Þorbergur Ingi hreppti 2. sætið

Þorbergur Ingi lauk hlaupinu á 6 klukkustundum og 3 mínútum.
Þorbergur Ingi lauk hlaupinu á 6 klukkustundum og 3 mínútum.

Langhlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson úr UFA hreppti í dag 2. sæti í sterku alþjóðlegu utanvegahlaupi sem haldið var í Sviss. Um var að ræða Scenic trail-hlaupið sem er 54 kílómetra langt, en heildarhækkun í hlaupinu eru 3.900 hæðarmetrar.

Þorbergur lauk hlaupinu á 6 klukkustundum og 3 mínútum, en um mjög erfitt hlaup er að ræða. Var það sérstaklega krefjandi vegna mikillar bleytu á svæðinu. Þorbergur vann sig upp í 2. sætið þegar líða tók á hlaupið og minnkaði muninn töluvert á fremsta mann, Stephan Hugenschmidt. 

Þorbergur hefur á undanförnum árum sérhæft sig í utanvegahlaupum og ljóst að hann er að komast í fremstu röð á heimsvísu í þeim flokki. M.a. náði hann 9. sæti á heimsmeistaramótinu í Annecy í Frakklandi á síðasta ári auk þess sem hann setti met í Laugavegshlaupinu þar sem hann náði þeim merka árangri að vera fyrstur til að klára hlaupið á undir 4 klukkustundum.

Í haust mun Þorbergur keppa á heimsmeistaramótinu í Portúgal og ætlar hann sér stóra hluti þar að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert