn Sigurðar náðist samkomulag nokkrum mínútum áður en fresturinn rann út. DV greindi fyrst frá málinu í morgun.

ÍAV fær frest til næstu mánaðarmóta til að ljúka verkinu og segir Sigurðar að staðið verði við það. 

Spurður nánar út í málið segir hann að það hafi verið reynst erfitt viðureignar. „Það er ekkert hlaupið að því að koma þessum fjölda manna sem hefur lifibrauð af þessu fyrir einhvers staðar, einn, tveir og þrír. Þetta er erfitt fyrir alla sem að þessu koma, ekki síst starfsmennina,“ segir Sigurður.

Sigurður R Ragnarsson, forstjóri ÍAV.
Sigurður R Ragnarsson, forstjóri ÍAV.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert