Regnbogalituð borg og hinsegin bjór

Regnboginn á Skólavörðustíg vakti mikla athygli.
Regnboginn á Skólavörðustíg vakti mikla athygli. mbl.is/Þórður Arnar

„Hátíðin hefur verið að vaxa og dafna gríðarlega vel síðustu ár og ég held að það sé ekkert sem bendi til þess að hún verði neitt minni eða síðri í ár,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, en dagskrá hátíðarinnar var kynnt í gær samhliða því að hátíðarrit ársins kom út.

Hátíðin í ár verður opnuð með sambærilegum hætti og í fyrra þegar Skólavörðustígurinn var málaður í regnbogalitunum. Í ár verður nýr staður málaður, en staðsetningin verður tilkynnt þann 1. ágúst. „Þetta heppnaðist svo vel í fyrra að við ákváðum að gera þetta aftur í ár og það er gaman að finna hvað það er mikill spenningur fyrir þessu,“ segir Gunnlaugur.

Þá hefur í fyrsta sinn verið bruggaður sérstakur bjór fyrir hátíðina og mun hluti ágóða af sölu hans renna til hinsegin málefna. „Bruggmeistari Bryggjunnar er búinn að liggja yfir uppskriftunum sínum og bruggaði bjór sem er kominn á krana á Bryggjunni brugghúsi,“ segir Gunnlaugur og bætir við að bjórinn hafi verið smakkaður í fyrsta skipti í útgáfuteitinni í gær. „Og hann bragðast bara mjög vel.“

Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga.
Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga. mbl.is/Árni Sæberg

Sagan og brautryðjendur sett í forgrunn

Þema hátíðarinnar í ár er saga hinsegin fólks og eru þeir sem rutt hafa brautina í réttindabaráttunni settir í forgrunn. „Það fólk er ástæðan fyrir því að við erum þar sem við erum í dag,“ segir Gunnlaugur og bætir við að þemað endurspegli mikilvægi hátíðarinnar.

„Við fáum alltaf sömu spurningarnar á hverju ári: „Af hverju Hinsegin dagar?“, „Er þetta ekki komið gott?“, „Eru ekki Hinsegin dagar alla daga?“ en við komumst ekki hingað á einni nóttu. Það var fólk sem barðist fyrir þessu og ruddi brautina,“ segir hann. „Það er fullt af hlutum í sögunni okkar sem eru skemmtilegir og áhugaverðir en aðrir sem eru sorglegir og erfiðir. Þetta er allt eitthvað sem við þurfum að vera meðvituð um og skoða.“

Áhersla lögð á fræðsluviðburði

Gunnlaugur segir áherslu verða lagða á fræðsluviðburði og í dagskránni megi m.a. finna hinsegin kynfræðslu, sérstaka málstofu hugsaða fyrir starfsfólk skóla og frístundamiðstöðva þar sem rætt verður um niðrandi orðræðu og hvað starfsmenn geta gert til að hjálpa til í þeirri baráttu auk þess sem haldið verður erindi sem fjallar um það af hverju íþróttir urðu hómófóbískar.

Þá verður Imrov Ísland með sérstaka hinsegin spunasýningu í tilefni Hinsegin daga og Dragsúgur kemur í fyrsta skipti fram á Hinsegin dögum með sérstaka dragsýningu. Auk þess verða haldnir klassískir tónleikar í Hörpu þar sem aðeins verða flutt verk eftir hinsegin höfunda og farin verður söguganga um höfuðborgina auk fjölda annarra viðburða. Hápunkturinn verður svo Gleðigangan sem gengin verður laugardaginn 6. ágúst.

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga en dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt.
Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga en dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt. mbl.is/Ómar Óskarsson

Pride-hátíðarhöldin fjölmennari en hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn

Hátt í hundrað þúsund manns hafa tekið þátt í hátíðarhöldunum í kringum Gleðigönguna síðustu ár og segir Gunnlaugur að Ísland sé líklega með fáum þjóðum í heiminum þar sem Pride-hátíðarhöld eru fjölmennari en hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi landsins.

