Píratar mælast stærstir

Frá flokksfundi Pírata um nýliðna helgi.
Frá flokksfundi Pírata um nýliðna helgi. mbl.is/Árni Sæberg

Píratar mælast stærsti stjórnmálaflokkur landsins í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Flokkurinn mælist með 29,9% fylgi og hækkar því um 1,6 prósentustig frá síðustu könnun. Þar á eftir mælist Sjálfstæðisflokkur næststærstur með 22,7% og hefur þar með lækkað um 5,5 prósentustig frá því í maí.

Vinstri grænir eru áfram þriðji stærsti flokkur landsins og hafa samkvæmt könnuninni 15,9% fylgi. Framsóknarflokkurinn mælist með 11,1% fylgi en hafði 11,8% í síðustu könnun. Samfylkingin hækkar lítillega og stendur nú í 7,6%. Viðreisn heldur áfram að bæta við sig og mælist nú með 9,1% fylgi, en mældist með 7,9% síðast, að því er fram kemur í umfjöllun um könnunina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert