Regnbogalituð borg og hinsegin bjór

Regnboginn á Skólavörðustíg vakti mikla athygli.
Regnboginn á Skólavörðustíg vakti mikla athygli. mbl.is/Þórður Arnar

„Hátíðin hefur verið að vaxa og dafna gríðarlega vel síðustu ár og ég held að það sé ekkert sem bendi til þess að hún verði neitt minni eða síðri í ár,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, en dagskrá hátíðarinnar var kynnt í gær samhliða því að hátíðarrit ársins kom út.

Hátíðin í ár verður opnuð með sambærilegum hætti og í fyrra þegar Skólavörðustígurinn var málaður í regnbogalitunum. Í ár verður nýr staður málaður, en staðsetningin verður tilkynnt þann 1. ágúst. „Þetta heppnaðist svo vel í fyrra að við ákváðum að gera þetta aftur í ár og það er gaman að finna hvað það er mikill spenningur fyrir þessu,“ segir Gunnlaugur.

Þá hefur í fyrsta sinn verið bruggaður sérstakur bjór fyrir hátíðina og mun hluti ágóða af sölu hans renna til hinsegin málefna. „Bruggmeistari Bryggjunnar er búinn að liggja yfir uppskriftunum sínum og bruggaði bjór sem er kominn á krana á Bryggjunni brugghúsi,“ segir Gunnlaugur og bætir við að bjórinn hafi verið smakkaður í fyrsta skipti í útgáfuteitinni í gær. „Og hann bragðast bara mjög vel.“

Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga.
Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga. mbl.is/Árni Sæberg

Sagan og brautryðjendur sett í forgrunn

Þema hátíðarinnar í ár er saga hinsegin fólks og eru þeir sem rutt hafa brautina í réttindabaráttunni settir í forgrunn. „Það fólk er ástæðan fyrir því að við erum þar sem við erum í dag,“ segir Gunnlaugur og bætir við að þemað endurspegli mikilvægi hátíðarinnar.

„Við fáum alltaf sömu spurningarnar á hverju ári: „Af hverju Hinsegin dagar?“, „Er þetta ekki komið gott?“, „Eru ekki Hinsegin dagar alla daga?“ en við komumst ekki hingað á einni nóttu. Það var fólk sem barðist fyrir þessu og ruddi brautina,“ segir hann. „Það er fullt af hlutum í sögunni okkar sem eru skemmtilegir og áhugaverðir en aðrir sem eru sorglegir og erfiðir. Þetta er allt eitthvað sem við þurfum að vera meðvituð um og skoða.“

Áhersla lögð á fræðsluviðburði

Gunnlaugur segir áherslu verða lagða á fræðsluviðburði og í dagskránni megi m.a. finna hinsegin kynfræðslu, sérstaka málstofu hugsaða fyrir starfsfólk skóla og frístundamiðstöðva þar sem rætt verður um niðrandi orðræðu og hvað starfsmenn geta gert til að hjálpa til í þeirri baráttu auk þess sem haldið verður erindi sem fjallar um það af hverju íþróttir urðu hómófóbískar.

Þá verður Imrov Ísland með sérstaka hinsegin spunasýningu í tilefni Hinsegin daga og Dragsúgur kemur í fyrsta skipti fram á Hinsegin dögum með sérstaka dragsýningu. Auk þess verða haldnir klassískir tónleikar í Hörpu þar sem aðeins verða flutt verk eftir hinsegin höfunda og farin verður söguganga um höfuðborgina auk fjölda annarra viðburða. Hápunkturinn verður svo Gleðigangan sem gengin verður laugardaginn 6. ágúst.

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga en dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt.
Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga en dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt. mbl.is/Ómar Óskarsson

Pride-hátíðarhöldin fjölmennari en hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn

Hátt í hundrað þúsund manns hafa tekið þátt í hátíðarhöldunum í kringum Gleðigönguna síðustu ár og segir Gunnlaugur að Ísland sé líklega með fáum þjóðum í heiminum þar sem Pride-hátíðarhöld eru fjölmennari en hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi landsins.

Er þetta í fjórða sinn sem Gunnlaugur kemur að skipulagningu hátíðarinnar og viðurkennir hann að mikil vinna fylgi því að setja hana á stokk. „En maður er að vinna með ótrúlega mörgu ótrúlega flottu fólki fyrir mjög mikilvægan málstað og þegar maður stendur og horfir á Arnarhól fyllast og Gleðigönguna koma þá verður þetta allt þess virði,“ segir hann að lokum.

