Rukkaður fyrir að skoða Víðgelmi

Víðgelmir í Hallmundarhrauni.
Víðgelmir í Hallmundarhrauni. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurður Sigurðsson er afar ósáttur við að hafa ekki fengið að ganga að hellisopi Víðgelmis í Hallmundarhrauni í Borgarfirði nema að greiða fyrir það 6.500 krónur.

Hann kveðst ávallt hafa getað gengið óhindraður að opinu en núna hefur sú breyting orðið á að ferðaþjónustufyrirtækið The Cave hefur sett upp lítið hús við bílastæðið hjá hellinum þar sem gjald er rukkað af ferðamönnum.

Sigurður mætti að Víðgelmi á laugardaginn með ættingjum sínum og danskri fjölskyldu. Voru þau níu saman, bæði fullorðnir og börn, en þau höfðu dvalið í bústað í Borgarfirðinum. Þau ætluðu að ganga að hellisopinu.

Rukkaður fyrir að ganga að opinu

Hann segist nokkrum sinnum hafa skoðað hellinn, síðast í fyrra, og alltaf hafi aðgangur þangað verið greiður án nokkurrar gjaldtöku en ekki í þetta sinn. Hús hafi verið sett upp yfir göngustíg sem liggur að hellinum.

„Ég var í erfiðleikum með að finna stíginn og þurfti að fara hringinn í kringum húsið til að finna hann. Þá kom starfsmaður fyrirtækisins úr húsinu og sagði að við mættum ekki fara að hellinum nema fá leiðsögumann í skipulagða leiðsöguferð,“ segir Sigurður, sem fékk þá skýringu að um væri að ræða skilaboð frá nýjum landeigendum.

Þau fengu þær upplýsingar að ferðin kostaði 6.500 krónur fyrir fullorðna en Sigurður sagðist þá ekki hafa áhuga á að fara ofan í hellinn heldur eingöngu að opinu. „Við vorum vinsamlegast beðin um að fara. Okkur var sagt að eina leiðin til að komast að hellisopinu væri með því að kaupa þessa ferð,“ segir hann.


Ótrúlegur dónaskapur

 „Okkur fannst þetta ótrúlegur dónaskapur. Ég vil hins vegar ítreka að þessir starfsmenn sem við ræddum við voru ekkert nema kurteisin uppmáluð. Þeir gátu ekki útskýrt þetta nánar og sögðu að þetta væri samkvæmt beiðni frá landeigendum.“

Hann bætir við að hvergi hafi fundist upplýsingar um gjaldskyldu í nágrenninu, hvorki á bílastæðinu sjálfu né á afleggjaranum. Fólk væri einungis hvatt til að hafa hjálma og ljós meðferðis ef það ætlaði ofan í hellinn.

Loka fleiri náttúrugersemum?

Sigurður, sem starfar sem geislafræðingur hjá Hjartavernd, segir atvikið snerta viðkvæma taug. „Maður er að reka sig oftar á eitthvað svona varðandi gjaldtöku sem var aldrei neitt mál hérna áður fyrr. Maður hugsar hvort það eigi að fara að loka fleiri náttúrugersemum á okkur.“

Gjaldtaka hófst í maí

Hörður Míó er staðarhaldari í Fljótstungu og rekstaraðili fyrirtækisins The Cave, sem hefur umsjón með ferðunum í Víðgelmi.

Hann segir að gjaldtakan hafi hafist 15. maí síðastliðinn en það voru foreldrar hans, Stefán Stefánsson og Þórhalla Laufey Guðmundsdóttir, sem keyptu landið. Verðið er 6.500 fyrir fullorðna og 3.500 fyrir ungmenni 9 til 15 ára.

Stórbætt aðgengi 

„Við höfum stórbætt allt aðgengi, sett göngustíg að hellinum, afmarkað hann og smíðað stiga niður í hann. Inni í hellinn höfum við sett göngupalla þannig að fólk geti á öruggan hátt skoðað hellinn. Með þessu höfum við sett lýsingu,“ greinir Hörður frá og bætir við að átta ferðir séu farnar á hverjum degi til að skoða hellinn með leiðsögumanni.

Umhverfissjónarmið að baki

Hann segir að umhverfissjónarmið séu að baki gjaldtökunni, því vernda þurfi svæðið fyrir ágangi ferðamanna. Á sama tíma sé þetta þeirra búskapur. „Það er ekki fallegt að sjá gamla slóðann sem liggur í gegnum hraunið. Þetta er viðkvæmt umhverfi og það þarf ekki mikið til þess að það sjái svolítið mikið á því í nokkuð langan tíma,“ segir hann.

Ókeypis í Surtshelli og Stefánshelli

Aðspurður segir hann að fólk hafi tekið vel í gjaldtökuna. „Fólk skilur þetta almennt og sýnir þessu tillitssemi. Við bendum fólki vissulega á að ef það hefur ekki áhuga á að fara í hellaferð þá geti það farið í hellana sem eru í nágrenninu,“ segir hann og á við Surtshelli og Stefánshelli en þar er engin gjaldtaka.

Varðandi merkingar á svæðinu vegna gjaldtöku segir Hörður að þær séu komnar úr prentun en enn eigi eftir að setja þær upp.

Þessi mynd var tekin inni í Víðgelmi.
Þessi mynd var tekin inni í Víðgelmi. Ljósmynd/Wikipedia
Sigurður Sigurðsson er ósáttur við að þurfa að borga fyrir ...
Sigurður Sigurðsson er ósáttur við að þurfa að borga fyrir að ganga að opi Víðgelmis. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Húsnæði lögreglu ófullnægjandi

07:37 „Húsnæði lögreglunnar í Neskaupstað er algjörlega ófullnægjandi, enda um að ræða íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum og það hentar því alls ekki þessari starfsemi.“ Meira »

Sæförum komið til bjargar

07:26 Þremur mönnum á vélarvana bát var komið til bjargar í Skerjafirði í gærkvöldi en mennirnir sögðust vera að vitja um krabbagildrur þegar bátur þeirra bilaði. Meira »

Réttindalaus með barn í bílnum

07:22 Lögreglan stöðvaði för bifreiðar á Vesturlandsvegi um kvöldmatarleytið og reyndist ökumaðurinn aldrei hafa öðlast ökuréttindi en hefur þrátt fyrir það ítrekað verið stöðvaður undir stýri. Með í för var fimm ára gamalt barn hans. Bifreiðin var ótryggð og voru skráningarnúmer klippt af. Meira »

Kastast í kekki á rauðu ljósi

07:00 Lögreglan var kölluð til vegna deilna tveggja ökumanna á Reykjanesbraut síðdegis í gær. Hafði kastast í kekki milli þeirra þar sem þeir biðu á rauðu ljósi. Enduðu deilurnar með því að annar kastaði kaffibolla í bifreið hins eftir að sá hafði hrækt á bifreið hans og þeir kastað kókflösku sín á milli. Meira »

Fer í 30 metra í hviðum

06:46 Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 11. Spáð er austan 15-20 m/s við vestanverðan Öræfajökul og vindhviðum um 30 m/s. Meira »

Skjálfti upp á 3,5 stig

05:49 Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig reið yfir í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni klukkan 2:42 í nótt.  Meira »

Forgangsraðað í þágu loftslagsins

05:30 Aðgerðir í loftslagsmálum voru í brennidepli í umræðum á fundi forsætisráðherra Norðurlandaríkjanna í Reykjavík.  Meira »

Ósáttir við breytta frímerkjasölu

05:30 Frímerkjasala Íslandspósts verður lögð niður í núverandi mynd um áramót. Er það liður í hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins vegna bágrar fjárhagsstöðu þess. Meira »

Viðræður um lausn Árskógamálsins

05:30 Lögmenn tveggja kaupenda að íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík eru að byggja við Árskóga í Mjódd áttu í gær í samningaviðræðum við fulltrúa félagsins um lausn á deilum um afhendingu íbúðanna. Meira »

Andlát: Birgir H. Helgason

05:30 Birgir H. Helgason, tónlistarkennari á Akureyri, lést 16. ágúst sl. eftir stutt veikindi, 85 ára að aldri.   Meira »

Gjöld of há í miðborginni

05:30 Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi og stofnandi Subway á Íslandi, segir að gífurleg hækkun fasteignagjalda og annars íþyngjandi kostnaðar hafi reynst veitingastöðum í Reykjavík erfið. Meira »

Var í raun gjaldþrota á aðfangadag

05:30 Skuldabréfaeigendur sem þátt tóku í að bjarga WOW air frá gjaldþroti í september í fyrra höfðu heimild til að gjaldfella skuldabréfin á aðfangadag í fyrra. Meira »

300 þúsund Haustjógúrtir frá Örnu

05:30 Fyrirtækið Arna í Bolungarvík framleiðir 50% meira af Haustjógúrt fyrirtækisins í ár en í fyrra. Framleiðslan í ár nemur 300 þúsund einingum, en framleiddar voru 200 þúsund jógúrtir í fyrra. Meira »

Kröfur hlaupa á tugum milljóna

05:30 „Við höfum ekki heildarmyndina en kröfurnar hlaupa á tugum milljóna. Hæstu kröfurnar gætu hugsanlega verið á bilinu ein til fjórar milljónir króna.“ Meira »

Bretar aðstoði við að stöðva mengun

Í gær, 22:44 Seyðisfjarðarkaupstaður ætlar að biðja Breta um aðstoð við að stöðva enn frekari mengun af völdum skipsins El Grillo sem var sökkt fyrir 75 árum. Meira »

Þarf að rannsaka betur fjölsótta staði

Í gær, 21:47 „Það þarf að rannsaka betur vinsæla ferðamannastaði eins klettabeltin ofan við Reynisfjöru, með tilliti til hættu á skriðuföllum“ segir Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofu Íslands. Skriða féll úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

16 sektir á sjö árum

Í gær, 21:23 Fjölmiðlanefnd hefur lagt á sextán stjórnvaldssektir frá því að hún var stofnuð árið 2011. Þær sektir eru allar frá árunum 2013 til 2018 og námu þær samtals 10,1 milljón króna. Þar af námu sektir 365 miðla um 45% sektarfjár tímabilsins eða 4,5 milljónum króna. Meira »

Lærði mikið af hruninu

Í gær, 20:30 Ásgeir Jónsson, sem tók við embætti seðlabankastjóra í dag, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrir bankahrunið á hve veikum grunni bankarnir stóðu. Meira »

Þegar Íslendingar girntust Grænland

Í gær, 20:21 Einar Ben, Kristófer Kólumbus, Vidkun Quisling, þýskur bakari, rófubyssur, húsbruni og lagabókin Grágás. Allt kemur þetta við sögu er rifjuð er upp sú tíð þegar með Íslendingum bærðust glæstir draumar um nýtt landnám og eygðir voru möguleikar um að gera „litla og aflvana þjóð að voldugu heimsveldi“. Meira »
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...