Nóg af sætum til Parísar um helgina

Íslenskir áhorfendur innan um öryggisverði við leikvanginn í Saint-Etienne fyrir ...
Íslenskir áhorfendur innan um öryggisverði við leikvanginn í Saint-Etienne fyrir leik Íslendinga og Portúgala. AFP

Mikill fjöldi flugsæta er í boði til Frakklands um helgina til að sjá leik Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakkalandi.

Stóru flugfélögin, Icelandair og WOW fjölga ferðum og var Icelandair um tíma með það í bakhöndinni að leigja breiðþotu. Fyrir utan flugsæti stóru flugfélaganna hafa bæst við hið minnsta 463 flugsæti, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Þannig hefur knattspyrnu- og ævintýramaðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarsson tekið 100 sæta flugvél á leigu, Eskimo Travel býður upp á 133 sæta flugvél, Netmiði og auglýsingastofan 23 er með 180 sæta flugvél og uppselt er í 50 manna ferð frá Akureyri í gegnum ferðaþjónustufyrirtækið Circle Air en vonir standa til að hægt verði að bæta við stærri farþegaþotu. Tugir eru á biðlista.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »