Regnbogalituð borg og hinsegin bjór

Regnboginn á Skólavörðustíg vakti mikla athygli.
Regnboginn á Skólavörðustíg vakti mikla athygli. mbl.is/Þórður Arnar

„Hátíðin hefur verið að vaxa og dafna gríðarlega vel síðustu ár og ég held að það sé ekkert sem bendi til þess að hún verði neitt minni eða síðri í ár,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, en dagskrá hátíðarinnar var kynnt í gær samhliða því að hátíðarrit ársins kom út.

Hátíðin í ár verður opnuð með sambærilegum hætti og í fyrra þegar Skólavörðustígurinn var málaður í regnbogalitunum. Í ár verður nýr staður málaður, en staðsetningin verður tilkynnt þann 1. ágúst. „Þetta heppnaðist svo vel í fyrra að við ákváðum að gera þetta aftur í ár og það er gaman að finna hvað það er mikill spenningur fyrir þessu,“ segir Gunnlaugur.

Þá hefur í fyrsta sinn verið bruggaður sérstakur bjór fyrir hátíðina og mun hluti ágóða af sölu hans renna til hinsegin málefna. „Bruggmeistari Bryggjunnar er búinn að liggja yfir uppskriftunum sínum og bruggaði bjór sem er kominn á krana á Bryggjunni brugghúsi,“ segir Gunnlaugur og bætir við að bjórinn hafi verið smakkaður í fyrsta skipti í útgáfuteitinni í gær. „Og hann bragðast bara mjög vel.“

Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga.
Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga. mbl.is/Árni Sæberg

Sagan og brautryðjendur sett í forgrunn

Þema hátíðarinnar í ár er saga hinsegin fólks og eru þeir sem rutt hafa brautina í réttindabaráttunni settir í forgrunn. „Það fólk er ástæðan fyrir því að við erum þar sem við erum í dag,“ segir Gunnlaugur og bætir við að þemað endurspegli mikilvægi hátíðarinnar.

„Við fáum alltaf sömu spurningarnar á hverju ári: „Af hverju Hinsegin dagar?“, „Er þetta ekki komið gott?“, „Eru ekki Hinsegin dagar alla daga?“ en við komumst ekki hingað á einni nóttu. Það var fólk sem barðist fyrir þessu og ruddi brautina,“ segir hann. „Það er fullt af hlutum í sögunni okkar sem eru skemmtilegir og áhugaverðir en aðrir sem eru sorglegir og erfiðir. Þetta er allt eitthvað sem við þurfum að vera meðvituð um og skoða.“

Áhersla lögð á fræðsluviðburði

Gunnlaugur segir áherslu verða lagða á fræðsluviðburði og í dagskránni megi m.a. finna hinsegin kynfræðslu, sérstaka málstofu hugsaða fyrir starfsfólk skóla og frístundamiðstöðva þar sem rætt verður um niðrandi orðræðu og hvað starfsmenn geta gert til að hjálpa til í þeirri baráttu auk þess sem haldið verður erindi sem fjallar um það af hverju íþróttir urðu hómófóbískar.

Þá verður Imrov Ísland með sérstaka hinsegin spunasýningu í tilefni Hinsegin daga og Dragsúgur kemur í fyrsta skipti fram á Hinsegin dögum með sérstaka dragsýningu. Auk þess verða haldnir klassískir tónleikar í Hörpu þar sem aðeins verða flutt verk eftir hinsegin höfunda og farin verður söguganga um höfuðborgina auk fjölda annarra viðburða. Hápunkturinn verður svo Gleðigangan sem gengin verður laugardaginn 6. ágúst.

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga en dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt.
Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga en dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt. mbl.is/Ómar Óskarsson

Pride-hátíðarhöldin fjölmennari en hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn

Hátt í hundrað þúsund manns hafa tekið þátt í hátíðarhöldunum í kringum Gleðigönguna síðustu ár og segir Gunnlaugur að Ísland sé líklega með fáum þjóðum í heiminum þar sem Pride-hátíðarhöld eru fjölmennari en hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi landsins.

