Regnbogalituð borg og hinsegin bjór

Regnboginn á Skólavörðustíg vakti mikla athygli.
Regnboginn á Skólavörðustíg vakti mikla athygli. mbl.is/Þórður Arnar

„Hátíðin hefur verið að vaxa og dafna gríðarlega vel síðustu ár og ég held að það sé ekkert sem bendi til þess að hún verði neitt minni eða síðri í ár,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, en dagskrá hátíðarinnar var kynnt í gær samhliða því að hátíðarrit ársins kom út.

Hátíðin í ár verður opnuð með sambærilegum hætti og í fyrra þegar Skólavörðustígurinn var málaður í regnbogalitunum. Í ár verður nýr staður málaður, en staðsetningin verður tilkynnt þann 1. ágúst. „Þetta heppnaðist svo vel í fyrra að við ákváðum að gera þetta aftur í ár og það er gaman að finna hvað það er mikill spenningur fyrir þessu,“ segir Gunnlaugur.

Þá hefur í fyrsta sinn verið bruggaður sérstakur bjór fyrir hátíðina og mun hluti ágóða af sölu hans renna til hinsegin málefna. „Bruggmeistari Bryggjunnar er búinn að liggja yfir uppskriftunum sínum og bruggaði bjór sem er kominn á krana á Bryggjunni brugghúsi,“ segir Gunnlaugur og bætir við að bjórinn hafi verið smakkaður í fyrsta skipti í útgáfuteitinni í gær. „Og hann bragðast bara mjög vel.“

Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga.
Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga. mbl.is/Árni Sæberg

Sagan og brautryðjendur sett í forgrunn

Þema hátíðarinnar í ár er saga hinsegin fólks og eru þeir sem rutt hafa brautina í réttindabaráttunni settir í forgrunn. „Það fólk er ástæðan fyrir því að við erum þar sem við erum í dag,“ segir Gunnlaugur og bætir við að þemað endurspegli mikilvægi hátíðarinnar.

„Við fáum alltaf sömu spurningarnar á hverju ári: „Af hverju Hinsegin dagar?“, „Er þetta ekki komið gott?“, „Eru ekki Hinsegin dagar alla daga?“ en við komumst ekki hingað á einni nóttu. Það var fólk sem barðist fyrir þessu og ruddi brautina,“ segir hann. „Það er fullt af hlutum í sögunni okkar sem eru skemmtilegir og áhugaverðir en aðrir sem eru sorglegir og erfiðir. Þetta er allt eitthvað sem við þurfum að vera meðvituð um og skoða.“

Áhersla lögð á fræðsluviðburði

Gunnlaugur segir áherslu verða lagða á fræðsluviðburði og í dagskránni megi m.a. finna hinsegin kynfræðslu, sérstaka málstofu hugsaða fyrir starfsfólk skóla og frístundamiðstöðva þar sem rætt verður um niðrandi orðræðu og hvað starfsmenn geta gert til að hjálpa til í þeirri baráttu auk þess sem haldið verður erindi sem fjallar um það af hverju íþróttir urðu hómófóbískar.

Þá verður Imrov Ísland með sérstaka hinsegin spunasýningu í tilefni Hinsegin daga og Dragsúgur kemur í fyrsta skipti fram á Hinsegin dögum með sérstaka dragsýningu. Auk þess verða haldnir klassískir tónleikar í Hörpu þar sem aðeins verða flutt verk eftir hinsegin höfunda og farin verður söguganga um höfuðborgina auk fjölda annarra viðburða. Hápunkturinn verður svo Gleðigangan sem gengin verður laugardaginn 6. ágúst.

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga en dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt.
Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga en dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt. mbl.is/Ómar Óskarsson

Pride-hátíðarhöldin fjölmennari en hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn

Hátt í hundrað þúsund manns hafa tekið þátt í hátíðarhöldunum í kringum Gleðigönguna síðustu ár og segir Gunnlaugur að Ísland sé líklega með fáum þjóðum í heiminum þar sem Pride-hátíðarhöld eru fjölmennari en hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi landsins.