Er þetta í fjórða sinn sem Gunnlaugur kemur að skipulagningu hátíðarinnar og viðurkennir hann að mikil vinna fylgi því að setja hana á stokk. „En maður er að vinna með ótrúlega mörgu ótrúlega flottu fólki fyrir mjög mikilvægan málstað og þegar maður stendur og horfir á Arnarhól fyllast og Gleðigönguna koma þá verður þetta allt þess virði,“ segir hann að lokum.

Hér má finna dagskrá Hinsegin daga.

Hátt í hundrað þúsund manns hafa tekið þátt í hátíðarhöldunum ...
Hátt í hundrað þúsund manns hafa tekið þátt í hátíðarhöldunum í kringum Gleðigönguna síðustu ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Innlent »

Stjórnarskrárvinnan gengur vel

05:30 Formenn stjórnmálaflokkanna með fulltrúa á Alþingi funduðu á föstudag vegna endurskoðunar á stjórnarskrá.  Meira »

Mikil aukning reiðufjár

05:30 Reiðufé í umferð utan Seðlabanka Íslands og innlánsstofnana jókst um 5,2 milljarða króna árið 2017 og nam alls um 60,3 milljörðum króna um síðustu áramót. Meira »

Segir einkabílinn ekki menga mikið

05:30 Útblástur frá einkabílum er aðeins 3-5% af þeirri mengun á Íslandi sem sporna verður gegn vegna loftslagsvanda. Mun meiri mengun stafar frá öðrum samgöngukostum. Meira »

Vill „ofurbandalag“

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill láta á það reyna hvort ekki sé hægt að stofna til samstarfs á milli Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í vetur. Meira »

Rukkaðir um tæp tvö og sex þúsund

05:30 „Það má gera ráð fyrir því að bílar sem vega yfir þrjú og hálft tonn verði rukkaðir um allt að sex þúsund krónur en bílar sem vega minna verði rukkaðir um tæplega tvö þúsund krónur.“ Meira »

Hleypur á hundruðum milljóna

05:30 Rekja má stóran hluta af tapi Íslandspósts til niðurgreiðslna fyrirtækisins á erlendum póstsendingum en kostnaðurinn hleypur á hundruðum milljóna. Meira »

WOW nýtir eldsneyti betur en Icelandair

Í gær, 22:59 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar á vegum samtakanna ICCT þar sem lagt var mat á hvaða flugfélög nýta þotueldsneytið best miðað við fjölda farþega og fluglengd, í flugi á milli Evrópu og Norður-Ameríku, er flugfélagið WOW air öðru sæti á eftir Norwegian. En WOW er með þrettán prósent lakari nýtingu en norska flugfélagið. Meira »

Fór hringinn um Ísland á rafhjóli

Í gær, 22:46 „Ferðin og upplifunin var gríðarlega áhugaverð og einstök fyrir mig enda kem ég frá Indlandi þar sem aðstæður og veðrið er gjörólíkt. Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og olli mér áhyggjum, sérstaklega vindurinn,“ segir Sushil Reddy, stofnandi Sun Pedal Ride, í samtali við mbl.is. Meira »

Ósátt við rangar fréttir af Kötlugosi

Í gær, 22:36 Eldfjallafræðingur sem gerði rannsóknir á útstreymi koltvísýring frá Kötlu, ásamt fleiri vísindamönnum, og ritaði grein um niðurstöðurnar í tímaritinu Geophysical Research Letters, er mjög ósáttur við grein um eldfjallið sem birtist í Sunday Times. Fyrirsögn greinarinnar er „Íslenskur risi að því kominn að gjósa“. Meira »

Drógu vélarvana skemmtibát í land

Í gær, 21:58 Í kvöld barst neyðarkall frá vélavana skemmtibáti í Eyjafirði og fór hópur frá björgunarsveitinni Ægi í Grenivík á staðinn. Tóku þeir bátinn í tog og drógu hann til hafnar á Svalbarðseyri þar sem honum var komið upp á land. Meira »