Er þetta í fjórða sinn sem Gunnlaugur kemur að skipulagningu hátíðarinnar og viðurkennir hann að mikil vinna fylgi því að setja hana á stokk. „En maður er að vinna með ótrúlega mörgu ótrúlega flottu fólki fyrir mjög mikilvægan málstað og þegar maður stendur og horfir á Arnarhól fyllast og Gleðigönguna koma þá verður þetta allt þess virði,“ segir hann að lokum.

Hér má finna dagskrá Hinsegin daga.

Hátt í hundrað þúsund manns hafa tekið þátt í hátíðarhöldunum ...
Hátt í hundrað þúsund manns hafa tekið þátt í hátíðarhöldunum í kringum Gleðigönguna síðustu ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Innlent »

Ný lyfta skref í átt að bættum eldvörnum

12:18 Ný lyfta er í uppsiglingu í Hallgrímskirkjuturni. Henni verður komið fyrir í sömu lyftugöngum og hin gamla var í en sú var orðin 50 ára gömul. Framkvæmdunum fylgja bættar brunavarnir á alla kanta, að sögn framkvæmdastjóra kirkjunnar. Meðan á þeim stendur verður kirkjuturninn lokaður gestum. Meira »

Skíðafærið á föstudaginn langa

10:07 Það viðrar ágætlega til skíðaiðkunar í dag, föstudaginn langa, fyrir norðan, austan og vestan. Höfuðborgarbúar verða hins vegar að sætta sig við að búið er að að loka Bláfjöll­um og Skála­felli end­an­lega þenn­an vet­ur­inn. Meira »

Allt að 16 stiga hiti á Norðausturlandi

08:35 Föstudagurinn langi verður vætusamur á Suður- og Vesturlandi en útlitið er heldur betra á Norðaustur- og Austurlandi þar sem verður léttskýjað og allt að 16 stiga hiti. Meira »

Fjórum bjargað úr eldsvoða

08:14 Lögreglumenn á Ísafirði björguðu fjórum út úr húsi um klukkan þrjú í nótt eftir að eldur kom upp á sólpalli hússins. Lögreglumennirnir voru í eftirlitsferð þegar þeir sáu reyk stíga upp af húsinu, sem er viðarhús. Meira »

Átta manns í andlegu ójafnvægi

07:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt og gærkvöldi átta útköllum vegna fólks í andlegu ójafnvægi, víðs vegar í borginni og nágrenni hennar. Í dagbók lögreglu kemur fram að í öllum tilfellum fóru lögreglumenn á vettvang og reyndu eftir fremstu getu að aðstoða einstaklingana. Meira »

„Bullandi menning í hverjum firði“

Í gær, 22:15 „Það er frábær stemning í bænum og spennan er í hámarki. Ég er búinn að vera hérna síðustu tvær vikurnar og það er búið að vera stemning í bænum allan þennan tíma,“ segir rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Íris í auglýsingu Bernie Sanders

Í gær, 21:52 Ferðalag um Gvatemala leiddi til þess að Íris Gunnarsdóttir kemur fyrir í auglýsingu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins. „Þetta er bara svolítið súrrealískt,“ segir hún um hvernig það er að bregða fyrir í auglýsingunni sem snýr að upplifun kvenna af opinberu heilbrigðiskerfi. Meira »

Búllan skýtur rótum í Noregi

Í gær, 21:00 Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd. Meira »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

Í gær, 20:08 Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

Í gær, 18:21 Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

Í gær, 17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

Í gær, 17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

Í gær, 17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

Í gær, 16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

Í gær, 14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

í gær Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

í gær Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

í gær Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

í gær Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »
Greinakurlarar
Eigum til 15 hp greinakurlara með bensínmótor fyrir allt að 100mm greinar. Öflu...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...