Sjötti forsetinn kjörinn í dag

Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru á fullu við undirbúning kosninganna í gær. …
Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru á fullu við undirbúning kosninganna í gær. Hér er verið að yfirfara kjörkassana í ráðhúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingar ganga að kjörborði í dag og velja 6. forseta íslenska lýðveldisins. Fyrstu kjörstaðir á landinu verða opnaðir klukkan 9, nú í morgunsárið, og verða þeir opnir mislengi eftir aðstæðum á hverjum stað.

Á kjörskrá eru 245.004 kjósendur og stendur fjöldi karla og kvenna á pari. Við forsetakjör fyrir fjórum árum voru 235.743 manns á kjörskrá. Fjölgunin síðan þá eru 9.261 maður eða 3,9%. Kjósendur með lögheimili erlendis eru 13.077, það er 5,3% kjósenda.

Kosið er í 74 sveitarfélögum og sex kjördæmum. Fyrstu talna úr Suðuvestur-, Suður- og Norðausturkjördæmi má vænta á ellefta tímanum. Hugsanlegt er þó að lokatölur utan af landi komi ekki fyrr en langt er liðið á nóttu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert