Ákært fyrir nauðgun og nálgunarbannsbrot

Héraðsdómur Austurlands.
Héraðsdómur Austurlands. mbl.is/Gúna

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara vegna nauðgunar og hótunar. Einnig er um að ræða nálgunarbannsbrot. Þetta staðfestir saksóknari í málinu við mbl.is.

Um er að ræða brot á greinum 194, 209, 233 og 233b í almennum hegningarlögum auk nálgunarbannsbrotsins.

Í 194. grein er fjallað um refsingu við nauðgun, í 209. grein er fjallað um refsingu við að særa blygðunarsemi og í greinum 233 og 233b er fjallað um að refsingu við hótunum, m.a. gegn maka, fyrrverandi maka eða öðrum nákomnum.

Málið er tekið fyrir við Héraðsdóm Austurlands.

mbl.is