Er þetta í fjórða sinn sem Gunnlaugur kemur að skipulagningu hátíðarinnar og viðurkennir hann að mikil vinna fylgi því að setja hana á stokk. „En maður er að vinna með ótrúlega mörgu ótrúlega flottu fólki fyrir mjög mikilvægan málstað og þegar maður stendur og horfir á Arnarhól fyllast og Gleðigönguna koma þá verður þetta allt þess virði,“ segir hann að lokum.

Hér má finna dagskrá Hinsegin daga.

Hátt í hundrað þúsund manns hafa tekið þátt í hátíðarhöldunum ...
Hátt í hundrað þúsund manns hafa tekið þátt í hátíðarhöldunum í kringum Gleðigönguna síðustu ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Innlent »

Hefði vel getað sprungið

05:30 Fallbyssukúlan sem fannst í Mosfellsbæ laust eftir hádegi í gær kom á land í gegnum sanddæluskip og þykir ótrúlegt að hún hafi ekki sprungið einhvers staðar á leiðinni úr sjó og þangað sem hún endaði. Meira »

Metfjöldi hundrað ára og eldri

05:30 „Í júnímánuði var sett met þegar fjöldi hundrað ára og eldri á lífi fór í fyrsta sinn yfir fimmtíu. Nú eru þeir 53, 15 karlar og 38 konur.“ Þetta segir Jónas Ragnarsson í innsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Leg látinna grædd í ófrjóar konur

05:30 Íslenskur kvensjúkdómalæknir, Jón Ívar Einarsson, var hluti af teymi lækna á Indlandi sem græddu leg úr gjafa í ófrjóa konu í sjaldgæfri skurðaðgerð. Meira »

Arkitekt að eigin lífi

Í gær, 23:00 „Gríman er fallin“, sagði Svava Björk Hjaltalín arkitekt í Magasíninu þegar hún lýsti árangrinum af þeirri sjálfsvinnu sem hún hefur verið í undanfarin ár. Á dögunum birti hún stöðuuppfærslu þar sem hún lýsti því hvernig hvernig einu takmarki af nokkrum hefði náðst og nú væru sex mánuðir eftir. Meira »

Krefst svara frá forsætisnefnd

Í gær, 22:48 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar þess efnis að bjóða Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, til hátíðarfundar á Þingvöllum. Þá gagnrýnir hann einnig að ekki hafi verið upplýst um aðkomu Kjærsgaard fyrr en í gær þrátt fyrir að henni hafi verið boðið til landsins í apríl. Hann mun kalla eftir skýrum svörum frá forsætisnefnd vegna málsins. Meira »

Píratar gerðu engar athugasemdir

Í gær, 22:07 „Eins og ég hef reynt að margsegja í dag þá er Pia Kjærsgaard er ekki boðin hingað sem Pia Kjærsgaard eða vegna skoðana sinna. Hún er forseti danska þingsins,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Fólk hrætt um að eldurinn nálgist bæina

Í gær, 21:41 „Þetta er hérna allt í kringum okkur. Þetta voru fimm eldar síðast þegar ég vissi,“ segir Björn Fannar Björnsson, nemi í málmiðnum, er búsettur með fjölskyldu sína í Ljusdal í Gävleborg í Svíþjóð. Meira »

Segja lífeyrissjóði raska lánamarkaði

Í gær, 21:29 Matsfyrirtækið Standard & Poor´s segir lífeyrissjóðina skapa skekkju á íslenskum lánamarkaði þar sem sjóðunum er ekki gert að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til fjármálafyrirtækja. Útlánastarfsemi lífeyrissjóðanna er sögð hafa áhrif á verðlagningu bankana og stöðu útlánatryggingu þeirra. Meira »

Hvergi betra að vera kona en á Íslandi

Í gær, 20:42 Ástralski sjónvarpsþátturinn Dateline gerði Ísland að viðfangsefni sínu á dögunum þar sem fjallað var ítarlega um jafnrétti kynjanna. Þáttastjórnandinn, Janice Petersen, fer í þættinum um Ísland, kynnir sér stefnur og strauma í jafnréttismálum og mærir landið í hástert fyrir öfluga jafnréttisstefnu. Hún segir Ísland vera femíníska útópíu og hvergi sé betra í heiminum að vera kona en á Íslandi. Meira »

Gjaldtakan var forsenda útboðsins

Í gær, 19:58 „Þegar við tókum þátt í útboðinu fyrir ári síðan þá var ein forsenda útboðsins sú að hafin yrði gjaldtaka á þessu ytra stæði og við buðum náttúrulega í þetta miðað við þær forsendur,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdarstjóri Kynnisferða. Meira »

Magnús Stefánsson ráðinn bæjarstjóri

Í gær, 19:19 Á fundi bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs í dag var samþykkt tillaga um að Magnús Stefánsson verði ráðinn bæjarstjóri í Sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs kjörtímabilið 2018-2022. Meira »

Leggja ekki fram nýjar tillögur

Í gær, 19:02 Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra í fyrramálið. Til stóð að halda næsta samningafund á mánudaginn en ríkissáttasemjari ákvað að flýta fundinum í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin. Formenn samninganefndanna hafa ekki lagt fram nýjar tillögur til að leysa deiluna. Meira »

Mótmæli lituðu hátíðarfundinn

Í gær, 18:42 Mótmæli bæði áhorfenda og þingmanna settu svip sinn á hátíðarfund Alþingis, sem fram fór undir Lögbergi á Þingvöllum í dag. Mæting almennings á fundinn var mun dræmari en búist hafði verið við. Meira »

Norðmaður vann tæpar 29 milljónir

Í gær, 18:28 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottóút­drætti kvölds­ins en einn heppinn Norðmaður vann annan vinning og hlýtur 28,7 milljónir króna í vinning. Meira »

Leituðu til sendiráðsins vegna áreitis

Í gær, 18:06 „Þau eru búin að vera að lenda í allskonar skítkasti á víð og dreif um landið. Fólk að segja þeim að koma sér heim og að þau séu búin að eyðileggja náttúruna og að gefa þeim, „fokk“-merki,“ segir Magnús Ásgeirsson um frönsku ferðamennina tvo sem gerðust sekir um utanvegaakstur við Kerlingafjöll. Meira »

Flutt frá Þingvöllum í lögreglufylgd

Í gær, 18:02 Lokað var fyrir almenna umferð á meðan nokkrar rútur, í lögreglufylgd, fluttu fyrirmenni frá Þingvöllum. Þau höfðu verið viðstödd hátíðarfund Alþingis þar í tengslum við aldarafmæli fullveldis á Íslandi. Meira »

Gagnrýnir Helgu Völu harðlega

Í gær, 17:07 Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, gagnrýnir þá ákvörðun Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, að ganga burt af þingpöllum þegar Pia Kjærsgaard hóf ræðu sína, harðlega. Meira »

Vélmenni Gæslunnar í svaðilför

Í gær, 16:46 Sprengjuleitarvélmenni Landhelgisgæslunnar lék lykilhlutverk í aðgerðum lögreglunnar og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar í Mosfellsbæ þegar sprengja var aftengd. Vélmennið var óhrætt við að handleika sprengjuna og koma henni fyrir í holunni, þar sem hún var sprengd. Meira »

Fundur á morgun í kjaradeilu ljósmæðra

Í gær, 16:17 Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu ljósmæðra klukkan 10.30 í fyrramálið. Til stóð að fundur yrði næsta mánudag, en nú hefur verið boðað til fundar á morgun líkt og áður segir. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...
VW Fox ágerð 2007
Til sölu vel með farinn VW Fox árg. 2007 ekinn ca. 110.þús Allur nýyfirfarinn og...