Hér má finna dagskrá Hinsegin daga.

Hátt í hundrað þúsund manns hafa tekið þátt í hátíðarhöldunum ...
Hátt í hundrað þúsund manns hafa tekið þátt í hátíðarhöldunum í kringum Gleðigönguna síðustu ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Innlent »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »

Hafa tryggt sér nýja vél í Magna

Í gær, 21:58 Hollvinasamtökum dráttarbátsins Magna hefur áskotnast aðalvél sömu gerðar og var í bátnum. Magni var smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar. Meira »

Færri vinna að því að slökkva eldinn

Í gær, 21:51 Fimm slökkviliðsmenn eru áfram að störfum í Hafnarfirði. Þegar mest lét í dag voru þeir fimmtán. Svæðið verður vaktað þar til yfir lýkur. Meira »

Jörðin opnaðist á gamla Vaðlaheiðarvegi

Í gær, 20:23 Það er gríðarstór hola í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnast á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann í hættu að stórskemmast. Meira »

Fyrsta skóflustungan að nýjum miðbæ

Í gær, 20:08 Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýja miðbænum á Selfossi. Forsvarsmenn verkefnisins, Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, ásamt fyrrverandi og núverandi bæjarstjórum Árborgar, þeim Ástu Stefánsdóttur og Gísla Halldóri Halldórssyni, munduðu skóflurnar. Meira »

Veður versnar fram að miðnætti

Í gær, 19:50 Það kann að hvessa fram að miðnætti á Suður- og Vesturlandi. Eftir miðnætti á versta veðrið að ganga niður og draga mun úr vindi. Á Norðurlandi gengur veður niður á morgun síðdegis. Meira »

Einn fékk 27 milljónir

Í gær, 19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »

17,3 gráður á Ólafsfirði

Í gær, 19:19 Hitinn fór mjög hátt í Fjallabyggð í dag, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°. Meira »

„Þetta er allt ævistarfið“

Í gær, 18:47 „Þetta er bara skelfilegt. Annað skipti sem brennur hjá mér, allt til kaldra kola,“ segir Jónas Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri SB Glugga, í samtali við mbl.is. Meira »

Bíl hvolfdi við Arnarnesveg

Í gær, 18:37 Fólksbifreið hvolfdi við Arnarnesveg í Kópavogi á sjöunda tímanum í dag er hún skall á annarri. Þrír slösuðust og viðbúnaður viðbragðsaðila er nokkur, en tilkynning um slysið barst um kl. 18.20. Meira »

Vona að þetta verði komið fyrir miðnætti

Í gær, 18:19 „Við skulum vona að þetta verði komið fyrir miðnætti, ef ekki þá höldum við bara áfram,“ segir Eyþór Leifsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsmenn eru enn að í Hafnarfirði eftir að stórbruni varð þar í iðnaðarhúsnæði í nótt. Meira »

Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“

Í gær, 17:28 „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag. Meira »

Styrktartónleikar fyrir Söndru

Í gær, 17:25 Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Meira »

Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum

Í gær, 17:08 „Er ekki leiðin að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Koma þurfi á fót upplýsingamiðstöð

Í gær, 17:04 Auka þarf upplýsingaflæði og tryggja að innflytjendur fái fréttir af innlendum vettvangi, til að efla lýðræðisþátttöku fólks af erlendum uppruna. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

Öllu innanlandsflugi aflýst

Í gær, 16:39 Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect ættu aflýstar flugferðir ekki að hafa nein áhrif á flugdagskrá morgundagsins. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veðrinu muni slota í nótt. Meira »

„Skaðlegar staðalímyndir“ í bók Birgittu

Í gær, 16:26 Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti í morgun ljósmynd af síðu í nýrri barnabók eftir Birgittu Haukdal, þar sem hún gagnrýnir „skaðlegar staðalímyndir“ af starfi hjúkrunarfræðinga sem sýnd er í bókinni. Meira »
Nissa Leaf til sölu..
Til sölu Nissan Leaf Tekkna árg. 2016. 30 kw, dökkblár, leiðurklæddur, myndavél...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...