Tólf fengu fálkaorðuna

Á Bessastöðum í dag.
Á Bessastöðum í dag. Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi í dag tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Þeir sem orðuna fengu eru, í stafrófsröð:

1. Anna Stefánsdóttir, fyrrverandi hjúkrunarforstjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðis- og mannúðarmála

2. Björgvin Þór Jóhannsson, fyrrverandi skólameistari, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til menntunar vélstjóra og vélfræðinga

3. Björn Sigurðsson bóndi, Úthlíð, riddarakoss fyrir félagsmálastörf og uppbyggingu ferðaþjónustu

4. Dóra Hafsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til orðabóka og íslenskrar menningar

5. Filippía Elísdóttir búningahönnuður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskrar og alþjóðlegrar leiklistar

6. Geir Waage sóknarprestur, Reykholti, riddarakross fyrir framlag til uppbyggingar Reykholtsstaðar og varðveislu íslenskrar sögu og menningar

7. Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi alþingismaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskra sjómanna og aldraðra

8. Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar bókaútgáfu og menningar

9. Katrín Pétursdóttir forstjóri, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslensks atvinnulífs

10. Kristjana Sigurðardóttir, fyrrverandi verslunarstjóri, Ísafirði, riddarakross fyrir framlag til félagsmála í heimabyggð

11. Lára Björnsdóttir félagsráðgjafi, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi velferðar og félagsþjónustu og að málefnum fatlaðs fólks

12. Stefán Svavarsson endurskoðandi, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til þróunar endurskoðunar og reikningsskila

mbl.is

Bloggað um fréttina