Spánartogararnir hverfa hver af öðrum

Í gær, 21:03 Sólbakur EA 301 lagði að bryggju í Ghent í Belgíu aðfaranótt föstudags eftir fjögurra sólarhringa siglingu frá Akureyri. Útgerðarfélag Akureyringa gerði skipið út í yfir 40 ár og bar það lengst af nafnið Kaldbakur EA 1. Meira »

Íþaka gerð upp með gömlum tólum

Í gær, 20:49 Nú standa yfir endurbætur á Íþöku, bókasafni Menntaskólans í Reykjavík. Húsið á sér langa sögu en það var byggt á árunum 1866-67 en eitthvað kunnu menn fyrir sér í að byggja á þeim tíma því húsið þykir í góðu ástandi og ekki bólar á myglu þar. Gömul verkfæri eru notuð við framkvæmdina. Meira »

8 ára fær ekki nauðsynleg gigtarlyf

Í gær, 20:47 „Ég hef ekki undan að svara landsmönnum sem vilja bjóða mér lyfin sín. Viðbrögðin hafa verið svakalega góð og það hefur ekki stoppað síðan viðtalið birtist. Þetta eru tuttugu töflur hér og þar en það er engin lausn,“ segir Sigurveig Margrét Stefánsdóttir læknir í samtali við mbl.is. Meira »

Íbúum Flateyrar fjölgar um 30 prósent

Í gær, 19:41 Rúmlega 300 manns voru viðstaddir þegar Lýðháskólinn á Flateyri var settur í fyrsta sinn í íþróttahúsi bæjarins á laugardag, að viðstöddum forseta Íslands. Af því tilefni héldu Flateyringar bæjarhátíð með tónlist, upplestri og kvikmyndasýningum auk þess sem opin hús voru víða um bæinn þar sem starfsemi stofnana og fyrirtækja var kynnt. Meira »

Sjúkdómur unga fólksins

Í gær, 18:24 Flestir þeirra sem greinast með geðrof eru ungir að árum og er geðrof oft sagt sjúkdómur unga fólksins. Með réttum stuðningi og meðferð er hægt að koma fólki út í lífið aftur og koma þannig í veg fyrir örorku þess. Þetta getur komið í veg fyrir miklar þjáningar viðkomandi og sparað háar fjárhæðir. Meira »

Forsetinn mætti á Bangsaspítalann

Í gær, 17:24 Hlúð var að veikum böngsum á Bangsaspítalanum í dag. Bangsaspítalinn, sem lýðheilsufélag læknanema stendur fyrir, er haldinn ár hvert og er krökkum boðið að koma þangað til þess að sækja læknisaðstoð fyrir bangsana sína. Auk fjölda barna og bangsa lét Guðni Th. Jóhannesson sig ekki vanta. Meira »

Gekk út með fulla kerru án þess að borga

Í gær, 17:18 Upp kom vélarbilun í tvíþekju á flugi nálægt Reykjavík rétt fyrir klukkan fimm í dag, en henni var lent á Reykjavíkurflugvelli án vandræða, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Framkvæmdir við Leirvogstungumel

Í gær, 16:27 Mánudaginn 24. september hefst viðgerð á brú yfir Vesturlandsveg við Leirvogstungumel og verður umferð af Vesturlandsvegi færð á hjáleið meðan á viðgerð stendur. Viðgerðin mun standa yfir í 4 daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

„Ég þorði ekki að segja nei“

Í gær, 16:15 Erna Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er ein þeirra sem stigið hafa fram og sakað belgíska listamanninn Jan Fabre, sem stofnaði Troubleyn-leikhúsið í Antverwerpen, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Meira »
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Dartvörur í úrvali frá UNICORN.
Dartvörur í úrvali frá UNICORN. pingpong.is Síðumúla 35 (að aftanverðu) Sími 568...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð 259.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept ( kemur eftir cirk...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...